Ríkisstofnanir fá þriðjung úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í síðustu úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fengu ríkið og stofnanir þess tæplega þriðjung úthlutunarfjár. Stjórnvöld ætla að breyta þessu svo að ríkisaðilar séu ekki að sækja peninga úr samkeppnissjóðum á vegum ríkisins.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur kynnt frumvarp að breytingum á framkvæmdasjóðnum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur kynnt frumvarp að breytingum á framkvæmdasjóðnum.
Auglýsing

Ríkið og stofn­anir þess fengu þriðj­ung þess fjár sem úthlutað var úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða í vik­unni. Sveit­ar­fé­lög fengu lang­mest, um 66 pró­sent og einka­að­ilar fengu aðeins þrjú pró­sent, sam­kvæmt útreikn­ingum Kjarn­ans. 

Ríkið og stofn­anir rík­is­ins fengu úthlutað rúm­lega 183 millj­ónum króna úr sjóðn­um, sem er á fjár­lög­um. Sveit­ar­fé­lög fengu ríf­lega 400 millj­ónir króna og einka­að­ilar tæp­lega 20 millj­ón­ir. 

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, hefur kynnt drög að frum­varpi um breyt­ingar á sjóðn­um, sem myndi koma í veg fyrir að ríkið sjálft væri að sækja um styrki í sjóði sem það eru á fjár­lög­um. „Telja verður að óheppi­legt sé að rík­is­að­ilar þurfi eða geti sótt fjár­mögn­un slíkra fram­kvæmda í sam­keppn­is­sjóð eins og Fram­kvæmda­sjóð ferða­manna­staða,“ eins og segir í grein­ar­gerð með frum­varp­in­u. 

Auglýsing

Þannig mun hlut­verk Fram­kvæmda­sjóðs ferða­manna­staða breyt­ast til að koma í veg fyrir þessa skör­un, og gert ráð fyrir að sjóð­ur­inn sinni aðeins verk­efnum á ferða­manna­stöðum í eigu eða umsjón sveit­ar­fé­laga og einka­að­ila.

Til þess að standa að upp­bygg­ingu á ferða­manna­stöðum í eigu og umsjá rík­is­ins verður ný lands­á­ætlun umhverf­is­ráð­herra not­uð, en lands­á­ætl­unin er um upp­bygg­ingu inn­viða til verndar nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legum minjum vegna álags af völdum ferða­mennsku og úti­vist­ar. Lands­á­ætl­unin verður lang­tíma­á­ætlun en hins vegar verður lögð fram skamm­tíma­á­ætlun fyrir þetta ár. Þessi áætlun verður fjár­mögnuð beint úr rík­is­sjóði á fjár­lög­um. 

Þá verður kveðið á um það í lög­um, sam­kvæmt frum­varp­inu, að ferða­manna­staðir sem hljóta úthlutun úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða skulu vera opnir gjald­frjálsri umferð almenn­ings, sem er í sam­ræmi við önnur lög. Þó verður land­eig­endum áfram heim­ilt að taka gjald fyrir veitta þjón­ustu á staðn­um. 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None