Kjarnorkuógnin frá Norður-Kóreu vex stöðugt

Sérfræðingar segja ekkert benda til annars en að tilraunir með langdrægar flaugar muni halda áfram.

north-korea-defense_19884920192_o.jpg
Auglýsing

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist einbeittur í því að koma upp kjarnorkuvopnum og langdrægum flaugum sem geta ógnað helstu andstæðingum ríksins, einkum Japan, Suður-Kóreu og Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir mislukkuð skot á flaugum að undanförnu, þá bendir ekkert til þess að hann sé af baki dotti, að því er haft er eftir Fraser Cameron, sem stýr EU-Asia Center stofnuninni, í viðtali við NBC, að allt bendi til þess að leiðtoginn láti sér fátt um finnast þó skot á flaugum misheppnist. 

Á undanförnum sex mánuðum hefur tíðni skota á flaugum frá skotsvæðum í Norður-Kóreu aukist jafnt og þétt og hafa flaugarnar sem hafa lent næst Japan, verið í um 350 kílómetra frá landi. Stjórnvöld í Japan hafa harðlega gagnrýnt Norður-Kóreu og krafist tafarlausra aðgerða af hálfu Sameinuðu þjóðanna og einnig óskað eftir meiri stuðningi Bandaríkjanna. 

Auglýsing

Donald Trump hefur heitið „100 prósent stuðningi” við Japan og Suður-Kóreu og Rex Tillerson, utanríkisráðherra, hefur enn fremur staðfest að Bandaríkin séu tilbúin að beita frumkvæðishernaði ef á þarf að halda, láti Norður-Kórea ekki af tilraunum sínum með flaugar sem geta drifið fleiri þúsund kílómetra í lofti áður en þær springa við lendingu. Kínverjar hafa lengi verið helsti stuðningur Norður-Kóreu, en ekki er lengur á vísan að róa í þeim efnum. Kínversk stjórnvöld hafa komið því á framfæri að látið verði af tilraunum með langdrægar flaugar þegar í stað. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None