Arion banki: Engar skuldir Samskipa afskrifaðar

Ekkert bendir til þess að tengsl hafi verið hjá félögum Ólafs Ólafssonar við aflandsfélög, sem fóru í gegnum endurskipulagningu og skuldauppgjör eftir hrunið. Þetta kemur fram í svari Arion banka við fyrirspurn Kjarnans.

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson.
Auglýsing

Arion banki segir að bank­inn hafi ekk­ert afskrifað af skuldum Sam­skipa þegar fjár­hagur félags­ins var end­ur­skipu­lagður árið 2010. Þá hafi engin tengsl verið í rekstri félags­ins Kjal­ars, við aflands­fé­lög sem Ólafur Ólafs­son, eig­andi félag­anna beggja, hafi átt. 

Kjalar fór í gegnum end­ur­skipu­lagn­ingu árið 2011 og segir í svari Arion banka við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans um hvernig staðið hefði verið að skulda­upp­gjöri við Ólaf, að eignir félags­ins hafi komið í fang bank­ans, þar á meðal þriðj­ungs­hlutur í Granda. 

Tekið er fram í svari Arion banka að skulda­upp­gjörin hafi verið við þessi tvö fyrr­nefndu félög, en ekki Ólaf sjálf­an. 

Auglýsing

Í til­viki Sam­skipa þá hafi Arion banki ekki verið stærsti lán­veit­and­inn heldur Fortis bank­inn í Hollandi, og því hafi staða Arion banka markast af því. Ólafur er enn eig­andi Sam­skipa.Félög Ólafs voru í við­skiptum við Kaup­þing fyrir hrun­ið, en Ólafur var meðal stærstu hlut­hafa bank­ans með tæp­lega 10 pró­sent hlut, þegar hann féll í októ­ber 2008, ásamt Glitni og Lands­bank­an­um.

Félög í eigu Ólafs Ólafssonar voru í viðskiptum við Kaupþing, en Arion banki varð til á grunni innlendra eigna Kaupþings.

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans var svo hljóð­andi:

Ég vísa til skulda­upp­gjörs Arion banka við Ólaf Ólafs­son, fjár­festi, og félög sem voru í hans eigu, þegar gengið var frá skulda­upp­gjöri.

Ég vil fá að vita hvort félög sem nú hefur komið í ljós, að Ólafur not­aði til að fela eign­ar­hald á banka árum sam­an, og er skráð í skatta­skjóli, hafi verið gefið upp sem hluti af eigna­safn­inu þegar gengið var til samn­inga um skuld­ir.

Fór Arion banki fram á að Ólafur legði öll spilin á borðið við skulda­upp­gjörið, og gerði hann það? Var þetta félag, sem nú hefur verið opin­berað af rann­sókn­ar­nefnd Alþingis og átti millj­arða eign­ir, hluti af þeim félögum sem lágu til grund­vallar upp­gjör­inu, sem gerði honum meðal ann­ars mögu­legt að halda Sam­skip­um?

Í svari Arion banka segir að ekk­ert bendi til tengsla þess­ara félaga, við aflands­fé­lög sem Ólafur átti, og koma meðal ann­ars við sögu í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um söl­una á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­an­um. Fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing Sam­skipa fór fram árið 2010. Arion banki var ekki stærsti lán­veit­andi félags­ins heldur var það hol­lenski bank­inn Fortis sem stýrði þar för. Arion banki afskrif­aði ekk­ert af skuldum Sam­skipa.

Það var svo árið 2011 sem skulda­upp­gjör Kjal­ars við Arion banka fór fram. Þá voru allar eignir teknar úr félag­inu eftir ítar­lega rann­sókn á stöðu félags­ins. Var t.a.m. 33% hlutur í HB Granda fram­seldur til Arion banka. Ekk­ert benti til tengsla við þau félög sem fjallað er um í nýlegri rann­sókn­ar­skýrslu í tengslum við sölu Bún­að­ar­bank­ans árið 2003.

Rétt er að hafa í huga að um er að ræða fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu félag­anna en ekki ein­stak­lings,“ segir í svari Arion banka. 

Eins og fram kom í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis, vegna söl­unnar á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum árið 2003, þá er það mat nefnd­ar­innar að Ólafur Ólafs­son hafi beitt almenn­ing, stjórn­völd og fjöl­miðla blekk­ing­um, ásamt sam­starfs­fólki í Kaup­þingi, í tengslum við aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser, að kaupum á hlut rík­is­ins í bank­an­um.

Ítar­­leg skrif­­leg gögn sýna með óyggj­andi hætti að þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser, Kaup­­þing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­­bo­­urg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafs­­sonar not­uðu leyn­i­­lega samn­inga til að fela raun­veru­­legt eign­­ar­hald þess hlutar sem Hauck & Auf­häuser átti í Bún­­að­­ar­­bank­­anum í orði kveðnu. „Í raun var eig­andi hlut­­ar­ins aflands­­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jóm­frú­a­eyj­­um. Með fjölda leyn­i­­legra samn­inga og milli­­­færslum á fjár­­mun­um, m.a. frá Kaup­­þingi hf. inn á banka­­reikn­ing Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser var þýska bank­­anum tryggt skað­­leysi af við­­skipt­unum með hluti í Bún­­að­­ar­­bank­an­um,“ segir í útdrætti skýrsl­unn­ar. 

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None