#efnahagsmál#stjórnmál

„Algjörlega óviðunandi“ að vita ekki hverjir standa að baki kaupum í Arion

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því við forstjóra Fjármálaeftirlitsins að upplýst verði um endanlega eigendur í Arion banka. Hann segir óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standi þarna á bak við.

Bene­dikt Jóhann­es­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir það „al­gjör­lega óvið­un­andi fyrir Íslend­inga“ að vita ekki hverjir standi á bak við kaup á tæp­lega 30 pró­senta hlut í Arion banka. Hann hafi haft sam­band við for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um það að upp­lýst verði hverjir séu end­an­legir eig­endur þess­ara hluta. 

Í gær var til­­kynnt um að þrír vog­un­­ar­­sjóð­ir, Taconic Capi­­talOch-ZiffCapi­­tal og Attestor Capi­tal, og Gold­man Sachs-­­bank­inn hefðu saman keypt 29,18 pró­­sent hlut í Arion banka. Kaup­verðið eru 48,8 millj­­arðar króna og selt var í lok­uðu útboði. Fjár­­­fest­­arnir fá einnig kaup­rétt á 21,9 pró­­sent hlut til við­­bótar á verði sem hefur ekki verið upp­­­gef­ið, en er sagt hærra en það sem þeir greiddu í þess­­ari lotu. Ekk­ert liggur hins vegar fyrir um það hverjir eru end­an­legir eig­endur þess fjár sem verið er að nota.

Fjár­mála­eft­ir­litið til­kynnti svo í dag að það muni ekki fara yfir hæfi vog­un­ar­sjóð­anna til að fara með virkan eign­ar­hlut í bank­an­um. Til að FME meti hæfi aðila til að fara með virkan eign­­ar­hlut þurfa þeir að eiga í minnsta lagi tíu pró­­sent hlut, en tveir þeirra keyptu 9,99 pró­senta hlut.

Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, spurði Bene­dikt út í málið í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag. Hún tal­aði meðal ann­ars um mik­il­vægi þess að upp­lýsa um end­an­lega eig­endur og sagði að þessi tala, 9,99 pró­sent, væri vænt­an­lega ekki til­vilj­un. Því sagð­ist Bene­dikt vera sam­mála, það sé mjög ólík­legt að talan sé til­vilj­un. „Ég vil líka taka undir með hátt­virtum þing­manni að það er afar mik­il­vægt í slíkum til­vikum að vita hverjir eru end­an­legir eig­end­ur, það er að segja hverjir eiga þessa sjóði sem um ræð­ir.“ 

Hann sagði rétt að upp­lýsa að það væri ekki fjár­mála­ráðu­enytið sem metur hæfi manna til að fara með eign­ar­hlut, heldur Fjár­mála­eft­ir­lit­ið. „Þó almenna reglan sé að miðað sé við 10 pró­sent eign­ar­hald þá getur Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, ef eign­ar­hald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga veru­legan eign­ar­hlut eða eign­ar­hlut sem er lík­legur til að vera ráð­andi sér­stak­lega þótt töl­unni 10 pró­sent sé ekki náð.“ Þetta þyrfti að fara yfir, en honum væri ekki kunn­ugt um að kaup­end­urnir væru tengdir aðilar í skiln­ingi laga. 

„Kannski eru þeir ekki tengdir aðilar en þeir ráð­ast sam­eigin­elga í þessi kaup. Þarf ekki Fjár­mála­eft­ir­litið að kanna hæfi þeirra?“ spurði Katrín þá ráð­herr­ann. Hún sagði það algjört prinsipp­mál og spurn­ing um almanna­hags­muni, og spurði hvernig ráð­herr­ann hygð­ist tryggja að þetta yrði gert. 

Því svar­aði Bene­dikt að hann hefði haft sam­band við for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vegna máls­ins, og það væri „al­gjör­lega óvið­un­andi fyrir Íslend­inga að vita ekki hverjir standa þarna á bak við.“

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiInnlent
None