Aðkoma Hauck & Aufhäuser sögð aðeins til málamynda

Í bréfi rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðinguna á Búnaðarbankanum segir að aðkoma þýsks banka að viðskiptunum hafi verið eingöngu til málamynda.

Hauck &Aufhauser
Auglýsing

Aðkoma þýska bankans Hauck & Auf­häuser að kaupum á 45,8 prósenta eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands í ársbyrjun 2003 var í „reynd aðeins að nafni til“ að mati sérstakrar rannsóknarnefndar Alþingis og voru kaupin fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag, og vísað til bréfi rannsóknarnefndar Alþingis þar sem fyrrnefnd viðskipti eru til umfjöllunar.

„Samkvæmt gögnum sem nefndin hefur aflað sér verði ekki annað séð en „að fjárfesting Hauck & Auf­häuser í gegnum Eglu hf. í, og síðar með sama hætti eignarhald á, hlutum í Búnaðarbankanum hafi […] aðeins verið til málamynda og tímabundið“, auk þess sem þýska bankanum hafi verið „tryggt skaðleysi af þátttöku sinni í þessum viðskiptum“. Þetta kemur fram í bréfi rannsóknarnefndarinnar frá því 13. mars síðastliðinn sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í bréfinu segir að gögn og upplýsingar nefndarinnar „sýna að dagana áður en skrifað var undir kaupsamning Eglu hf. og annarra lögaðila (það er hins svonefnda S-hóps) um kaup á hlut íslenska ríkisins í Búnaðarbankanum hf. 16. janúar 2003, stóð hópur manna að gerð tveggja samninga varðandi hluti Hauck & Auf­häuser í Eglu hf. á milli annars vegar Hauck & Aufhäuser og hins vegar aflandsfélagsins Welling & Partners Limited, skráðu á Bresku-Jómfrúareyjum, sem Kaupþing hf. útvegaði til að standa að samningnum,“ segir í umfjöllun Fréttablaðsins.

Segir í umfjöllun Fréttablaðsins að þar hafi verið um að ræða svonefndan söluréttarsamning (e. Put Option Agreement) en hinn samningurinn varðaði veð- og tryggingaráðstafanir (e. Pledge and Security Agreement). Þeir sem stóðu að gerð þessara samninga, að því er kemur fram í bréfi nefndarinnar, voru meðal annars „nokkrir starfsmenn“ Kaupþings á Íslandi og dótturfélags þess í Lúxemborg og auk þess starfsmenn Hauck & Auf­häuser, einkum þá Martin Zeil, þáverandi forstöðumaður lögfræðideildar bankans.

Auglýsing

Í bréfinu, sem vísað er til í Fréttablaðinu, segir að ekki verði séð „að íslenska ríkið eða aðrar stofnanir þess hafi á nokkru stigi verið upplýst um gerð þessara samninga, efni þeirra og áhrif, sem og atvik varðandi síðari framkvæmd þeirra.“ 

Kaupþing sameinaðist Búnaðarbanka þremur mánuðum eftir söluna á hlut ríkisins. Rúmum tveimur árum eftir að þýski bankinn eignaðist hlut í Búnaðarbankanum í gegnum félagið Eglu var hann búinn að selja allan hlutinn til annarra hluthafa innan S-hópsins en á meðal þeirra sem leiddu þann hóp var Ólafur Ólafsson fjárfestir.

Alþingi samþykkti í júní í fyrra þingsályktunartillögu um að aðkoma Hauck & Auf­häuser að kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins fyrir um 11,9 milljarða yrði rannsökuð af sérstakri rannsóknarnefnd sem hefði víðtækar heimildir til að kalla eftir upplýsingum. Sá sem fer með rannsóknina er Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari en gert er ráð fyrir að skýrsla nefndarinnar verði birt opinberlega á miðvikudaginn.

Í Fréttablaðinu segir, að í bréfi rannsóknarnefndarinnar, sem var sent á ýmsa einstaklinga sem höfðu aðkomu að kaupunum, að samkvæmt gögnum nefndarinnar hafi þýski bankinn „enga fjárhagslega áhættu tekið“ með þessum viðskiptum. „Fjárhagslegir hagsmunir bankans af þeim hafi takmarkast við þóknun sem samið var um samkvæmt samningunum en öll hagnaðarvon af umræddum hlutum í Eglu hf. þess í stað verið áskilin gagnaðila bankans að samningunum, það er fyrrgreindu aflands­félagi, Welling & Partners Limited.“

Nokkr­ir starfs­menn Kaupþings á Íslandi og í Lúx­em­borg eru sagðir hafa staðið að fyrrnefndum samn­ingn­um, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None