Stendur enn til að skrá Arion banka á markað í haust

Fjárfestarnir sem keyptu 29,18 prósent í Arion banka í gær munu nýta sér kauprétt til að verða meirihlutaeigendur í bankanum áður en almennt útboð og skráning hans á markað fer fram.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans stendur enn til að skrá Arion banka á markað á Íslandi og Sví­þjóð, þrátt fyrir að fjórir erlendir aðilar hafi keypt 29,18 pró­sent hlut í bank­anum í gær. Stefnt er að því að skrán­ingin eigi sér stað í haust.

Áður en af henni verður mun hóp­ur­inn sem keypti stóran hlut í bank­anum í gær nýta for­kaups­rétt sinn á 21,9 pró­sent hlut til við­bótar og þar með eiga 51,08 pró­sent hlut í Arion banka. Verðið sem greitt verður fyrir síð­ari kaupin er yfir því kaup­verði sem greitt var í lok­aða útboð­inu sem lauk um helg­ina. Ekki fást hins vegar upp­lýs­ingar hjá Kaup­þingi um hvert verðið sem greitt verður fyrir 21,9 pró­sent hlut­inn á að vera.

Eftir mun standa 35,92 pró­sent hlutur sem seldur verður í aðdrag­anda skrán­ingar á mark­að. Til greina kem­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, að selja hluta þess hluta­fjár til fag­fjár­festa í stærri við­skiptum fyrir skrán­ingu og afgang­inn síðan í almennu útboði. Ljóst er að um verður að ræða stærstu skrán­ingu eft­ir­hrunsáranna, en eigið fé Arion banka var 211 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót.

Leynd yfir því hverjir eru end­an­legir eig­endur

Í gær var til­­kynnt að vog­un­­ar­­sjóð­irnir Taconic Capi­tal, Och-Ziff Capi­tal og Attestor Capi­tal hefðu ásamt fjár­­­fest­inga­­bank­­anum Gold­man Sachs keypt 29,18 pró­­sent hlut í Arion banka á 48,8 millj­­arða króna í lok­uðu útboði. Fjár­­­fest­­arnir fá einnig kaup­rétt á 21,9 pró­­sent hlut til við­­bótar á verði sem hefur ekki verið upp­­­gef­ið, en er sagt hærra en það sem þeir greiddu í þess­­ari lotu.

Auglýsing

Allir kaup­end­urnir eru á meðal eig­enda Kaup­þings, félags­ins sem seldi hlut­ina.

Þótt gefin hafi verið upp nöfn þeirra vog­un­­ar­­sjóða sem voru að kaupa hlut í íslenskum við­­skipta­­banka, og nafn fjár­­­fest­inga­­bank­ans Gold­man Sachs, þá liggur ekk­ert fyrir um hverjir það eru sem voru að kaupa Arion banka. Þ.e. hverjir séu end­an­­legir eig­endur þess fjár­­­magns sem verið er að nota. Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) mun auk þess ekki fara yfir æfi þeirra vog­un­­ar­­sjóða sem keyptu stóran hlut í Arion banka í gær til að fara með virkan eign­­ar­hlut í bank­an­­um. Ástæðan er sú að þeir tveir sjóðir sem tóku stærstu stöð­una, Taconic Capi­tal og Attestor Capi­tal, keyptu 9,99 pró­­sent hlut hvor. Til að FME meti hæfi aðila til að fara með virkan eign­­ar­hlut þurfa þeir að eiga í minnsta lagi tíu pró­­sent hlut.

Meira úr sama flokkiInnlent
None