Engin tilkynning né kæra borist vegna mútutilrauna

Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson né forsætisráðuneytið hafa tilkynnt né kært meintar mútutilraunir eða hótanir vogunarsjóða gagnvart fyrrverandi forsætisráðherra til embættis héraðssaksóknara.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Engin til­kynn­ing eða kæra vegna meintra mútutil­rauna hafa borist til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, né for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Ásak­anir Sig­mundar Dav­íðs um að aðilar á vegum vog­un­ar­sjóða sem eiga hags­muna að gæta á Íslandi hafi reynt að múta honum til að fá sann­gjarn­ari úrlausn sinna mála hafa því ekki verið kann­aðar með neinum hætti hjá emb­ætt­inu. Þetta kemur fram í svari Ólafs Þórs Hauks­sonar hér­aðs­sak­sókn­ara við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Sig­mundur Davíð sagði í við­tali við útvarps­þátt­inn Sprengisand á sunnu­dag að honum hafi verið boðið að leysa mál vog­un­ar­sjóða á Íslandi „á þann hátt að ég gæti verið sáttur við þá og þeir yrðu sáttir og málið leyst. Mér var reyndar líka hót­að, oftar hótað en mér var boðin ásætt­an­leg lausn[...]Það voru oftar en einu sinni menn sendir til að tala við mig, spyrja mig hvort að ég væri ekki til í það að klára þetta mál þannig að allir gætu vel við unað.“ Aðspurður hvort hann hefði verið spurður hvort hann væri falur sagði Sig­mundur Dav­íð: „Já, já, ég er að segja það.“

Sig­mundur Davíð end­ur­tók svo full­yrð­ing­arnar í útvarps­þætt­inum Reykja­vík síð­degis í gær. Þar sagði hann m.a.: „„Að sjálf­sögðu gengur þetta ekki þannig fyrir sig að George Soros sendi manni samn­ing og bjóði manni að fall­ast á að gera ein­hverja til­tekna hluti og þá fái maður millj­arð í tösku í hólfi á umferð­ar­mið­stöð­inni. Menn í fyrsta lagi, senda yfir­leitt ein­hverja aðra, ein­hverja milli­liði, og nálg­ast við­mæl­anda með því að segja hluti á borð við; „Er ekki best fyrir alla að við leysum þetta? Við teljum okkur geta fundið flöt á þessu sem er ásætt­an­legur fyrir Íslend­inga og ásætt­an­legur fyrir okkur og ásætt­an­legur fyrir þig. Þannig að þú getir leyft þér að hætta að hugsa um þetta stjórn­mála­vesen og farið að njóta lífs­ins, það er miklu meira en nóg til skipt­anna.““

Auglýsing

Engar til­kynn­ingar eða kærur vegna hót­ana hafa heldur borist emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara frá Sig­mundi Davíð né for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Í 109. grein almennra hegn­ing­ar­laga seg­ir: „[Hver sem gef­ur, lofar eða býður opin­berum starfs­manni, [al­þing­is­manni eða gerð­ar­manni] 1) gjöf eða annan ávinn­ing, sem hann á ekki til­kall til, í þágu hans eða ann­arra, til að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans skal sæta fang­elsi allt að [4 árum] 1) eða sektum ef máls­bætur eru fyrir hend­i.“

Sagði að brot­ist hefði verið inn í tölvu hans

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sig­mundur Davíð ber fram ásökun um alvar­leg brot gegn sér á meðan að hann gegndi emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra. Á mið­stjórn­ar­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins þann 10. sept­em­ber 2016 sagði Sig­mundur Davíð að hann hefði verið eltur á ferðum sínum erlendis af kröf­u­höfum í bú föllnu bank­anna á meðan hann var for­­sæt­is­ráð­herra. Einnig sagð­ist hann hafa heim­ildir fyrir því að brot­ist hafi verið inn í tölv­u sína. Honum hafi jafn­­vel borist boð um að hitta full­­trúa kröf­u­hafa í ein­­rúmi á afskekktum stöðum svo hægt væri að leysa mál­in. „Ég veit að það var brot­ist inn í tölv­una hjá mér,“ sagði Sig­­mundur Davíð í ræð­unni.

Síðar var greint frá því að Sig­mundur Davíð hefði sent rekstr­ar­fé­lagi Stjórn­ar­ráðs­ins beiðni þann 1.apríl 2016 um að skoða tölvu sína vegna gruns hans um mög­u­­­legt inn­­­brot. Beiðnin var lögð fram fram tveimur dögum áður en Kast­ljós­þáttur þar sem Sig­mundur Davíð var spurður út í aflands­fé­lagið Wintris var sýnd­ur, og fjórum dögum áður en hann sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra vegna þeirra upp­lýs­inga sem fram komu í þætt­in­um.

Kjarn­inn greindi frá því 12. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn að engin stað­­­fest ummerki hefðu fund­ist um það að inn­­­brot hafi átt sér stað í tölvu Sig­­­mundar Dav­­­íðs við ítar­­­lega skoðun rekstr­ar­fé­lags stjórn­­­­­ar­ráðs­ins. Þetta kom fram í svari rekstr­­­ar­­­fé­lags­ins við fyr­ir­­­spurn Kjarn­ans.

Í októ­ber birti Sig­mundur Davíð bréf frá Rík­­is­lög­­reglu­­stjóra vegna skoð­unar á meintu inn­­broti í tölvu hans. Þar kom fram að hann hafi fengið senda þekkta tölvu­veiru í tölvu­­pósti og að rík­­is­lög­­reglu­­stjóri hafi kallað eftir gögnum um málið í kjöl­far umfjöll­unar fjöl­miðla. Rann­­sókn emb­ætt­is­ins hafi hins veg­­ar, að höfðu sam­ráði við rík­­is­sak­­sókn­­ara, verið hætt nokkrum dögum eftir að hún hófst. Það var gert eftir að upp­­lýs­ingar bár­ust frá rekstr­ar­fé­lagi Stjórn­­­ar­ráðs Íslands sem hafði þegar skoðað hvort að tölva Sig­­mundar Dav­­íðs hefði orðið fyrir tölvu­inn­broti kom­ist að því að engin stað­­fest merki væru um slíkt í tölvu for­­sæt­is­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None