Vinna við breytingar á stjórnarskrá hefst á næstu vikum

Formaður Viðreisnar segir að breytingar á stjórnarskrá verði unnar í nánu samráði við alla flokka og að það starf muni hefjast á næstu vikum.

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar handsala stjórnarsáttmálann. Í honum er að finna ákvæði um stjórnarskrárbreytingar.
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar handsala stjórnarsáttmálann. Í honum er að finna ákvæði um stjórnarskrárbreytingar.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að hann reikni með því að starf við breyt­ingar á stjórn­ar­skrá Íslands í sam­ræmi við stefnu Við­reisnar og rík­is­stjórn­ar­innar muni hefj­ast á næstu vik­um. „Reynslan sýnir að það er tíma­frekt starf og erfitt og þarf að vinn­ast í nánu sam­ráði allra flokka. Ég reikna með að það hefj­ist á næstu vik­um.“

Á kjör­tíma­bil­inu sem stóð yfir 2009-2013 lagði stjórn­­laga­ráð, sem kosið var til af þjóð­inni, fram frum­varp um ­miklar breyt­ingar á stjórn­­­ar­­skrá íslenska lýð­veld­is­ins. Frum­varpið var lagt fram árið 2011. Kosið var um til­­lögur ráðs­ins haustið 2012 þar sem tveir af hverjum þremur sem tók þátt í kosn­­ing­unum sagð­ist vilja að til­­lögur ráðs­ins yrðu lagðar til grund­vallar nýrri stjórn­­­ar­­skrá. Í til­­lög­unum var meðal ann­­ars að finna ákvæði um að auð­lindir yrðu þjóð­­ar­­eign og að til­­­tekið hlut­­fall kosn­­inga­­bærra manna geti kraf­ist þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu.

Þar voru einnig til­­lögur um stór­tækar breyt­ingar á íslenska kosn­­inga­­kerf­inu þar sem lagt var til að heim­ila aukið per­­són­u­­kjör og að atkvæði lands­­manna myndu öll gilda jafn mik­ið, en mikið ósam­ræmi er í því vægi á milli lands­hluta í dag. Báðar til­­lög­­urnar voru sam­­þykktar með yfir­­­gnæf­andi meiri­hluta í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsl­unni í októ­ber 2012.

Þrátt fyrir það hafa þessar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá ekki orðið að veru­leika.

Auglýsing

Ekk­ert breytt­ist á síð­asta kjör­tíma­bili

Á síð­asta kjör­tíma­bili var skipuð þverpól­tísk stjórn­ar­skrár­nefnd sem skil­aði af sér nið­ur­stöðu í þremur frum­vörpum í byrjun árs í fyrra. Fyrsta var um ákvæði um auð­lind­ir nátt­úru Íslands og að þær séu þjóð­­ar­­eign. Annað frum­varpið um um­hverfi og nátt­úru þar sem mælt er fyr­ir um ábyrgð á vernd nátt­úru og að var­úð­­ar- og lang­­­tíma­­­sjón­­­ar­mið verði höfð að leið­­ar­­ljósi. Ekki náð­ist sátt um að ráð­ast í þessar breyt­ingar á síð­asta kjör­tíma­bili.

Í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga voru ýmsir flokkar með breyt­ingar á stjórn­ar­skrá á stefnu­skrá sinni. Þar á meðal voru bæði Björt Fram­tíð og Við­reisn, sem nú sitja í rík­is­stjórn. Á heima­síðu Við­reisn­ar,undir liðnum „Mál­efn­in“, segir um stjórn­ar­skrár­mál:„Ná þarf sam­komu­lagi um heild­stætt, skýrt og tíma­sett ferli sem hefur að mark­miði að til verði ný stjórn­ar­skrá. Það ferli á að taka mið af til­lögum Stjórn­laga­ráðs og annarri vinnu að breyt­ingum á síð­ari stig­um.“ Í póli­tískum áherslum Bjartrar fram­tíð­ar, eins og þær eru fram settar á heima­síðu flokks­ins, seg­ir: „Setjum þjóð­inni nýja stjórn­ar­skrá á grunni til­lagna Stjórn­laga­ráðs, í sem mestri sátt. Vöndum okk­ur.“

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði hins vegar í útvarps­við­tali í aðdrag­anda kosn­inga að það væri eitt af helstu kosn­inga­málum flokks síns að ekki yrði tekin upp ný stjórn­ar­skrá á Íslandi.

Vilja ná sem bestri sátt

Stjórn­ar­skrár­mál röt­uðu þrátt fyrir það inn í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­son­ar. Þar segir að unnið verði að end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins Íslands á grund­velli þess viða­mikla starfs sem átt hefur sér stað und­an­farin ár. Rík­is­stjórnin muni bjóða öllum þing­flokkum á Alþingi að skipa full­trúa í þing­manna­nefnd sem muni starfa með fær­ustu sér­fræð­ingum á sviði stjórn­skip­unar að sem bestri sátt um til­lögur að breyt­ingum sem verði lagðar fram eigi síðar en árið 2019. Sam­kvæmt Bene­dikt er sú vinna nú að fara að hefj­ast.

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum segir að það sé sér­stakt mark­mið að „breyt­inga­til­lögur fái góða kynn­ingu og umræðu fyrir fram­lagn­ingu á Alþingi og vand­aða þing­lega með­ferð sem eftir atvikum verði með opnum fund­um. Hugað verði að breyt­ingum á kjör­dæma­skipan með hlið­sjón af þeirri reynslu sem feng­ist hefur af síð­ustu breyt­ingum í þeim efn­um. Kosn­inga­lög­gjöf verði yfir­farin sam­hliða því starfi með það fyrir augum að hún verði ein­fald­ari og miði að meira jafn­ræði í atkvæða­væg­i.“Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None