Vinna við breytingar á stjórnarskrá hefst á næstu vikum

Formaður Viðreisnar segir að breytingar á stjórnarskrá verði unnar í nánu samráði við alla flokka og að það starf muni hefjast á næstu vikum.

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar handsala stjórnarsáttmálann. Í honum er að finna ákvæði um stjórnarskrárbreytingar.
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar handsala stjórnarsáttmálann. Í honum er að finna ákvæði um stjórnarskrárbreytingar.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að hann reikni með því að starf við breyt­ingar á stjórn­ar­skrá Íslands í sam­ræmi við stefnu Við­reisnar og rík­is­stjórn­ar­innar muni hefj­ast á næstu vik­um. „Reynslan sýnir að það er tíma­frekt starf og erfitt og þarf að vinn­ast í nánu sam­ráði allra flokka. Ég reikna með að það hefj­ist á næstu vik­um.“

Á kjör­tíma­bil­inu sem stóð yfir 2009-2013 lagði stjórn­­laga­ráð, sem kosið var til af þjóð­inni, fram frum­varp um ­miklar breyt­ingar á stjórn­­­ar­­skrá íslenska lýð­veld­is­ins. Frum­varpið var lagt fram árið 2011. Kosið var um til­­lögur ráðs­ins haustið 2012 þar sem tveir af hverjum þremur sem tók þátt í kosn­­ing­unum sagð­ist vilja að til­­lögur ráðs­ins yrðu lagðar til grund­vallar nýrri stjórn­­­ar­­skrá. Í til­­lög­unum var meðal ann­­ars að finna ákvæði um að auð­lindir yrðu þjóð­­ar­­eign og að til­­­tekið hlut­­fall kosn­­inga­­bærra manna geti kraf­ist þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu.

Þar voru einnig til­­lögur um stór­tækar breyt­ingar á íslenska kosn­­inga­­kerf­inu þar sem lagt var til að heim­ila aukið per­­són­u­­kjör og að atkvæði lands­­manna myndu öll gilda jafn mik­ið, en mikið ósam­ræmi er í því vægi á milli lands­hluta í dag. Báðar til­­lög­­urnar voru sam­­þykktar með yfir­­­gnæf­andi meiri­hluta í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsl­unni í októ­ber 2012.

Þrátt fyrir það hafa þessar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá ekki orðið að veru­leika.

Auglýsing

Ekk­ert breytt­ist á síð­asta kjör­tíma­bili

Á síð­asta kjör­tíma­bili var skipuð þverpól­tísk stjórn­ar­skrár­nefnd sem skil­aði af sér nið­ur­stöðu í þremur frum­vörpum í byrjun árs í fyrra. Fyrsta var um ákvæði um auð­lind­ir nátt­úru Íslands og að þær séu þjóð­­ar­­eign. Annað frum­varpið um um­hverfi og nátt­úru þar sem mælt er fyr­ir um ábyrgð á vernd nátt­úru og að var­úð­­ar- og lang­­­tíma­­­sjón­­­ar­mið verði höfð að leið­­ar­­ljósi. Ekki náð­ist sátt um að ráð­ast í þessar breyt­ingar á síð­asta kjör­tíma­bili.

Í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga voru ýmsir flokkar með breyt­ingar á stjórn­ar­skrá á stefnu­skrá sinni. Þar á meðal voru bæði Björt Fram­tíð og Við­reisn, sem nú sitja í rík­is­stjórn. Á heima­síðu Við­reisn­ar,undir liðnum „Mál­efn­in“, segir um stjórn­ar­skrár­mál:„Ná þarf sam­komu­lagi um heild­stætt, skýrt og tíma­sett ferli sem hefur að mark­miði að til verði ný stjórn­ar­skrá. Það ferli á að taka mið af til­lögum Stjórn­laga­ráðs og annarri vinnu að breyt­ingum á síð­ari stig­um.“ Í póli­tískum áherslum Bjartrar fram­tíð­ar, eins og þær eru fram settar á heima­síðu flokks­ins, seg­ir: „Setjum þjóð­inni nýja stjórn­ar­skrá á grunni til­lagna Stjórn­laga­ráðs, í sem mestri sátt. Vöndum okk­ur.“

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði hins vegar í útvarps­við­tali í aðdrag­anda kosn­inga að það væri eitt af helstu kosn­inga­málum flokks síns að ekki yrði tekin upp ný stjórn­ar­skrá á Íslandi.

Vilja ná sem bestri sátt

Stjórn­ar­skrár­mál röt­uðu þrátt fyrir það inn í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­son­ar. Þar segir að unnið verði að end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins Íslands á grund­velli þess viða­mikla starfs sem átt hefur sér stað und­an­farin ár. Rík­is­stjórnin muni bjóða öllum þing­flokkum á Alþingi að skipa full­trúa í þing­manna­nefnd sem muni starfa með fær­ustu sér­fræð­ingum á sviði stjórn­skip­unar að sem bestri sátt um til­lögur að breyt­ingum sem verði lagðar fram eigi síðar en árið 2019. Sam­kvæmt Bene­dikt er sú vinna nú að fara að hefj­ast.

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum segir að það sé sér­stakt mark­mið að „breyt­inga­til­lögur fái góða kynn­ingu og umræðu fyrir fram­lagn­ingu á Alþingi og vand­aða þing­lega með­ferð sem eftir atvikum verði með opnum fund­um. Hugað verði að breyt­ingum á kjör­dæma­skipan með hlið­sjón af þeirri reynslu sem feng­ist hefur af síð­ustu breyt­ingum í þeim efn­um. Kosn­inga­lög­gjöf verði yfir­farin sam­hliða því starfi með það fyrir augum að hún verði ein­fald­ari og miði að meira jafn­ræði í atkvæða­væg­i.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None