Arion banki: Engar skuldir Samskipa afskrifaðar

Ekkert bendir til þess að tengsl hafi verið hjá félögum Ólafs Ólafssonar við aflandsfélög, sem fóru í gegnum endurskipulagningu og skuldauppgjör eftir hrunið. Þetta kemur fram í svari Arion banka við fyrirspurn Kjarnans.

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson.
Auglýsing

Arion banki segir að bank­inn hafi ekk­ert afskrifað af skuldum Sam­skipa þegar fjár­hagur félags­ins var end­ur­skipu­lagður árið 2010. Þá hafi engin tengsl verið í rekstri félags­ins Kjal­ars, við aflands­fé­lög sem Ólafur Ólafs­son, eig­andi félag­anna beggja, hafi átt. 

Kjalar fór í gegnum end­ur­skipu­lagn­ingu árið 2011 og segir í svari Arion banka við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans um hvernig staðið hefði verið að skulda­upp­gjöri við Ólaf, að eignir félags­ins hafi komið í fang bank­ans, þar á meðal þriðj­ungs­hlutur í Granda. 

Tekið er fram í svari Arion banka að skulda­upp­gjörin hafi verið við þessi tvö fyrr­nefndu félög, en ekki Ólaf sjálf­an. 

Auglýsing

Í til­viki Sam­skipa þá hafi Arion banki ekki verið stærsti lán­veit­and­inn heldur Fortis bank­inn í Hollandi, og því hafi staða Arion banka markast af því. Ólafur er enn eig­andi Sam­skipa.Félög Ólafs voru í við­skiptum við Kaup­þing fyrir hrun­ið, en Ólafur var meðal stærstu hlut­hafa bank­ans með tæp­lega 10 pró­sent hlut, þegar hann féll í októ­ber 2008, ásamt Glitni og Lands­bank­an­um.

Félög í eigu Ólafs Ólafssonar voru í viðskiptum við Kaupþing, en Arion banki varð til á grunni innlendra eigna Kaupþings.

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans var svo hljóð­andi:

Ég vísa til skulda­upp­gjörs Arion banka við Ólaf Ólafs­son, fjár­festi, og félög sem voru í hans eigu, þegar gengið var frá skulda­upp­gjöri.

Ég vil fá að vita hvort félög sem nú hefur komið í ljós, að Ólafur not­aði til að fela eign­ar­hald á banka árum sam­an, og er skráð í skatta­skjóli, hafi verið gefið upp sem hluti af eigna­safn­inu þegar gengið var til samn­inga um skuld­ir.

Fór Arion banki fram á að Ólafur legði öll spilin á borðið við skulda­upp­gjörið, og gerði hann það? Var þetta félag, sem nú hefur verið opin­berað af rann­sókn­ar­nefnd Alþingis og átti millj­arða eign­ir, hluti af þeim félögum sem lágu til grund­vallar upp­gjör­inu, sem gerði honum meðal ann­ars mögu­legt að halda Sam­skip­um?

Í svari Arion banka segir að ekk­ert bendi til tengsla þess­ara félaga, við aflands­fé­lög sem Ólafur átti, og koma meðal ann­ars við sögu í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um söl­una á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­an­um. Fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing Sam­skipa fór fram árið 2010. Arion banki var ekki stærsti lán­veit­andi félags­ins heldur var það hol­lenski bank­inn Fortis sem stýrði þar för. Arion banki afskrif­aði ekk­ert af skuldum Sam­skipa.

Það var svo árið 2011 sem skulda­upp­gjör Kjal­ars við Arion banka fór fram. Þá voru allar eignir teknar úr félag­inu eftir ítar­lega rann­sókn á stöðu félags­ins. Var t.a.m. 33% hlutur í HB Granda fram­seldur til Arion banka. Ekk­ert benti til tengsla við þau félög sem fjallað er um í nýlegri rann­sókn­ar­skýrslu í tengslum við sölu Bún­að­ar­bank­ans árið 2003.

Rétt er að hafa í huga að um er að ræða fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu félag­anna en ekki ein­stak­lings,“ segir í svari Arion banka. 

Eins og fram kom í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis, vegna söl­unnar á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum árið 2003, þá er það mat nefnd­ar­innar að Ólafur Ólafs­son hafi beitt almenn­ing, stjórn­völd og fjöl­miðla blekk­ing­um, ásamt sam­starfs­fólki í Kaup­þingi, í tengslum við aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser, að kaupum á hlut rík­is­ins í bank­an­um.

Ítar­­leg skrif­­leg gögn sýna með óyggj­andi hætti að þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser, Kaup­­þing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­­bo­­urg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafs­­sonar not­uðu leyn­i­­lega samn­inga til að fela raun­veru­­legt eign­­ar­hald þess hlutar sem Hauck & Auf­häuser átti í Bún­­að­­ar­­bank­­anum í orði kveðnu. „Í raun var eig­andi hlut­­ar­ins aflands­­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jóm­frú­a­eyj­­um. Með fjölda leyn­i­­legra samn­inga og milli­­­færslum á fjár­­mun­um, m.a. frá Kaup­­þingi hf. inn á banka­­reikn­ing Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser var þýska bank­­anum tryggt skað­­leysi af við­­skipt­unum með hluti í Bún­­að­­ar­­bank­an­um,“ segir í útdrætti skýrsl­unn­ar. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None