Ríkisstofnanir fá þriðjung úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í síðustu úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fengu ríkið og stofnanir þess tæplega þriðjung úthlutunarfjár. Stjórnvöld ætla að breyta þessu svo að ríkisaðilar séu ekki að sækja peninga úr samkeppnissjóðum á vegum ríkisins.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur kynnt frumvarp að breytingum á framkvæmdasjóðnum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur kynnt frumvarp að breytingum á framkvæmdasjóðnum.
Auglýsing

Ríkið og stofn­anir þess fengu þriðj­ung þess fjár sem úthlutað var úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða í vik­unni. Sveit­ar­fé­lög fengu lang­mest, um 66 pró­sent og einka­að­ilar fengu aðeins þrjú pró­sent, sam­kvæmt útreikn­ingum Kjarn­ans. 

Ríkið og stofn­anir rík­is­ins fengu úthlutað rúm­lega 183 millj­ónum króna úr sjóðn­um, sem er á fjár­lög­um. Sveit­ar­fé­lög fengu ríf­lega 400 millj­ónir króna og einka­að­ilar tæp­lega 20 millj­ón­ir. 

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, hefur kynnt drög að frum­varpi um breyt­ingar á sjóðn­um, sem myndi koma í veg fyrir að ríkið sjálft væri að sækja um styrki í sjóði sem það eru á fjár­lög­um. „Telja verður að óheppi­legt sé að rík­is­að­ilar þurfi eða geti sótt fjár­mögn­un slíkra fram­kvæmda í sam­keppn­is­sjóð eins og Fram­kvæmda­sjóð ferða­manna­staða,“ eins og segir í grein­ar­gerð með frum­varp­in­u. 

Auglýsing

Þannig mun hlut­verk Fram­kvæmda­sjóðs ferða­manna­staða breyt­ast til að koma í veg fyrir þessa skör­un, og gert ráð fyrir að sjóð­ur­inn sinni aðeins verk­efnum á ferða­manna­stöðum í eigu eða umsjón sveit­ar­fé­laga og einka­að­ila.

Til þess að standa að upp­bygg­ingu á ferða­manna­stöðum í eigu og umsjá rík­is­ins verður ný lands­á­ætlun umhverf­is­ráð­herra not­uð, en lands­á­ætl­unin er um upp­bygg­ingu inn­viða til verndar nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legum minjum vegna álags af völdum ferða­mennsku og úti­vist­ar. Lands­á­ætl­unin verður lang­tíma­á­ætlun en hins vegar verður lögð fram skamm­tíma­á­ætlun fyrir þetta ár. Þessi áætlun verður fjár­mögnuð beint úr rík­is­sjóði á fjár­lög­um. 

Þá verður kveðið á um það í lög­um, sam­kvæmt frum­varp­inu, að ferða­manna­staðir sem hljóta úthlutun úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða skulu vera opnir gjald­frjálsri umferð almenn­ings, sem er í sam­ræmi við önnur lög. Þó verður land­eig­endum áfram heim­ilt að taka gjald fyrir veitta þjón­ustu á staðn­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli á mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None