Þorsteinn: „Rússíbani“ krónunnar ekki ákjósanlegur

Hröð styrking krónunnar farin að grafa undan útflutningshlið hagkerfisins, segir velferðarráðherra. Hann minnir á að Viðreisn hafi talað fyrir fastgengisstefnu.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

„Fréttir sem þessar und­ir­strika nauð­syn þess að end­ur­skoða pen­inga­stefn­una. Öfga­fullar geng­is­sveiflur krón­unnar hafa lengi plagað almenn­ing og fyr­ir­tæki. Á árunum eftir hrun naut sjáv­ar­út­vegur og aðrar útflutn­ings­greinar góðs af óvenju veikri stöðu krón­unnar en almenn­ingur galt fyrir í háu vöru­verði. Nú er þessu öfugt farið og mikil og hröð styrk­ing farin að valda erf­ið­leikum hjá fjölda útflutn­ings­fyr­ir­tækja, hvort heldur sem er í sjáv­ar­út­vegi, hug­verka­geirum eða ferða­þjón­ust­u.“ Þetta skrif­aði Þor­steinn Víglunds­son, vel­ferð­ar- og félags­mála­ráð­herra, á Face­book-­síðu sína í gær­kvöldi.

Við­reisn hefur lagt áherslu á fast­geng­is­stefnu í gegnum Mynt­ráð, nokkuð sem gef­ist hefur vel í fjölda landa. Enn aðrir vilja skoða ein­hliða upp­töku ann­ars gjald­mið­ils og síðan er það alltaf spurn­ing um upp­töku evru í gegnum aðild að ESB. Fæstir virð­ast þó orðið trúa því að áfram­hald­andi vera í rús­sí­bana íslensku krón­unnar sé sér­stak­lega ákjós­an­legur kost­ur.“Þor­steinn skrif­aði færslu sína í tengslum við vanda fyr­ir­tækja í útflutn­ingi, vegna styrk­ingar krón­unnar og mik­illa launa­hækk­ana að und­an­förnu. Stjórn­völd eru nú að vinna að því að end­ur­skoða pen­inga­stefnu lands­ins. Að störfum er verk­efn­is­stjórn, en í henni eru þrír hag­fræð­ing­ar. Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, hag­fræð­ingur hjá Sam­tökun atvinnu­lífs­ins, Ásgeir Jóns­son, dós­ent við Háskóla Íslands, og Ill­ugi Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra.Reiknað er með því að end­ur­skoðun pen­inga­stefn­unnar ljúki fyrir árs­lok. Í yfir­lýs­ingu frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum (AGS), þar sem farið er yfir stöðu efna­hags­mála á Íslandi, er sér­stak­lega vikið að þeirri hættu sem geti skap­ast á Íslandi vegn mikil inn­streymis gjald­eyr­is, meðal ann­ars frá erlendum ferða­mönn­um. Í yfir­lýs­ing­unni segir að það geti reynst erfitt að afstýra „óhóf­legu fjár­magnsinn­streymi“ og að við­brögðin þurfi að vera sam­stillt, svo að hag­stjórnin verði rétt.

Þjóð­hags­var­úð­ar­stefnu skal beitt eftir þörfum til að lág­marka kerf­is­á­hættu. Best er að nota fjár­streym­is­tæki ein­ungis sem neyð­ar­vörn. Slík tæki eiga ekki að koma í stað­inn fyrir nauð­syn­lega þjóð­hags­lega aðlög­un, sem gæti falið í sér frek­ari styrk­ingu krón­unnar og stækkun gjald­eyr­is­forða. Þetta svig­rúm sem og skortur á skýrum tengslum milli fjár­streymis og kerf­is­á­hættu gefur til kynna að bind­ing­ar­skylda vegna inn­flæðis á skulda­bréfa­markað sé óþörf að svo stöddu. Samt sem áður ætti notkun slíkrar bind­ing­ar­skyldu að vera áfram heimil að lög­um,“ segir í yfir­lýs­ingu AGS.

Auglýsing

Meg­in­þung­inn í gjald­eyr­is­inn­streymi er vegna mik­ils vaxtar í ferða­þjón­ustu en spár gera ráð fyrir að ferða­menn verði 2,3 millj­ónir á þessu ári, en þeir voru 1,8 millj­ónir í fyrra.Frá því að til­kynnt var um frek­ari losun fjár­magns­hafta, 12. mars síð­ast­lið­inn, þá hefur gengi krón­unnar veikst lít­il­lega gagn­vart Banda­ríkja­dal og evru. Banda­ríkja­dalur kostar nú 110 krónur en evran 120 krón­ur. Á síð­ustu tólf mán­uðum hefur gengi krón­unnar hins vegar styrkst um 15 pró­sent, gagn­vart þessum tveimur gjald­miðl­um. Sam­hliða þeirri þróun hefur launa­kostn­aður fyr­ir­tækja hækkað nokk­uð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None