„Algjörlega óviðunandi“ að vita ekki hverjir standa að baki kaupum í Arion

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því við forstjóra Fjármálaeftirlitsins að upplýst verði um endanlega eigendur í Arion banka. Hann segir óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standi þarna á bak við.

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir það „al­gjör­lega óvið­un­andi fyrir Íslend­inga“ að vita ekki hverjir standi á bak við kaup á tæp­lega 30 pró­senta hlut í Arion banka. Hann hafi haft sam­band við for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um það að upp­lýst verði hverjir séu end­an­legir eig­endur þess­ara hluta. 

Í gær var til­­kynnt um að þrír vog­un­­ar­­sjóð­ir, Taconic Capi­­talOch-ZiffCapi­­tal og Attestor Capi­tal, og Gold­man Sachs-­­bank­inn hefðu saman keypt 29,18 pró­­sent hlut í Arion banka. Kaup­verðið eru 48,8 millj­­arðar króna og selt var í lok­uðu útboði. Fjár­­­fest­­arnir fá einnig kaup­rétt á 21,9 pró­­sent hlut til við­­bótar á verði sem hefur ekki verið upp­­­gef­ið, en er sagt hærra en það sem þeir greiddu í þess­­ari lotu. Ekk­ert liggur hins vegar fyrir um það hverjir eru end­an­legir eig­endur þess fjár sem verið er að nota.

Fjár­mála­eft­ir­litið til­kynnti svo í dag að það muni ekki fara yfir hæfi vog­un­ar­sjóð­anna til að fara með virkan eign­ar­hlut í bank­an­um. Til að FME meti hæfi aðila til að fara með virkan eign­­ar­hlut þurfa þeir að eiga í minnsta lagi tíu pró­­sent hlut, en tveir þeirra keyptu 9,99 pró­senta hlut.

Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, spurði Bene­dikt út í málið í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag. Hún tal­aði meðal ann­ars um mik­il­vægi þess að upp­lýsa um end­an­lega eig­endur og sagði að þessi tala, 9,99 pró­sent, væri vænt­an­lega ekki til­vilj­un. Því sagð­ist Bene­dikt vera sam­mála, það sé mjög ólík­legt að talan sé til­vilj­un. „Ég vil líka taka undir með hátt­virtum þing­manni að það er afar mik­il­vægt í slíkum til­vikum að vita hverjir eru end­an­legir eig­end­ur, það er að segja hverjir eiga þessa sjóði sem um ræð­ir.“ 

Hann sagði rétt að upp­lýsa að það væri ekki fjár­mála­ráðu­enytið sem metur hæfi manna til að fara með eign­ar­hlut, heldur Fjár­mála­eft­ir­lit­ið. „Þó almenna reglan sé að miðað sé við 10 pró­sent eign­ar­hald þá getur Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, ef eign­ar­hald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga veru­legan eign­ar­hlut eða eign­ar­hlut sem er lík­legur til að vera ráð­andi sér­stak­lega þótt töl­unni 10 pró­sent sé ekki náð.“ Þetta þyrfti að fara yfir, en honum væri ekki kunn­ugt um að kaup­end­urnir væru tengdir aðilar í skiln­ingi laga. 

„Kannski eru þeir ekki tengdir aðilar en þeir ráð­ast sam­eigin­elga í þessi kaup. Þarf ekki Fjár­mála­eft­ir­litið að kanna hæfi þeirra?“ spurði Katrín þá ráð­herr­ann. Hún sagði það algjört prinsipp­mál og spurn­ing um almanna­hags­muni, og spurði hvernig ráð­herr­ann hygð­ist tryggja að þetta yrði gert. 

Því svar­aði Bene­dikt að hann hefði haft sam­band við for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vegna máls­ins, og það væri „al­gjör­lega óvið­un­andi fyrir Íslend­inga að vita ekki hverjir standa þarna á bak við.“

Meira úr sama flokkiInnlent
None