Engin tilkynning né kæra borist vegna mútutilrauna

Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson né forsætisráðuneytið hafa tilkynnt né kært meintar mútutilraunir eða hótanir vogunarsjóða gagnvart fyrrverandi forsætisráðherra til embættis héraðssaksóknara.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Engin til­kynn­ing eða kæra vegna meintra mútutil­rauna hafa borist til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, né for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Ásak­anir Sig­mundar Dav­íðs um að aðilar á vegum vog­un­ar­sjóða sem eiga hags­muna að gæta á Íslandi hafi reynt að múta honum til að fá sann­gjarn­ari úrlausn sinna mála hafa því ekki verið kann­aðar með neinum hætti hjá emb­ætt­inu. Þetta kemur fram í svari Ólafs Þórs Hauks­sonar hér­aðs­sak­sókn­ara við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Sig­mundur Davíð sagði í við­tali við útvarps­þátt­inn Sprengisand á sunnu­dag að honum hafi verið boðið að leysa mál vog­un­ar­sjóða á Íslandi „á þann hátt að ég gæti verið sáttur við þá og þeir yrðu sáttir og málið leyst. Mér var reyndar líka hót­að, oftar hótað en mér var boðin ásætt­an­leg lausn[...]Það voru oftar en einu sinni menn sendir til að tala við mig, spyrja mig hvort að ég væri ekki til í það að klára þetta mál þannig að allir gætu vel við unað.“ Aðspurður hvort hann hefði verið spurður hvort hann væri falur sagði Sig­mundur Dav­íð: „Já, já, ég er að segja það.“

Sig­mundur Davíð end­ur­tók svo full­yrð­ing­arnar í útvarps­þætt­inum Reykja­vík síð­degis í gær. Þar sagði hann m.a.: „„Að sjálf­sögðu gengur þetta ekki þannig fyrir sig að George Soros sendi manni samn­ing og bjóði manni að fall­ast á að gera ein­hverja til­tekna hluti og þá fái maður millj­arð í tösku í hólfi á umferð­ar­mið­stöð­inni. Menn í fyrsta lagi, senda yfir­leitt ein­hverja aðra, ein­hverja milli­liði, og nálg­ast við­mæl­anda með því að segja hluti á borð við; „Er ekki best fyrir alla að við leysum þetta? Við teljum okkur geta fundið flöt á þessu sem er ásætt­an­legur fyrir Íslend­inga og ásætt­an­legur fyrir okkur og ásætt­an­legur fyrir þig. Þannig að þú getir leyft þér að hætta að hugsa um þetta stjórn­mála­vesen og farið að njóta lífs­ins, það er miklu meira en nóg til skipt­anna.““

Auglýsing

Engar til­kynn­ingar eða kærur vegna hót­ana hafa heldur borist emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara frá Sig­mundi Davíð né for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Í 109. grein almennra hegn­ing­ar­laga seg­ir: „[Hver sem gef­ur, lofar eða býður opin­berum starfs­manni, [al­þing­is­manni eða gerð­ar­manni] 1) gjöf eða annan ávinn­ing, sem hann á ekki til­kall til, í þágu hans eða ann­arra, til að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans skal sæta fang­elsi allt að [4 árum] 1) eða sektum ef máls­bætur eru fyrir hend­i.“

Sagði að brot­ist hefði verið inn í tölvu hans

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sig­mundur Davíð ber fram ásökun um alvar­leg brot gegn sér á meðan að hann gegndi emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra. Á mið­stjórn­ar­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins þann 10. sept­em­ber 2016 sagði Sig­mundur Davíð að hann hefði verið eltur á ferðum sínum erlendis af kröf­u­höfum í bú föllnu bank­anna á meðan hann var for­­sæt­is­ráð­herra. Einnig sagð­ist hann hafa heim­ildir fyrir því að brot­ist hafi verið inn í tölv­u sína. Honum hafi jafn­­vel borist boð um að hitta full­­trúa kröf­u­hafa í ein­­rúmi á afskekktum stöðum svo hægt væri að leysa mál­in. „Ég veit að það var brot­ist inn í tölv­una hjá mér,“ sagði Sig­­mundur Davíð í ræð­unni.

Síðar var greint frá því að Sig­mundur Davíð hefði sent rekstr­ar­fé­lagi Stjórn­ar­ráðs­ins beiðni þann 1.apríl 2016 um að skoða tölvu sína vegna gruns hans um mög­u­­­legt inn­­­brot. Beiðnin var lögð fram fram tveimur dögum áður en Kast­ljós­þáttur þar sem Sig­mundur Davíð var spurður út í aflands­fé­lagið Wintris var sýnd­ur, og fjórum dögum áður en hann sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra vegna þeirra upp­lýs­inga sem fram komu í þætt­in­um.

Kjarn­inn greindi frá því 12. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn að engin stað­­­fest ummerki hefðu fund­ist um það að inn­­­brot hafi átt sér stað í tölvu Sig­­­mundar Dav­­­íðs við ítar­­­lega skoðun rekstr­ar­fé­lags stjórn­­­­­ar­ráðs­ins. Þetta kom fram í svari rekstr­­­ar­­­fé­lags­ins við fyr­ir­­­spurn Kjarn­ans.

Í októ­ber birti Sig­mundur Davíð bréf frá Rík­­is­lög­­reglu­­stjóra vegna skoð­unar á meintu inn­­broti í tölvu hans. Þar kom fram að hann hafi fengið senda þekkta tölvu­veiru í tölvu­­pósti og að rík­­is­lög­­reglu­­stjóri hafi kallað eftir gögnum um málið í kjöl­far umfjöll­unar fjöl­miðla. Rann­­sókn emb­ætt­is­ins hafi hins veg­­ar, að höfðu sam­ráði við rík­­is­sak­­sókn­­ara, verið hætt nokkrum dögum eftir að hún hófst. Það var gert eftir að upp­­lýs­ingar bár­ust frá rekstr­ar­fé­lagi Stjórn­­­ar­ráðs Íslands sem hafði þegar skoðað hvort að tölva Sig­­mundar Dav­­íðs hefði orðið fyrir tölvu­inn­broti kom­ist að því að engin stað­­fest merki væru um slíkt í tölvu for­­sæt­is­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None