FME segir að birta verði nöfn allra sem eigi yfir eitt prósent í banka

Fjármálaeftirlitið mun ekki meta hvort nýir eigendur Arion banka séu hæfir sem virkir eigendur. Stærstu nýju eigendurnir eiga 9,99 prósent en þurfa að eiga tíu prósent til að eftirlitið framkvæmi mat.

fme.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) var upp­lýst um kaup á eign­ar­hlut í Arion banka og var í aðdrag­anda þeirra í sam­skiptum við við­eig­andi aðila vegna máls­ins. Þá á Fjár­mála­eft­ir­litið von á til­kynn­ingum um virka eign­ar­hluti í Arion banka vegna mögu­legs auk­ins eign­ar­hlut­ar. Á grund­velli slíkra til­kynn­inga leggur Fjár­mála­eft­ir­litið mat á hæfi aðila til að fara með eign­ar­hlut­inn og aflar meðal ann­ars upp­lýs­inga um raun­veru­lega eig­endur þeirra. Þetta kemur fram í frétt á vef eft­ir­lits­ins.

Þar segir einnig: „Fjár­mála­eft­ir­litið vekur athygli á því að fjár­mála­fyr­ir­tækjum ber að til­greina nöfn og hlut­falls­legt eign­ar­hald allra þeirra sem eiga umfram eitt pró­sent hluta­fjár á heima­síðu sinni. Sé lög­að­ili eig­andi hluta­fjár umfram eitt pró­sent skal jafn­framt koma fram hvaða ein­stak­lingur eða ein­stak­lingar séu raun­veru­legir eig­endur við­kom­andi lög­að­ila.“

FME mun hins vegar ekki fara yfir hæfi þeirra vog­un­ar­sjóða sem keyptu stóran hlut í Arion banka í gær til að fara með virkan eign­ar­hlut í bank­an­um. Ástæðan er sú að þeir tveir sjóðir sem tóku stærstu stöð­una, Taconic Capi­­tal og Attestor Capi­tal, keyptu 9,99 pró­sent hlut hvor. Til að FME meti hæfi aðila til að fara með virkan eign­ar­hlut þurfa þeir að eiga í minnsta lagi tíu pró­sent hlut. 

Auglýsing

Í frétt FME seg­ir:„Með umræddum kaupum fjög­urra fjár­festa á tæp­lega 30 pró­sent eign­ar­hlut í Arion banka mynd­ast ekki nýr virkur eign­ar­hlutur í bank­anum þar sem ein­stakir fjár­festar fara með minna en 10% eign­ar­hlut. Kaupin hafa ekki áhrif á skil­yrði sem Fjár­mála­eft­ir­litið setti árið 2010 fyrir virkum eign­ar­hlut Kaup­þings í  gegnum eign­ar­halds­fé­lagið Kaup­skil í bank­anum sem m.a. tak­marka veru­lega áhrif hlut­hafa Kaup­þings á stjórnun bank­ans, en umræddir fjár­festar fara beint eða óbeint með eign­ar­hlut í Kaup­þingi. Fjár­mála­eft­ir­litið hefur áskilið sér rétt til að taka upp ofan­greind skil­yrði og hefur sett fram tíma­mörk í því skyni. Umræddum eign­ar­hlutum fylgir ekki atkvæð­is­réttur að svo stödd­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None