Vinna við breytingar á stjórnarskrá hefst á næstu vikum

Formaður Viðreisnar segir að breytingar á stjórnarskrá verði unnar í nánu samráði við alla flokka og að það starf muni hefjast á næstu vikum.

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar handsala stjórnarsáttmálann. Í honum er að finna ákvæði um stjórnarskrárbreytingar.
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar handsala stjórnarsáttmálann. Í honum er að finna ákvæði um stjórnarskrárbreytingar.
Auglýsing

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að hann reikni með því að starf við breytingar á stjórnarskrá Íslands í samræmi við stefnu Viðreisnar og ríkisstjórnarinnar muni hefjast á næstu vikum. „Reynslan sýnir að það er tímafrekt starf og erfitt og þarf að vinnast í nánu samráði allra flokka. Ég reikna með að það hefjist á næstu vikum.“

Á kjörtímabilinu sem stóð yfir 2009-2013 lagði stjórn­laga­ráð, sem kosið var til af þjóð­inni, fram frum­varp um ­miklar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá íslenska lýð­veld­is­ins. Frum­varpið var lagt fram árið 2011. Kosið var um til­lögur ráðs­ins haustið 2012 þar sem tveir af hverjum þremur sem tók þátt í kosn­ing­unum sagð­ist vilja að til­lögur ráðs­ins yrðu lagðar til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá. Í til­lög­unum var meðal ann­ars að finna ákvæði um að auð­lindir yrðu þjóð­ar­eign og að til­tekið hlut­fall kosn­inga­bærra manna geti kraf­ist þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Þar voru einnig til­lögur um stór­tækar breyt­ingar á íslenska kosn­inga­kerf­inu þar sem lagt var til að heim­ila aukið per­sónu­kjör og að atkvæði lands­manna myndu öll gilda jafn mik­ið, en mikið ósam­ræmi er í því vægi á milli lands­hluta í dag. Báðar til­lög­urnar voru sam­þykktar með yfir­gnæf­andi meiri­hluta í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni í októ­ber 2012.

Þrátt fyrir það hafa þessar breytingar á stjórnarskrá ekki orðið að veruleika.

Auglýsing

Ekkert breyttist á síðasta kjörtímabili

Á síðasta kjörtímabili var skipuð þverpóltísk stjórnarskrárnefnd sem skilaði af sér niðurstöðu í þremur frumvörpum í byrjun árs í fyrra. Fyrsta var um ákvæði um auð­lind­ir nátt­úru Íslands og að þær séu þjóð­ar­eign. Annað frum­varpið um um­hverfi og nátt­úru þar sem mælt er fyr­ir um ábyrgð á vernd nátt­úru og að var­úð­ar- og lang­­tíma­­sjón­­ar­mið verði höfð að leið­ar­ljósi. Ekki náðist sátt um að ráðast í þessar breytingar á síðasta kjörtímabili.

Í aðdraganda síðustu kosninga voru ýmsir flokkar með breytingar á stjórnarskrá á stefnuskrá sinni. Þar á meðal voru bæði Björt Framtíð og Viðreisn, sem nú sitja í ríkisstjórn. Á heimasíðu Viðreisnar,undir liðnum „Málefnin“, segir um stjórnarskrármál:„Ná þarf samkomulagi um heildstætt, skýrt og tímasett ferli sem hefur að markmiði að til verði ný stjórnarskrá. Það ferli á að taka mið af tillögum Stjórnlagaráðs og annarri vinnu að breytingum á síðari stigum.“ Í pólitískum áherslum Bjartrar framtíðar, eins og þær eru fram settar á heimasíðu flokksins, segir: „Setjum þjóðinni nýja stjórnarskrá á grunni tillagna Stjórnlagaráðs, í sem mestri sátt. Vöndum okkur.“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar í útvarpsviðtali í aðdraganda kosninga að það væri eitt af helstu kosningamálum flokks síns að ekki yrði tekin upp ný stjórnarskrá á Íslandi.

Vilja ná sem bestri sátt

Stjórnarskrármál rötuðu þrátt fyrir það inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. Þar segir að unnið verði að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands á grundvelli þess viðamikla starfs sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Ríkisstjórnin muni bjóða öllum þingflokkum á Alþingi að skipa fulltrúa í þingmannanefnd sem muni starfa með færustu sérfræðingum á sviði stjórnskipunar að sem bestri sátt um tillögur að breytingum sem verði lagðar fram eigi síðar en árið 2019. Samkvæmt Benedikt er sú vinna nú að fara að hefjast.

Í stjórnarsáttmálanum segir að það sé sérstakt markmið að „breytingatillögur fái góða kynningu og umræðu fyrir framlagningu á Alþingi og vandaða þinglega meðferð sem eftir atvikum verði með opnum fundum. Hugað verði að breytingum á kjördæmaskipan með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefur af síðustu breytingum í þeim efnum. Kosningalöggjöf verði yfirfarin samhliða því starfi með það fyrir augum að hún verði einfaldari og miði að meira jafnræði í atkvæðavægi.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None