#efnahagsmál#stjórnmál

„Algjörlega óviðunandi“ að vita ekki hverjir standa að baki kaupum í Arion

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því við forstjóra Fjármálaeftirlitsins að upplýst verði um endanlega eigendur í Arion banka. Hann segir óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standi þarna á bak við.

Bene­dikt Jóhann­es­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir það „al­gjör­lega óvið­un­andi fyrir Íslend­inga“ að vita ekki hverjir standi á bak við kaup á tæp­lega 30 pró­senta hlut í Arion banka. Hann hafi haft sam­band við for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um það að upp­lýst verði hverjir séu end­an­legir eig­endur þess­ara hluta. 

Í gær var til­­kynnt um að þrír vog­un­­ar­­sjóð­ir, Taconic Capi­­talOch-ZiffCapi­­tal og Attestor Capi­tal, og Gold­man Sachs-­­bank­inn hefðu saman keypt 29,18 pró­­sent hlut í Arion banka. Kaup­verðið eru 48,8 millj­­arðar króna og selt var í lok­uðu útboði. Fjár­­­fest­­arnir fá einnig kaup­rétt á 21,9 pró­­sent hlut til við­­bótar á verði sem hefur ekki verið upp­­­gef­ið, en er sagt hærra en það sem þeir greiddu í þess­­ari lotu. Ekk­ert liggur hins vegar fyrir um það hverjir eru end­an­legir eig­endur þess fjár sem verið er að nota.

Fjár­mála­eft­ir­litið til­kynnti svo í dag að það muni ekki fara yfir hæfi vog­un­ar­sjóð­anna til að fara með virkan eign­ar­hlut í bank­an­um. Til að FME meti hæfi aðila til að fara með virkan eign­­ar­hlut þurfa þeir að eiga í minnsta lagi tíu pró­­sent hlut, en tveir þeirra keyptu 9,99 pró­senta hlut.

Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, spurði Bene­dikt út í málið í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag. Hún tal­aði meðal ann­ars um mik­il­vægi þess að upp­lýsa um end­an­lega eig­endur og sagði að þessi tala, 9,99 pró­sent, væri vænt­an­lega ekki til­vilj­un. Því sagð­ist Bene­dikt vera sam­mála, það sé mjög ólík­legt að talan sé til­vilj­un. „Ég vil líka taka undir með hátt­virtum þing­manni að það er afar mik­il­vægt í slíkum til­vikum að vita hverjir eru end­an­legir eig­end­ur, það er að segja hverjir eiga þessa sjóði sem um ræð­ir.“ 

Hann sagði rétt að upp­lýsa að það væri ekki fjár­mála­ráðu­enytið sem metur hæfi manna til að fara með eign­ar­hlut, heldur Fjár­mála­eft­ir­lit­ið. „Þó almenna reglan sé að miðað sé við 10 pró­sent eign­ar­hald þá getur Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, ef eign­ar­hald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga veru­legan eign­ar­hlut eða eign­ar­hlut sem er lík­legur til að vera ráð­andi sér­stak­lega þótt töl­unni 10 pró­sent sé ekki náð.“ Þetta þyrfti að fara yfir, en honum væri ekki kunn­ugt um að kaup­end­urnir væru tengdir aðilar í skiln­ingi laga. 

„Kannski eru þeir ekki tengdir aðilar en þeir ráð­ast sam­eigin­elga í þessi kaup. Þarf ekki Fjár­mála­eft­ir­litið að kanna hæfi þeirra?“ spurði Katrín þá ráð­herr­ann. Hún sagði það algjört prinsipp­mál og spurn­ing um almanna­hags­muni, og spurði hvernig ráð­herr­ann hygð­ist tryggja að þetta yrði gert. 

Því svar­aði Bene­dikt að hann hefði haft sam­band við for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vegna máls­ins, og það væri „al­gjör­lega óvið­un­andi fyrir Íslend­inga að vita ekki hverjir standa þarna á bak við.“

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Siri talar ekki enn íslensku.
Viltu vinna við íslensku hjá Amazon?
Amazon leitar að íslenskufræðingi með forritunarkunnáttu til að búa til íslenskt raddstýringarkerfi.
30. mars 2017 kl. 11:30
Margrét Erla Maack
Haltu kjafti, vertu sæt og skemmtu okkur
30. mars 2017 kl. 10:00
Látum hann hafa boltann
Gylfi Þór Sigurðsson, 27 ára gamall Hafnfirðingur, er kominn í hóp allra bestu leikmanna sem Ísland hefur átt. Líklega hefur enginn leikmaður í sögunni spilað jafn vel með landsliðinu.
30. mars 2017 kl. 9:00
Segja að mistök hafi átt sér stað við mengunarmælingar í Helguvík
Orkurannsóknir ehf. sem annast umhverfisvöktun við verksmiðju United Silicon í Helguvík segja að fyrri mælingar sem gefnar hafa verið út um innihald efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðjuna sé úr öllu samhengi við raunverulega losun frá United Silicon.
30. mars 2017 kl. 8:06
Höfuðstöðvar Arion Banka í Borgartúni í Reykjavík.
Hlutur í Arion banka sagður seldur á undirverði
Verðmat sem unnið var fyrir lífeyrissjóði sýnir að Arion banki gæti staði undir hærra verði.
30. mars 2017 kl. 8:00
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirritar bréf sitt til Donalds Tusk, forseta Evrópuráðsins, í Downingstræti 10 á þriðjudag.
May sótti um skilnað fyrir hönd Breta
„Takk fyrir og bless,“ sagði Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, þegar hann tók við bréfi frá forsætisráðherra Bretlands í Brussel. Frá og með deginum í dag eru tvö ár þar til Bretland yfirgefur Evrópusambandið.
29. mars 2017 kl. 21:00
Ágúst og Lýður nefndir í drögunum
Viðskiptaflétturnar sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur nú svipt hulunni af teygðu anga sína til aflandseyja.
29. mars 2017 kl. 19:43
Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson: Hvorki ríkissjóður né almenningur verr settir
ÓIafur Ólafsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar um blekkingar við kaup á Búnaðarbankanum. Hann hafnar því að hagnaður hans hafi verið vegna blekkinga.
29. mars 2017 kl. 17:11
Meira úr sama flokkiInnlent