Stendur enn til að skrá Arion banka á markað í haust

Fjárfestarnir sem keyptu 29,18 prósent í Arion banka í gær munu nýta sér kauprétt til að verða meirihlutaeigendur í bankanum áður en almennt útboð og skráning hans á markað fer fram.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans stendur enn til að skrá Arion banka á markað á Íslandi og Sví­þjóð, þrátt fyrir að fjórir erlendir aðilar hafi keypt 29,18 pró­sent hlut í bank­anum í gær. Stefnt er að því að skrán­ingin eigi sér stað í haust.

Áður en af henni verður mun hóp­ur­inn sem keypti stóran hlut í bank­anum í gær nýta for­kaups­rétt sinn á 21,9 pró­sent hlut til við­bótar og þar með eiga 51,08 pró­sent hlut í Arion banka. Verðið sem greitt verður fyrir síð­ari kaupin er yfir því kaup­verði sem greitt var í lok­aða útboð­inu sem lauk um helg­ina. Ekki fást hins vegar upp­lýs­ingar hjá Kaup­þingi um hvert verðið sem greitt verður fyrir 21,9 pró­sent hlut­inn á að vera.

Eftir mun standa 35,92 pró­sent hlutur sem seldur verður í aðdrag­anda skrán­ingar á mark­að. Til greina kem­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, að selja hluta þess hluta­fjár til fag­fjár­festa í stærri við­skiptum fyrir skrán­ingu og afgang­inn síðan í almennu útboði. Ljóst er að um verður að ræða stærstu skrán­ingu eft­ir­hrunsáranna, en eigið fé Arion banka var 211 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót.

Leynd yfir því hverjir eru end­an­legir eig­endur

Í gær var til­­kynnt að vog­un­­ar­­sjóð­irnir Taconic Capi­tal, Och-Ziff Capi­tal og Attestor Capi­tal hefðu ásamt fjár­­­fest­inga­­bank­­anum Gold­man Sachs keypt 29,18 pró­­sent hlut í Arion banka á 48,8 millj­­arða króna í lok­uðu útboði. Fjár­­­fest­­arnir fá einnig kaup­rétt á 21,9 pró­­sent hlut til við­­bótar á verði sem hefur ekki verið upp­­­gef­ið, en er sagt hærra en það sem þeir greiddu í þess­­ari lotu.

Auglýsing

Allir kaup­end­urnir eru á meðal eig­enda Kaup­þings, félags­ins sem seldi hlut­ina.

Þótt gefin hafi verið upp nöfn þeirra vog­un­­ar­­sjóða sem voru að kaupa hlut í íslenskum við­­skipta­­banka, og nafn fjár­­­fest­inga­­bank­ans Gold­man Sachs, þá liggur ekk­ert fyrir um hverjir það eru sem voru að kaupa Arion banka. Þ.e. hverjir séu end­an­­legir eig­endur þess fjár­­­magns sem verið er að nota. Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) mun auk þess ekki fara yfir æfi þeirra vog­un­­ar­­sjóða sem keyptu stóran hlut í Arion banka í gær til að fara með virkan eign­­ar­hlut í bank­an­­um. Ástæðan er sú að þeir tveir sjóðir sem tóku stærstu stöð­una, Taconic Capi­tal og Attestor Capi­tal, keyptu 9,99 pró­­sent hlut hvor. Til að FME meti hæfi aðila til að fara með virkan eign­­ar­hlut þurfa þeir að eiga í minnsta lagi tíu pró­­sent hlut.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None