Aðkoma Hauck & Aufhäuser sögð aðeins til málamynda

Í bréfi rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðinguna á Búnaðarbankanum segir að aðkoma þýsks banka að viðskiptunum hafi verið eingöngu til málamynda.

Hauck &Aufhauser
Auglýsing

Aðkoma þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser að kaupum á 45,8 pró­senta eign­ar­hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­banka Íslands í árs­byrjun 2003 var í „reynd aðeins að nafni til“ að mati sér­stakrar rann­sókn­ar­nefndar Alþingis og voru kaupin fjár­mögnuð í gegnum aflands­fé­lag á vegum Kaup­þings. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag, og vísað til bréfi rann­sókn­ar­nefndar Alþingis þar sem fyrr­nefnd við­skipti eru til umfjöll­un­ar.

„Sam­kvæmt gögnum sem nefndin hefur aflað sér verði ekki annað séð en „að fjár­fest­ing Hauck & Auf­häuser í gegnum Eglu hf. í, og síðar með sama hætti eign­ar­hald á, hlutum í Bún­að­ar­bank­anum hafi […] aðeins verið til mála­mynda og tíma­bund­ið“, auk þess sem þýska bank­anum hafi verið „tryggt skað­leysi af þátt­töku sinni í þessum við­skipt­u­m“. Þetta kemur fram í bréfi rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar frá því 13. mars síð­ast­lið­inn sem Frétta­blaðið hefur undir hönd­um. Í bréf­inu segir að gögn og upp­lýs­ingar nefnd­ar­innar „sýna að dag­ana áður en skrifað var undir kaup­samn­ing Eglu hf. og ann­arra lög­að­ila (það er hins svo­nefnda S-hóps) um kaup á hlut íslenska rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum hf. 16. jan­úar 2003, stóð hópur manna að gerð tveggja samn­inga varð­andi hluti Hauck & Auf­häuser í Eglu hf. á milli ann­ars vegar Hauck & Auf­häuser og hins vegar aflands­fé­lags­ins Well­ing & Partners Limited, skráðu á Bresku-Jóm­frú­areyj­um, sem Kaup­þing hf. útveg­aði til að standa að samn­ingn­um,“ segir í umfjöllun Frétta­blaðs­ins.

Segir í umfjöllun Frétta­blaðs­ins að þar hafi verið um að ræða svo­nefndan sölu­rétt­ar­samn­ing (e. Put Option Agreem­ent) en hinn samn­ing­ur­inn varð­aði veð- og trygg­inga­ráð­staf­anir (e. Pledge and Security Agreem­ent). Þeir sem stóðu að gerð þess­ara samn­inga, að því er kemur fram í bréfi nefnd­ar­inn­ar, voru meðal ann­ars „nokkrir starfs­menn“ Kaup­þings á Íslandi og dótt­ur­fé­lags þess í Lúx­em­borg og auk þess starfs­menn Hauck & Auf­häuser, einkum þá Martin Zeil, þáver­andi for­stöðu­maður lög­fræði­deildar bank­ans.

Auglýsing

Í bréf­inu, sem vísað er til í Frétta­blað­inu, segir að ekki verði séð „að íslenska ríkið eða aðrar stofn­anir þess hafi á nokkru stigi verið upp­lýst um gerð þess­ara samn­inga, efni þeirra og áhrif, sem og atvik varð­andi síð­ari fram­kvæmd þeirra.“ 

Kaup­þing sam­ein­að­ist Bún­að­ar­banka þremur mán­uðum eftir söl­una á hlut rík­is­ins. Rúmum tveimur árum eftir að þýski bank­inn eign­að­ist hlut í Bún­að­ar­bank­anum í gegnum félagið Eglu var hann búinn að selja allan hlut­inn til ann­arra hlut­hafa innan S-hóps­ins en á meðal þeirra sem leiddu þann hóp var Ólafur Ólafs­son fjár­fest­ir.

Alþingi sam­þykkti í júní í fyrra þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að aðkoma Hauck & Auf­häuser að kaupum S-hóps­ins á 45,8 pró­senta hlut rík­is­ins fyrir um 11,9 millj­arða yrði rann­sökuð af sér­stakri rann­sókn­ar­nefnd sem hefði víð­tækar heim­ildir til að kalla eftir upp­lýs­ing­um. Sá sem fer með rann­sókn­ina er Kjartan Bjarni Björg­vins­son hér­aðs­dóm­ari en gert er ráð fyrir að skýrsla nefnd­ar­innar verði birt opin­ber­lega á mið­viku­dag­inn.

Í Frétta­blað­inu seg­ir, að í bréfi rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar, sem var sent á ýmsa ein­stak­linga sem höfðu aðkomu að kaup­un­um, að sam­kvæmt gögnum nefnd­ar­innar hafi þýski bank­inn „enga fjár­hags­lega áhættu tek­ið“ með þessum við­skipt­um. „Fjár­hags­legir hags­munir bank­ans af þeim hafi tak­markast við þóknun sem samið var um sam­kvæmt samn­ing­unum en öll hagn­að­ar­von af umræddum hlutum í Eglu hf. þess í stað verið áskilin gagn­að­ila bank­ans að samn­ing­un­um, það er fyrr­greindu aflands­­fé­lagi, Well­ing & Partners Limited.“

Nokkr­ir starfs­­menn Kaup­þings á Íslandi og í Lúx­em­­borg eru sagðir hafa staðið að fyrr­nefndum samn­ingn­um, sam­kvæmt frétt Frétta­blaðs­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None