Frumvarp um jafnlaunavottun komið fram á Alþingi

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra hefur lagt fram frumvarp sitt um jafnlaunavottun á Alþingi. Frumvarpið nær til yfir þúsund atvinnurekenda og 80% vinnumarkaðarins.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son félags- og jafn­rétt­is­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp sitt um jafn­launa­vottun á Alþingi. Í frum­varp­inu er kveðið á um að í fyr­ir­tækjum með 25 eða fleiri starfs­menn þurfi að ráð­ast í jafn­launa­vottun með sér­stakri vottun faggilts vott­un­ar­að­ila. Vott­un­ina þarf að end­ur­nýja á þriggja ára fresti. Í jafn­launa­vottun felst að vinnu­staðir und­ir­gang­ast úttekt­ar­ferli sem leiðir í ljós hvort þar ríkir launa­jafn­rétt­i. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu er gert ráð fyrir því að jafn­launa­vottun taki gildi 1. jan­úar á næsta ári. Frum­varpið nær til 1.180 atvinnu­rek­enda og um 147 þús­und launa­manna, eða um 80% þeirra sem eru virkir á vinnu­mark­að­i. 

„Kyn­bund­inn launa­munur er við­var­andi vandi á íslenskum vinnu­mark­aði þrátt fyrir við­leitn­i ­stjórn­valda síð­ustu ár og ára­tugi til að sporna við honum með vit­und­ar­vakn­ingu, laga­setn­ingu og ­sér­tækum aðgerðum í þágu jafn­rétt­is. Þrátt fyrir að rann­sóknir sýni að launa­munur hafi far­ið minnk­andi hin allra síð­ustu ár hér á landi má telja víst að honum verði ekki útrýmt nema með­ að­gerð­u­m,“ segir í grein­ar­gerð með frum­varpi ráð­herr­ans. 

Auglýsing

Sá ávinn­ingur sem ætla verði að frum­varpið muni hafa í för með sér vegur þyngra en sjón­ar­mið um íþyngj­andi áhrif þess fyrir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir, að því er fram kemur í grein­ar­gerð­inni. Það verði ekki séð að með lög­fest­ingu skyldu til jafn­launa­vott­unar sé gengið lengra en nauð­syn­legt sé. 

„Jafn­framt er lagt til að mælt verði fyrir um heim­ild fyrir sam­tök aðila vinnu­mark­að­ar­ins til að semja svo um í kjara­samn­ingum að við úttekt á jafn­launa­kerfi fyr­ir­tækis eða stofn­unar þar sem 25–99 starfs­menn starfa að jafn­aði á árs­grund­velli sé unnt að óska eftir stað­fest­ingu hags­muna­að­ila á því að þar ríki launa­jafn­rétti í stað þess að óska eftir vottun faggilts vott­un­ar­að­ila,“ segir í grein­ar­gerð með frum­varp­inu. Ef samn­ingar nást milli sam­taka aðila vinnu­mark­að­ar­ins hefur fyr­ir­tæki eða stofnun af þess­ari stærð­argráðu eftir sem áður val um það að öðl­ast vottun ef það svo kýs, í stað stað­fest­ingar hags­muna­að­ila. 

„Inn­leið­ing jafn­launa­stað­als­ins krefst stuðn­ings og þátt­töku æðstu stjórn­enda og vinnu inn­an­ hvers vinnu­stað­ar. Ljóst þykir því að vinna við ferlið sjálft feli í sér kostnað fyrir fyr­ir­tæki og ­stofn­an­ir. Sýnir reynsla fyr­ir­tækja og stofn­ana sem nú þegar hafa und­ir­geng­ist jafn­launa­vottun á grund­velli jafn­launa­stað­als­ins aftur á móti að vinna við hana sé mest í upp­hafi. Ferli inn­leið­ing­ar og úttektar auki almenna starfs­á­nægju og trú starfs­manna á að mannauðs­stjórn­un at­vinnu­rek­anda sé fag­leg. Ferlið bæti enn fremur sýn stjórn­enda á starfs­manna- og launa­mál ­sem auð­veldi þeim mannauðs­stjórnun og rök­stuðn­ing við launa­á­kvarð­an­ir. Afrakst­ur­inn verð­i ­gagn­særra og rétt­lát­ara launa­kerf­i,“ segir enn­fremur í grein­ar­gerð­inni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None