Frumvarp um jafnlaunavottun komið fram á Alþingi

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra hefur lagt fram frumvarp sitt um jafnlaunavottun á Alþingi. Frumvarpið nær til yfir þúsund atvinnurekenda og 80% vinnumarkaðarins.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son félags- og jafn­rétt­is­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp sitt um jafn­launa­vottun á Alþingi. Í frum­varp­inu er kveðið á um að í fyr­ir­tækjum með 25 eða fleiri starfs­menn þurfi að ráð­ast í jafn­launa­vottun með sér­stakri vottun faggilts vott­un­ar­að­ila. Vott­un­ina þarf að end­ur­nýja á þriggja ára fresti. Í jafn­launa­vottun felst að vinnu­staðir und­ir­gang­ast úttekt­ar­ferli sem leiðir í ljós hvort þar ríkir launa­jafn­rétt­i. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu er gert ráð fyrir því að jafn­launa­vottun taki gildi 1. jan­úar á næsta ári. Frum­varpið nær til 1.180 atvinnu­rek­enda og um 147 þús­und launa­manna, eða um 80% þeirra sem eru virkir á vinnu­mark­að­i. 

„Kyn­bund­inn launa­munur er við­var­andi vandi á íslenskum vinnu­mark­aði þrátt fyrir við­leitn­i ­stjórn­valda síð­ustu ár og ára­tugi til að sporna við honum með vit­und­ar­vakn­ingu, laga­setn­ingu og ­sér­tækum aðgerðum í þágu jafn­rétt­is. Þrátt fyrir að rann­sóknir sýni að launa­munur hafi far­ið minnk­andi hin allra síð­ustu ár hér á landi má telja víst að honum verði ekki útrýmt nema með­ að­gerð­u­m,“ segir í grein­ar­gerð með frum­varpi ráð­herr­ans. 

Auglýsing

Sá ávinn­ingur sem ætla verði að frum­varpið muni hafa í för með sér vegur þyngra en sjón­ar­mið um íþyngj­andi áhrif þess fyrir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir, að því er fram kemur í grein­ar­gerð­inni. Það verði ekki séð að með lög­fest­ingu skyldu til jafn­launa­vott­unar sé gengið lengra en nauð­syn­legt sé. 

„Jafn­framt er lagt til að mælt verði fyrir um heim­ild fyrir sam­tök aðila vinnu­mark­að­ar­ins til að semja svo um í kjara­samn­ingum að við úttekt á jafn­launa­kerfi fyr­ir­tækis eða stofn­unar þar sem 25–99 starfs­menn starfa að jafn­aði á árs­grund­velli sé unnt að óska eftir stað­fest­ingu hags­muna­að­ila á því að þar ríki launa­jafn­rétti í stað þess að óska eftir vottun faggilts vott­un­ar­að­ila,“ segir í grein­ar­gerð með frum­varp­inu. Ef samn­ingar nást milli sam­taka aðila vinnu­mark­að­ar­ins hefur fyr­ir­tæki eða stofnun af þess­ari stærð­argráðu eftir sem áður val um það að öðl­ast vottun ef það svo kýs, í stað stað­fest­ingar hags­muna­að­ila. 

„Inn­leið­ing jafn­launa­stað­als­ins krefst stuðn­ings og þátt­töku æðstu stjórn­enda og vinnu inn­an­ hvers vinnu­stað­ar. Ljóst þykir því að vinna við ferlið sjálft feli í sér kostnað fyrir fyr­ir­tæki og ­stofn­an­ir. Sýnir reynsla fyr­ir­tækja og stofn­ana sem nú þegar hafa und­ir­geng­ist jafn­launa­vottun á grund­velli jafn­launa­stað­als­ins aftur á móti að vinna við hana sé mest í upp­hafi. Ferli inn­leið­ing­ar og úttektar auki almenna starfs­á­nægju og trú starfs­manna á að mannauðs­stjórn­un at­vinnu­rek­anda sé fag­leg. Ferlið bæti enn fremur sýn stjórn­enda á starfs­manna- og launa­mál ­sem auð­veldi þeim mannauðs­stjórnun og rök­stuðn­ing við launa­á­kvarð­an­ir. Afrakst­ur­inn verð­i ­gagn­særra og rétt­lát­ara launa­kerf­i,“ segir enn­fremur í grein­ar­gerð­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None