Engin tilkynning né kæra borist vegna mútutilrauna

Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson né forsætisráðuneytið hafa tilkynnt né kært meintar mútutilraunir eða hótanir vogunarsjóða gagnvart fyrrverandi forsætisráðherra til embættis héraðssaksóknara.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Engin til­kynn­ing eða kæra vegna meintra mútutil­rauna hafa borist til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, né for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Ásak­anir Sig­mundar Dav­íðs um að aðilar á vegum vog­un­ar­sjóða sem eiga hags­muna að gæta á Íslandi hafi reynt að múta honum til að fá sann­gjarn­ari úrlausn sinna mála hafa því ekki verið kann­aðar með neinum hætti hjá emb­ætt­inu. Þetta kemur fram í svari Ólafs Þórs Hauks­sonar hér­aðs­sak­sókn­ara við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Sig­mundur Davíð sagði í við­tali við útvarps­þátt­inn Sprengisand á sunnu­dag að honum hafi verið boðið að leysa mál vog­un­ar­sjóða á Íslandi „á þann hátt að ég gæti verið sáttur við þá og þeir yrðu sáttir og málið leyst. Mér var reyndar líka hót­að, oftar hótað en mér var boðin ásætt­an­leg lausn[...]Það voru oftar en einu sinni menn sendir til að tala við mig, spyrja mig hvort að ég væri ekki til í það að klára þetta mál þannig að allir gætu vel við unað.“ Aðspurður hvort hann hefði verið spurður hvort hann væri falur sagði Sig­mundur Dav­íð: „Já, já, ég er að segja það.“

Sig­mundur Davíð end­ur­tók svo full­yrð­ing­arnar í útvarps­þætt­inum Reykja­vík síð­degis í gær. Þar sagði hann m.a.: „„Að sjálf­sögðu gengur þetta ekki þannig fyrir sig að George Soros sendi manni samn­ing og bjóði manni að fall­ast á að gera ein­hverja til­tekna hluti og þá fái maður millj­arð í tösku í hólfi á umferð­ar­mið­stöð­inni. Menn í fyrsta lagi, senda yfir­leitt ein­hverja aðra, ein­hverja milli­liði, og nálg­ast við­mæl­anda með því að segja hluti á borð við; „Er ekki best fyrir alla að við leysum þetta? Við teljum okkur geta fundið flöt á þessu sem er ásætt­an­legur fyrir Íslend­inga og ásætt­an­legur fyrir okkur og ásætt­an­legur fyrir þig. Þannig að þú getir leyft þér að hætta að hugsa um þetta stjórn­mála­vesen og farið að njóta lífs­ins, það er miklu meira en nóg til skipt­anna.““

Auglýsing

Engar til­kynn­ingar eða kærur vegna hót­ana hafa heldur borist emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara frá Sig­mundi Davíð né for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Í 109. grein almennra hegn­ing­ar­laga seg­ir: „[Hver sem gef­ur, lofar eða býður opin­berum starfs­manni, [al­þing­is­manni eða gerð­ar­manni] 1) gjöf eða annan ávinn­ing, sem hann á ekki til­kall til, í þágu hans eða ann­arra, til að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans skal sæta fang­elsi allt að [4 árum] 1) eða sektum ef máls­bætur eru fyrir hend­i.“

Sagði að brot­ist hefði verið inn í tölvu hans

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sig­mundur Davíð ber fram ásökun um alvar­leg brot gegn sér á meðan að hann gegndi emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra. Á mið­stjórn­ar­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins þann 10. sept­em­ber 2016 sagði Sig­mundur Davíð að hann hefði verið eltur á ferðum sínum erlendis af kröf­u­höfum í bú föllnu bank­anna á meðan hann var for­­sæt­is­ráð­herra. Einnig sagð­ist hann hafa heim­ildir fyrir því að brot­ist hafi verið inn í tölv­u sína. Honum hafi jafn­­vel borist boð um að hitta full­­trúa kröf­u­hafa í ein­­rúmi á afskekktum stöðum svo hægt væri að leysa mál­in. „Ég veit að það var brot­ist inn í tölv­una hjá mér,“ sagði Sig­­mundur Davíð í ræð­unni.

Síðar var greint frá því að Sig­mundur Davíð hefði sent rekstr­ar­fé­lagi Stjórn­ar­ráðs­ins beiðni þann 1.apríl 2016 um að skoða tölvu sína vegna gruns hans um mög­u­­­legt inn­­­brot. Beiðnin var lögð fram fram tveimur dögum áður en Kast­ljós­þáttur þar sem Sig­mundur Davíð var spurður út í aflands­fé­lagið Wintris var sýnd­ur, og fjórum dögum áður en hann sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra vegna þeirra upp­lýs­inga sem fram komu í þætt­in­um.

Kjarn­inn greindi frá því 12. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn að engin stað­­­fest ummerki hefðu fund­ist um það að inn­­­brot hafi átt sér stað í tölvu Sig­­­mundar Dav­­­íðs við ítar­­­lega skoðun rekstr­ar­fé­lags stjórn­­­­­ar­ráðs­ins. Þetta kom fram í svari rekstr­­­ar­­­fé­lags­ins við fyr­ir­­­spurn Kjarn­ans.

Í októ­ber birti Sig­mundur Davíð bréf frá Rík­­is­lög­­reglu­­stjóra vegna skoð­unar á meintu inn­­broti í tölvu hans. Þar kom fram að hann hafi fengið senda þekkta tölvu­veiru í tölvu­­pósti og að rík­­is­lög­­reglu­­stjóri hafi kallað eftir gögnum um málið í kjöl­far umfjöll­unar fjöl­miðla. Rann­­sókn emb­ætt­is­ins hafi hins veg­­ar, að höfðu sam­ráði við rík­­is­sak­­sókn­­ara, verið hætt nokkrum dögum eftir að hún hófst. Það var gert eftir að upp­­lýs­ingar bár­ust frá rekstr­ar­fé­lagi Stjórn­­­ar­ráðs Íslands sem hafði þegar skoðað hvort að tölva Sig­­mundar Dav­­íðs hefði orðið fyrir tölvu­inn­broti kom­ist að því að engin stað­­fest merki væru um slíkt í tölvu for­­sæt­is­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None