Vinna við breytingar á stjórnarskrá hefst á næstu vikum

Formaður Viðreisnar segir að breytingar á stjórnarskrá verði unnar í nánu samráði við alla flokka og að það starf muni hefjast á næstu vikum.

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar handsala stjórnarsáttmálann. Í honum er að finna ákvæði um stjórnarskrárbreytingar.
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar handsala stjórnarsáttmálann. Í honum er að finna ákvæði um stjórnarskrárbreytingar.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að hann reikni með því að starf við breyt­ingar á stjórn­ar­skrá Íslands í sam­ræmi við stefnu Við­reisnar og rík­is­stjórn­ar­innar muni hefj­ast á næstu vik­um. „Reynslan sýnir að það er tíma­frekt starf og erfitt og þarf að vinn­ast í nánu sam­ráði allra flokka. Ég reikna með að það hefj­ist á næstu vik­um.“

Á kjör­tíma­bil­inu sem stóð yfir 2009-2013 lagði stjórn­­laga­ráð, sem kosið var til af þjóð­inni, fram frum­varp um ­miklar breyt­ingar á stjórn­­­ar­­skrá íslenska lýð­veld­is­ins. Frum­varpið var lagt fram árið 2011. Kosið var um til­­lögur ráðs­ins haustið 2012 þar sem tveir af hverjum þremur sem tók þátt í kosn­­ing­unum sagð­ist vilja að til­­lögur ráðs­ins yrðu lagðar til grund­vallar nýrri stjórn­­­ar­­skrá. Í til­­lög­unum var meðal ann­­ars að finna ákvæði um að auð­lindir yrðu þjóð­­ar­­eign og að til­­­tekið hlut­­fall kosn­­inga­­bærra manna geti kraf­ist þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu.

Þar voru einnig til­­lögur um stór­tækar breyt­ingar á íslenska kosn­­inga­­kerf­inu þar sem lagt var til að heim­ila aukið per­­són­u­­kjör og að atkvæði lands­­manna myndu öll gilda jafn mik­ið, en mikið ósam­ræmi er í því vægi á milli lands­hluta í dag. Báðar til­­lög­­urnar voru sam­­þykktar með yfir­­­gnæf­andi meiri­hluta í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsl­unni í októ­ber 2012.

Þrátt fyrir það hafa þessar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá ekki orðið að veru­leika.

Auglýsing

Ekk­ert breytt­ist á síð­asta kjör­tíma­bili

Á síð­asta kjör­tíma­bili var skipuð þverpól­tísk stjórn­ar­skrár­nefnd sem skil­aði af sér nið­ur­stöðu í þremur frum­vörpum í byrjun árs í fyrra. Fyrsta var um ákvæði um auð­lind­ir nátt­úru Íslands og að þær séu þjóð­­ar­­eign. Annað frum­varpið um um­hverfi og nátt­úru þar sem mælt er fyr­ir um ábyrgð á vernd nátt­úru og að var­úð­­ar- og lang­­­tíma­­­sjón­­­ar­mið verði höfð að leið­­ar­­ljósi. Ekki náð­ist sátt um að ráð­ast í þessar breyt­ingar á síð­asta kjör­tíma­bili.

Í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga voru ýmsir flokkar með breyt­ingar á stjórn­ar­skrá á stefnu­skrá sinni. Þar á meðal voru bæði Björt Fram­tíð og Við­reisn, sem nú sitja í rík­is­stjórn. Á heima­síðu Við­reisn­ar,undir liðnum „Mál­efn­in“, segir um stjórn­ar­skrár­mál:„Ná þarf sam­komu­lagi um heild­stætt, skýrt og tíma­sett ferli sem hefur að mark­miði að til verði ný stjórn­ar­skrá. Það ferli á að taka mið af til­lögum Stjórn­laga­ráðs og annarri vinnu að breyt­ingum á síð­ari stig­um.“ Í póli­tískum áherslum Bjartrar fram­tíð­ar, eins og þær eru fram settar á heima­síðu flokks­ins, seg­ir: „Setjum þjóð­inni nýja stjórn­ar­skrá á grunni til­lagna Stjórn­laga­ráðs, í sem mestri sátt. Vöndum okk­ur.“

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði hins vegar í útvarps­við­tali í aðdrag­anda kosn­inga að það væri eitt af helstu kosn­inga­málum flokks síns að ekki yrði tekin upp ný stjórn­ar­skrá á Íslandi.

Vilja ná sem bestri sátt

Stjórn­ar­skrár­mál röt­uðu þrátt fyrir það inn í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­son­ar. Þar segir að unnið verði að end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins Íslands á grund­velli þess viða­mikla starfs sem átt hefur sér stað und­an­farin ár. Rík­is­stjórnin muni bjóða öllum þing­flokkum á Alþingi að skipa full­trúa í þing­manna­nefnd sem muni starfa með fær­ustu sér­fræð­ingum á sviði stjórn­skip­unar að sem bestri sátt um til­lögur að breyt­ingum sem verði lagðar fram eigi síðar en árið 2019. Sam­kvæmt Bene­dikt er sú vinna nú að fara að hefj­ast.

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum segir að það sé sér­stakt mark­mið að „breyt­inga­til­lögur fái góða kynn­ingu og umræðu fyrir fram­lagn­ingu á Alþingi og vand­aða þing­lega með­ferð sem eftir atvikum verði með opnum fund­um. Hugað verði að breyt­ingum á kjör­dæma­skipan með hlið­sjón af þeirri reynslu sem feng­ist hefur af síð­ustu breyt­ingum í þeim efn­um. Kosn­inga­lög­gjöf verði yfir­farin sam­hliða því starfi með það fyrir augum að hún verði ein­fald­ari og miði að meira jafn­ræði í atkvæða­væg­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None