Moody's: Losun hafta styrkir lánshæfi ríkisins og fjármálageirans

Losun hafta getur opnað fyrir erlenda fjárfestingu og styrkt stoðir hagkerfisins.

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri.
Auglýsing

Láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækið Moody's metur losun fjár­magns­hafta á almenn­ing, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóði sem jákvætt skref fyrir hag­kerf­ið. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Seðla­banka Íslands. Eru aðgerð­irnar 14. mars, þar sem fjár­magns­höft voru afnumin að mestu, sagðar hafa opna á frek­ari erlenda fjár­fest­ingu á Íslandi, og er sér­stak­lega vikið að því í til­kynn­ingu Seðla­banka Íslands að „sam­keppn­is­hæfar og græn­ar“ orku­auð­lindir komi til greina í þeim efn­um.

Þá segir í til­kynn­ingu, að með síð­asta sam­komu­lagi við aflandskrónu­eig­endur muni Seðla­bank­inn nota hluta gjald­eyr­is­forð­ans til þess að kaupa um helm­ing af eft­ir­stand­andi aflandskrónu­eignum (um 90 millj­arðar króna) á evru­gengi 137,5. Þetta er betra gengi fyrir fjár­festa en 190 krón­urnar sem boðnar voru í júní. Með því að greiða upp krónu­skuld­irnar sem eru að mestu í rík­is­skulda­bréfum forð­ast Seðla­bank­inn þá röskun sem hlyt­ist af því að miklum eignum væri skipt sam­tímis á inn­lenda gjald­eyr­is­mark­aðn­um. Með sam­komu­lag­inu um að kaupa aflandskrón­urnar lauk einnig umdeildum kafla í sam­skiptum við fjár­festa, segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Til­kynn­ing Seðla­bank­ans, er varðar mati Moody's, fer hér á eftir í heild sinn­i. 

„Hinn 14. mars sl. voru fjár­magns­höft afnumin að mestu. Með því voru send út skil­boð um að efna­hags­lífið væri komið í eðli­legt horf eftir meira en átta ár frá hruni 90% af banka­kerf­in­u. Þessi aðgerð er jákvæð fyrir láns­hæfi vegna þess að Moody´s telur að þetta leiði til meiri beinn­ar fjár­fest­ingar erlend­is, svo sem fjár­fest­ingar sem bein­ist að sam­keppn­is­hæfum og græn­um orku­lind­um. Þótt ný fjár­fest­ing væri ekki heft er lík­legt að veru­leg útgjöldum vegna umsýslu­kostn­að­ar­ af völdum haft­anna hafi fælt fyr­ir­tæki frá­. Eftir að Seðla­bank­inn náði sam­komu­lagi um síð­ustu helgi um kaup á veru­legum hluta aflandskrónu­eigna varð unnt að losa höft­in. Þetta eru eignir í íslenskum krónum að mestu í eigu erlenda að­ila sem læst­ust inni vegna hafta. Áætlað er að um 200 millj­arðar (um 8% af VLF) hafi ver­ið eft­ir­stand­andi eftir 22 upp­boð á vegum Seðla­bank­ans síð­ast liðin 5½ ár. Þau lækk­uðu þessa ­tölu úr 42% af VLF árið 2008 þegar höftin voru sett á. Nærri 99% af síð­ustu eig­end­um aflandskróna tóku þátt í upp­boð­inu í júní 2016. Þeim fáu fjár­festum sem ekki tóku þátt buð­ust betri kjör sem flestir gengu að. 

Hag­vöxtur er þegar mik­ill, að með­al­tali 10% árs­vöxtur á seinni helm­ingi árs­ins 2016. Hraði og um­fang end­ur­reisn­ar­innar sem kom í kjöl­far upp­gjörs þrota­búa föllnu bank­anna var til­efni þess að Moody´s hækk­aði láns­hæf­is­ein­kunn­ina í A3 í sept­em­ber 2016. Nýleg upp­sveifla bygg­is­t að­al­lega á ferða­þjón­ustu. Þess vegna væri bein erlend fjár­fest­ing til dæmis í orku­geir­anum leið til að auka fjöl­breytni í atvinnu­líf­inu. Afnám hafta mun einnig minnka „gróð­ur­húsa­á­hætt­u“ („hot­house effect“) þar sem heim­ili, líf­eyr­is­sjóðir og aðrir fjár­festar neyð­ast til að beina fjár­fest­ing­um inn­an­lands. Höftin þrýstu eigna­verði upp og juku áhættu fjár­festa vegna sam- ­þjöpp­un­ar. 

Með síð­asta sam­komu­lagi við aflandskrónu­eig­endur mun Seðla­bank­inn nota hluta gjald­eyr­is­forð­ans til þess að kaupa um helm­ing af eft­ir­stand­andi aflandskrónu­eignum (um 90 millj­arð­ar­ króna) á evru­gengi 137,5. Þetta er betra gengi fyrir fjár­festa en 190 krón­urnar sem boðnar vor­u í júní. Með því að greiða upp krónu­skuld­irnar sem eru að mestu í rík­is­skulda­bréfum forðast ­Seðla­bank­inn þá röskun sem hlyt­ist af því að miklum eignum væri skipt sam­tímis á inn­lenda gjald­eyr­is­mark­aðn­um. ­Með sam­komu­lag­inu um að kaupa aflandskrón­urnar lauk einnig umdeildum kafla í sam­skipt­u­m við fjár­festa. Ástæðan er sú að eftir upp­boðið í mars 2015 var fjár­festum meinað að end­ur­fjár­festa höf­uð­stól á gjald­föllnum skulda­bréf­um. Til­raunir fjár­festa til lög­sóknar fyrir dóm­stól­u­m inn­an­lands og erlendis báru ekki árangur með til­liti til þess að úrskurðað hafði verið að inn­leið­ing hafta var lög­leg. Breyttar reglur Seðla­bank­ans afnema nærri allar hindr­anir á gjald­eyr­is­flæði yfir landa­mæri. Þetta gefur inn­lendum aðilum kost á að taka þátt í við­skiptum með gjald­eyri, vörnum og lán­veit­ing­um ut­an­lands auk erlendrar fjár­fest­ing­ar. Skila­skylda inn­lendra aðila og útflytj­enda var einnig afnum­in. 

Höft eru ennþá á afleiðu­við­skipti án varna og aflandskrónu­eig­endur sem standa utan síð­asta sam­komu­lags. Hindr­anir sem miða að því að draga úr vaxta­mun­ar­við­skiptum eru enn til staðar til að minnka fjár­strauma byggða á spá­kaup­mennsku. Af­nám hafta kemur í kjöl­far bættra efna­hags­legra og fjár­mála­legra skil­yrða. Stöðugt betri við­skipta­jöfn­uður (8% af VLF 2016) og hrein erlend skulda­staða (1,1% af VLF í árs­lok 2016) hafa dregið svo úr hættu á þrýst­ingi á greiðslu­jöfnuð að höftin eru ekki lengur nauð­syn­leg að mati Moody´s. Losun hafta seint á árinu 2016 og snemma árs 2017 á inn­lenda aðila setti lít­inn ­þrýst­ing á gjald­eyr­is­mark­að. Ástæðan var að fjár­magns­flótti var mjög lít­ill vegna hag­stæðra skil­yrða inn­an­lands. Gjald­mið­ill­inn hefur styrkst í byrjun árs. Krónan lækk­aði um 4% gagn­vart ­Banda­ríkja­dal dag­inn eftir til­kynn­ing­una um afnám á sunnu­dag en hefur síðan styrkst aftur og er nú aðeins 1,4% lægri. 

Annar lyk­il­þáttur í tíma­setn­ingu á afnámi hafta var hve stór gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans er orð­inn. Fjár­hæð lauss fjár í forða (7,24 millj­arðar í lok febr­ú­ar) er fylli­lega nægj­an­leg til að ­kaupa aftur aflandskrónur og til að verj­ast þýst­ingi á greiðslu­jöfn­uð. Mikil og vax­andi stækk­un ­forða var afleið­ing mik­ils afgangs á við­skipta­jöfn­uði og inn­gripa Seðla­bank­ans á gjald­eyr­is­mark­að­i. Auk þess hefur Seðla­bank­inn sett upp fjár­streym­is­tæki (CFM) - það er bindi­skyldu á er­lenda skamm­tíma­fjár­fest­ingu - sem miðar að því að tak­marka inn­flæði af völdum spá­kaup­mennsku ­sem sækir í hærri inn­lenda vexti. Slíkt inn­flæði átti þátt í fjár­málakrepp­unni 2008. Af­nám hafta á inn- og útflæði frá land­inu mun einnig gagn­ast fjár­mála­geir­an­um.

Fjár­mála­stofn­an­ir ­geta fjár­fest erlendis til að dreifa áhættu. Líf­eyr­is­sjóðum hafði verið gefið auk­ið svig­rúm til að fjár­festa erlendis á síð­ustu árum þannig að hindr­anir voru orðnar litl­ar. Samt mun opnun hag­kerf­is­ins styrkja eft­ir­spurn eftir banka­lánum sem juk­ust þegar á árinu 2016. Hefð­bundin útlán til heim­ila og fyr­ir­tækja juk­ust 2016. Fjár­streym­is­tækið ætti að verja efna­hags­reikn­inga banka fyrir ósjálf­bærum vexti af völdum til­rauna til vaxta­mun­ar­við­skipta. Moody´s væntir þess einnig að stjórn­völd og Seðla­banki séu til­búin til að inn­leiða frekari ­þjóð­hags­var­úð­ar­ráð­staf­anir ef þær reyn­ast nauð­syn­legar til þess að tak­marka áhættu vegna þenslu í ferða­þjón­ust­u.“ 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None