Umhverfisráðherra: Kemur til greina að loka kísilverinu

Björt Ólafsdóttir sagði í viðtali við RÚV að staðan í kísilveri United Silicon væri algjörlega óásættanleg.

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.
Auglýsing

Það kemur til greina að loka verksmiðju United Silicon vegna mengunar frá starfseminni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. Þetta kom fram í viðtali við hana á RÚV í kvöld.

Hún tók þar með undir orð Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, sem hefur krafist þess að kísilverinu verði lokað vegna arsenikmengunar. Umhverfisstofnun hefur takmarkað starfsemina meðan rannsókn fer fram en stöðvar hana ekki.

Eins og greint var frá fyrr í dag, þá hefur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beðist afsökunar á því að hafa greitt götu United Silicon. 
„Við sem töl­uðum fyrir upp­bygg­ingu United Sil­icon í Helgu­vík og fögn­uðum 500 milljón króna fjár­fest­inga­samn­ingi við félagið í apríl 2014 trúðum lof­orðum fyr­ir­tæk­is­ins um fjöl­breytt og vel launuð störf, góðan rekstur í sátt við lög og regl­ur. Okkur er illa brugð­ið,“ sagði Ásmundur í upp­hafi ræðu sinn­ar á þingi.

Björt sagðist í sjónvarpsfréttum RÚV hafa miklar áhyggjur af menguninni. „Það er mjög erfitt að sá þessa gamaldagsstefnu vera að raungerast hér enn og aftur og þó er árið 2017. En þetta er það sem fyrri ríkisstjórnir, allar, hafa haft á stefnuskránni hjá sér. Þær hafa veitt skattaafslætti til viðlíka starfsemi, mengandi starfsemi. Það er það sem við þurfum að fást við í dag,“ sagði Björt. Hún sagði núverandi ríkisstjórn hafa stigið stærsta græna skrefið til að veita ekki skattaafslætti til starfsemi sem þessarar.

Hún sagði koma til greina að láta loka starfseminni, ef ekki tækist að draga úr mengnun og laga það sem væri að.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None