Bjarni: Fyrsta kosningamál að standa gegn kerfisbreytingum

Bjarni Benediktsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn muni standa gegn kerfisbreytingum og nýrri stjórnarskrá í næstu kosningum. Þar muni hann líka vera með málefni ungs fólks og velferðarmál á oddinum.

bjarni
Auglýsing

 Helsta kosn­inga­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um verður að verja stöð­ug­leika á Íslandi með því að standa gegn kerf­is­breyt­ing­um og nýrri stjórn­ar­skrá. Auk þess muni flokk­ur­inn beita sér fyrir bættri stöð­u ungs fólks og í vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­málum á breiðum grund­velli. Þetta kom fram í við­tali við Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í útvarps­þætt­inum Sprengisandi í morg­un.

Þar ræddi hann einnig um þátt­töku föð­ur­bróður hans  í kaupum á Borg­un, sam­skipti fyrr­ver­and­i ­for­sæt­is­ráð­herra og for­seta Íslands í byrjun apríl þegar rík­is­stjórn Sig­mund­ar Da­víðs Gunn­laugs­sonar féll og um sölu rík­is­eigna.

Getur ekki látið hagn­að „ein­hvers frænda“ trufla sig 

Páll spurði Bjarna út í aflands­fé­laga­eign hans sjálfs og ­föður hans og hvort hún þvæld­ist fyrir honum í stjórn­málum dags­ins í dag. ­Sömu­leiðis spurði Páll Bjarna um hvort Borg­un­ar­mál­ið, þar sem Einar Sveins­son ­föð­ur­bróðir Bjarna var gróða­meg­in, þvæld­ist fyrir hon­um. Bjarni sagði engan hafa geta sýnt fram á að hann hafi komið að Borg­un­ar­mál­inu með nokkrum hætt­i. Þótt „ein­hver frændi“ hans hafi hagn­ast þá geti hann ekki látið það trufla sig. Lands­bank­inn hafi alfarið borið ábyrgð á mál­inu.

Auglýsing

Það sé líka frá­leitt að halda því fram að hann hafi sýnt tregð­u ­gagn­vart því að kaupa skatta­gögn sem sýndu aflands­fé­laga­eign Íslend­inga, vegna þess að hann væri sjálfur í gögn­un­um. Hann hefði ávallt skráð félagið með­ réttum hætti í skatta­gögn­um. Þetta séu póli­tískar árásir sem hann sé orð­inn van­ur. Minna sé hins vegar um að ráð­ist sé á stefnu Bjarna, sem sýni að menn eigi „lítið í hann“ á þeim vett­vangi.

Bank­inn hafi við­ur­kennt mis­tök

Páll ræddi nokkuð mikið um Borg­un­málið svo­kall­aða við Bjarna og benti meðal ann­ars á að banka­stjóri Lands­bank­ans, Stein­þór Páls­son, sitji áfram og nýr for­maður banka­ráðs Lands­bank­ans hafi setið í því þegar ákvörðun um ­söl­una á Borgun var tek­in.

Bjarni svar­aði því til að ekki mætti gera lítið úr því að bank­inn hefði við­ur­kennt mis­tök í mál­inu og breytt verk­lagi. Bank­inn hefði brugð­ist við með skýrum hætti. Ef hann færi sem fjár­mála­ráð­herra að vísa ­mönnum úr stólum sínum þá væri hann kom­inn út fyrir þann ramma sem sé til stað­ar í lög­um. Bjarni skipi í stjórn Banka­sýslu rík­is­ins sem ráði síðan stjórn­ ­bank­ans og hún ráði banka­stjór­ann.

Umræðan ein­kenni­leg

Bjarni ræddi einnig um sölu þeirra miklu rík­is­eigna sem nú er framund­an. Hann telur fólk treysta rík­is­stjórn­inni til að selja þær eign­ir. Grein­ar­mun verði að gera á bönk­unum tveim­ur, Lands­bank­anum og Íslands­banka, sem ekki standi til að selja á þessu ári og þar af leið­andi ekki í tíð þess­ar­ar ­rík­is­stjórn­ar. Til að selja bank­anna verði að vera breið sátt.

Umræðan um sölu á stöð­ug­leika­fram­lag­inu sé hins vegar ein­kenni­leg. Þau séu pen­inga­legar eignir og kröfur sem mjög auð­v­let sé að koma í verð. Síð­an ­séu þar að finna skráð og óskráð hluta­bréf. Ríkið hafi ekk­ert að gera með skráð hluta­bréf og mik­ill áhugi sé þegar kom­inn fram frá fyrr­ver­andi eig­endum óskráðu bréf­anna um að kaupa þau. Leiðin til þess að losa um þær eignir sé að bjóða þær út og hafa gott jafn­vægi milli þess að hámarka verðið og að hafa fyr­ir­komu­lag­ið á söl­unni þannig að öllum gef­ist jöfn tæki­færi til að bjóða.

Trún­að­ar­brestur milli Sig­mundar Dav­íðs og for­seta

Í upp­hafi við­tals­ins ræddi Bjarni um að það hefði orð­ið ­trún­að­ar­brestur milli Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­and­i ­for­sæt­is­ráð­herra, og Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, í byrjun apr­íl þegar Ólafur Ragnar hélt blaða­manna­fund til að útskýra ákvörðun sína um að ­synja Sig­mundi Davíð um heim­ild til þing­rofs. Bjarni sagð­ist hafa setið með­ ­Sig­mundi Davíð milli klukkan níu og tíu þá um morg­un­inn, og þar hafi hann ekki látið þess getið að hann væri á leið til Bessa­staða að óska eftir heim­ild til­ ­þing­rofs. Það hafi hann hins vegar gert klukkan tólf. „Þetta var allt mjög ó­vana­leg­t," segir Bjarn­i. 

Bjarni stað­festi í við­tal­inu, með fyr­ir­vara, að kosn­ingar verð­i í októ­ber. Sá fyr­ir­vari sé sem fyrr að þing­störf gangi fram með eði­legum hætt­i. Þessa dag­anna gangi þingið þó vel og mál fái fram að ganga.

Aðspurður um hver þrjú helstu kosn­inga­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins verði í haust sagði Bjarni að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi í fyrsta lagi beita ­sér fyrir áfram­hald­andi stöð­ug­leika í land­inu og að ríkið verði rekið með­ á­byrgum hætti. Að passað yrði upp á að kerfum verði ekki koll­varpað og að ekki verð­i ­tekin upp ný stjórn­ar­skrá. Í öðru lagi þyrfti að koma betur til móts við yngst­u kyn­slóð­irnar í land­inu, sér­stak­lega varð­andi hús­næð­is­kaup. Staða hennar sé þó ­bjart­ari en staða ungs fólks hafi nokkru sinni ver­ið. Í þriðja lagi verði vel­ferð­ar­mál og heil­brigð­is­mál í breiðum skiln­ingi kosn­inga­mál. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None