„Algjörlega óviðunandi“ að vita ekki hverjir standa að baki kaupum í Arion

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því við forstjóra Fjármálaeftirlitsins að upplýst verði um endanlega eigendur í Arion banka. Hann segir óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standi þarna á bak við.

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir það „al­gjör­lega óvið­un­andi fyrir Íslend­inga“ að vita ekki hverjir standi á bak við kaup á tæp­lega 30 pró­senta hlut í Arion banka. Hann hafi haft sam­band við for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um það að upp­lýst verði hverjir séu end­an­legir eig­endur þess­ara hluta. 

Í gær var til­­kynnt um að þrír vog­un­­ar­­sjóð­ir, Taconic Capi­­talOch-ZiffCapi­­tal og Attestor Capi­tal, og Gold­man Sachs-­­bank­inn hefðu saman keypt 29,18 pró­­sent hlut í Arion banka. Kaup­verðið eru 48,8 millj­­arðar króna og selt var í lok­uðu útboði. Fjár­­­fest­­arnir fá einnig kaup­rétt á 21,9 pró­­sent hlut til við­­bótar á verði sem hefur ekki verið upp­­­gef­ið, en er sagt hærra en það sem þeir greiddu í þess­­ari lotu. Ekk­ert liggur hins vegar fyrir um það hverjir eru end­an­legir eig­endur þess fjár sem verið er að nota.

Fjár­mála­eft­ir­litið til­kynnti svo í dag að það muni ekki fara yfir hæfi vog­un­ar­sjóð­anna til að fara með virkan eign­ar­hlut í bank­an­um. Til að FME meti hæfi aðila til að fara með virkan eign­­ar­hlut þurfa þeir að eiga í minnsta lagi tíu pró­­sent hlut, en tveir þeirra keyptu 9,99 pró­senta hlut.

Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, spurði Bene­dikt út í málið í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag. Hún tal­aði meðal ann­ars um mik­il­vægi þess að upp­lýsa um end­an­lega eig­endur og sagði að þessi tala, 9,99 pró­sent, væri vænt­an­lega ekki til­vilj­un. Því sagð­ist Bene­dikt vera sam­mála, það sé mjög ólík­legt að talan sé til­vilj­un. „Ég vil líka taka undir með hátt­virtum þing­manni að það er afar mik­il­vægt í slíkum til­vikum að vita hverjir eru end­an­legir eig­end­ur, það er að segja hverjir eiga þessa sjóði sem um ræð­ir.“ 

Hann sagði rétt að upp­lýsa að það væri ekki fjár­mála­ráðu­enytið sem metur hæfi manna til að fara með eign­ar­hlut, heldur Fjár­mála­eft­ir­lit­ið. „Þó almenna reglan sé að miðað sé við 10 pró­sent eign­ar­hald þá getur Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, ef eign­ar­hald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga veru­legan eign­ar­hlut eða eign­ar­hlut sem er lík­legur til að vera ráð­andi sér­stak­lega þótt töl­unni 10 pró­sent sé ekki náð.“ Þetta þyrfti að fara yfir, en honum væri ekki kunn­ugt um að kaup­end­urnir væru tengdir aðilar í skiln­ingi laga. 

„Kannski eru þeir ekki tengdir aðilar en þeir ráð­ast sam­eigin­elga í þessi kaup. Þarf ekki Fjár­mála­eft­ir­litið að kanna hæfi þeirra?“ spurði Katrín þá ráð­herr­ann. Hún sagði það algjört prinsipp­mál og spurn­ing um almanna­hags­muni, og spurði hvernig ráð­herr­ann hygð­ist tryggja að þetta yrði gert. 

Því svar­aði Bene­dikt að hann hefði haft sam­band við for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vegna máls­ins, og það væri „al­gjör­lega óvið­un­andi fyrir Íslend­inga að vita ekki hverjir standa þarna á bak við.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None