Frumvarp um jafnlaunavottun komið fram á Alþingi

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra hefur lagt fram frumvarp sitt um jafnlaunavottun á Alþingi. Frumvarpið nær til yfir þúsund atvinnurekenda og 80% vinnumarkaðarins.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra hefur lagt fram frumvarp sitt um jafnlaunavottun á Alþingi. Í frumvarpinu er kveðið á um að í fyrirtækjum með 25 eða fleiri starfsmenn þurfi að ráðast í jafnlaunavottun með sérstakri vottun faggilts vottunaraðila. Vottunina þarf að endurnýja á þriggja ára fresti. Í jafnlaunavottun felst að vinnustaðir undirgangast úttektarferli sem leiðir í ljós hvort þar ríkir launajafnrétti. 

Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að jafnlaunavottun taki gildi 1. janúar á næsta ári. Frumvarpið nær til 1.180 atvinnurekenda og um 147 þúsund launamanna, eða um 80% þeirra sem eru virkir á vinnumarkaði. 

„Kynbundinn launamunur er viðvarandi vandi á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda síðustu ár og áratugi til að sporna við honum með vitundarvakningu, lagasetningu og sértækum aðgerðum í þágu jafnréttis. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að launamunur hafi farið minnkandi hin allra síðustu ár hér á landi má telja víst að honum verði ekki útrýmt nema með aðgerðum,“ segir í greinargerð með frumvarpi ráðherrans. 

Auglýsing

Sá ávinningur sem ætla verði að frumvarpið muni hafa í för með sér vegur þyngra en sjónarmið um íþyngjandi áhrif þess fyrir fyrirtæki og stofnanir, að því er fram kemur í greinargerðinni. Það verði ekki séð að með lögfestingu skyldu til jafnlaunavottunar sé gengið lengra en nauðsynlegt sé. 

„Jafnframt er lagt til að mælt verði fyrir um heimild fyrir samtök aðila vinnumarkaðarins til að semja svo um í kjarasamningum að við úttekt á jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar þar sem 25–99 starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli sé unnt að óska eftir staðfestingu hagsmunaaðila á því að þar ríki launajafnrétti í stað þess að óska eftir vottun faggilts vottunaraðila,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Ef samningar nást milli samtaka aðila vinnumarkaðarins hefur fyrirtæki eða stofnun af þessari stærðargráðu eftir sem áður val um það að öðlast vottun ef það svo kýs, í stað staðfestingar hagsmunaaðila. 

„Innleiðing jafnlaunastaðalsins krefst stuðnings og þátttöku æðstu stjórnenda og vinnu innan hvers vinnustaðar. Ljóst þykir því að vinna við ferlið sjálft feli í sér kostnað fyrir fyrirtæki og stofnanir. Sýnir reynsla fyrirtækja og stofnana sem nú þegar hafa undirgengist jafnlaunavottun á grundvelli jafnlaunastaðalsins aftur á móti að vinna við hana sé mest í upphafi. Ferli innleiðingar og úttektar auki almenna starfsánægju og trú starfsmanna á að mannauðsstjórnun atvinnurekanda sé fagleg. Ferlið bæti enn fremur sýn stjórnenda á starfsmanna- og launamál sem auðveldi þeim mannauðsstjórnun og rökstuðning við launaákvarðanir. Afraksturinn verði gagnsærra og réttlátara launakerfi,“ segir ennfremur í greinargerðinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None