Ríkisstofnanir fá þriðjung úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í síðustu úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fengu ríkið og stofnanir þess tæplega þriðjung úthlutunarfjár. Stjórnvöld ætla að breyta þessu svo að ríkisaðilar séu ekki að sækja peninga úr samkeppnissjóðum á vegum ríkisins.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur kynnt frumvarp að breytingum á framkvæmdasjóðnum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur kynnt frumvarp að breytingum á framkvæmdasjóðnum.
Auglýsing

Ríkið og stofn­anir þess fengu þriðj­ung þess fjár sem úthlutað var úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða í vik­unni. Sveit­ar­fé­lög fengu lang­mest, um 66 pró­sent og einka­að­ilar fengu aðeins þrjú pró­sent, sam­kvæmt útreikn­ingum Kjarn­ans. 

Ríkið og stofn­anir rík­is­ins fengu úthlutað rúm­lega 183 millj­ónum króna úr sjóðn­um, sem er á fjár­lög­um. Sveit­ar­fé­lög fengu ríf­lega 400 millj­ónir króna og einka­að­ilar tæp­lega 20 millj­ón­ir. 

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, hefur kynnt drög að frum­varpi um breyt­ingar á sjóðn­um, sem myndi koma í veg fyrir að ríkið sjálft væri að sækja um styrki í sjóði sem það eru á fjár­lög­um. „Telja verður að óheppi­legt sé að rík­is­að­ilar þurfi eða geti sótt fjár­mögn­un slíkra fram­kvæmda í sam­keppn­is­sjóð eins og Fram­kvæmda­sjóð ferða­manna­staða,“ eins og segir í grein­ar­gerð með frum­varp­in­u. 

Auglýsing

Þannig mun hlut­verk Fram­kvæmda­sjóðs ferða­manna­staða breyt­ast til að koma í veg fyrir þessa skör­un, og gert ráð fyrir að sjóð­ur­inn sinni aðeins verk­efnum á ferða­manna­stöðum í eigu eða umsjón sveit­ar­fé­laga og einka­að­ila.

Til þess að standa að upp­bygg­ingu á ferða­manna­stöðum í eigu og umsjá rík­is­ins verður ný lands­á­ætlun umhverf­is­ráð­herra not­uð, en lands­á­ætl­unin er um upp­bygg­ingu inn­viða til verndar nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legum minjum vegna álags af völdum ferða­mennsku og úti­vist­ar. Lands­á­ætl­unin verður lang­tíma­á­ætlun en hins vegar verður lögð fram skamm­tíma­á­ætlun fyrir þetta ár. Þessi áætlun verður fjár­mögnuð beint úr rík­is­sjóði á fjár­lög­um. 

Þá verður kveðið á um það í lög­um, sam­kvæmt frum­varp­inu, að ferða­manna­staðir sem hljóta úthlutun úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða skulu vera opnir gjald­frjálsri umferð almenn­ings, sem er í sam­ræmi við önnur lög. Þó verður land­eig­endum áfram heim­ilt að taka gjald fyrir veitta þjón­ustu á staðn­um. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None