Frumvarp um jafnlaunavottun komið fram á Alþingi

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra hefur lagt fram frumvarp sitt um jafnlaunavottun á Alþingi. Frumvarpið nær til yfir þúsund atvinnurekenda og 80% vinnumarkaðarins.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son félags- og jafn­rétt­is­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp sitt um jafn­launa­vottun á Alþingi. Í frum­varp­inu er kveðið á um að í fyr­ir­tækjum með 25 eða fleiri starfs­menn þurfi að ráð­ast í jafn­launa­vottun með sér­stakri vottun faggilts vott­un­ar­að­ila. Vott­un­ina þarf að end­ur­nýja á þriggja ára fresti. Í jafn­launa­vottun felst að vinnu­staðir und­ir­gang­ast úttekt­ar­ferli sem leiðir í ljós hvort þar ríkir launa­jafn­rétt­i. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu er gert ráð fyrir því að jafn­launa­vottun taki gildi 1. jan­úar á næsta ári. Frum­varpið nær til 1.180 atvinnu­rek­enda og um 147 þús­und launa­manna, eða um 80% þeirra sem eru virkir á vinnu­mark­að­i. 

„Kyn­bund­inn launa­munur er við­var­andi vandi á íslenskum vinnu­mark­aði þrátt fyrir við­leitn­i ­stjórn­valda síð­ustu ár og ára­tugi til að sporna við honum með vit­und­ar­vakn­ingu, laga­setn­ingu og ­sér­tækum aðgerðum í þágu jafn­rétt­is. Þrátt fyrir að rann­sóknir sýni að launa­munur hafi far­ið minnk­andi hin allra síð­ustu ár hér á landi má telja víst að honum verði ekki útrýmt nema með­ að­gerð­u­m,“ segir í grein­ar­gerð með frum­varpi ráð­herr­ans. 

Auglýsing

Sá ávinn­ingur sem ætla verði að frum­varpið muni hafa í för með sér vegur þyngra en sjón­ar­mið um íþyngj­andi áhrif þess fyrir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir, að því er fram kemur í grein­ar­gerð­inni. Það verði ekki séð að með lög­fest­ingu skyldu til jafn­launa­vott­unar sé gengið lengra en nauð­syn­legt sé. 

„Jafn­framt er lagt til að mælt verði fyrir um heim­ild fyrir sam­tök aðila vinnu­mark­að­ar­ins til að semja svo um í kjara­samn­ingum að við úttekt á jafn­launa­kerfi fyr­ir­tækis eða stofn­unar þar sem 25–99 starfs­menn starfa að jafn­aði á árs­grund­velli sé unnt að óska eftir stað­fest­ingu hags­muna­að­ila á því að þar ríki launa­jafn­rétti í stað þess að óska eftir vottun faggilts vott­un­ar­að­ila,“ segir í grein­ar­gerð með frum­varp­inu. Ef samn­ingar nást milli sam­taka aðila vinnu­mark­að­ar­ins hefur fyr­ir­tæki eða stofnun af þess­ari stærð­argráðu eftir sem áður val um það að öðl­ast vottun ef það svo kýs, í stað stað­fest­ingar hags­muna­að­ila. 

„Inn­leið­ing jafn­launa­stað­als­ins krefst stuðn­ings og þátt­töku æðstu stjórn­enda og vinnu inn­an­ hvers vinnu­stað­ar. Ljóst þykir því að vinna við ferlið sjálft feli í sér kostnað fyrir fyr­ir­tæki og ­stofn­an­ir. Sýnir reynsla fyr­ir­tækja og stofn­ana sem nú þegar hafa und­ir­geng­ist jafn­launa­vottun á grund­velli jafn­launa­stað­als­ins aftur á móti að vinna við hana sé mest í upp­hafi. Ferli inn­leið­ing­ar og úttektar auki almenna starfs­á­nægju og trú starfs­manna á að mannauðs­stjórn­un at­vinnu­rek­anda sé fag­leg. Ferlið bæti enn fremur sýn stjórn­enda á starfs­manna- og launa­mál ­sem auð­veldi þeim mannauðs­stjórnun og rök­stuðn­ing við launa­á­kvarð­an­ir. Afrakst­ur­inn verð­i ­gagn­særra og rétt­lát­ara launa­kerf­i,“ segir enn­fremur í grein­ar­gerð­inni.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None