Arion banki: Engar skuldir Samskipa afskrifaðar

Ekkert bendir til þess að tengsl hafi verið hjá félögum Ólafs Ólafssonar við aflandsfélög, sem fóru í gegnum endurskipulagningu og skuldauppgjör eftir hrunið. Þetta kemur fram í svari Arion banka við fyrirspurn Kjarnans.

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson.
Auglýsing

Arion banki segir að bank­inn hafi ekk­ert afskrifað af skuldum Sam­skipa þegar fjár­hagur félags­ins var end­ur­skipu­lagður árið 2010. Þá hafi engin tengsl verið í rekstri félags­ins Kjal­ars, við aflands­fé­lög sem Ólafur Ólafs­son, eig­andi félag­anna beggja, hafi átt. 

Kjalar fór í gegnum end­ur­skipu­lagn­ingu árið 2011 og segir í svari Arion banka við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans um hvernig staðið hefði verið að skulda­upp­gjöri við Ólaf, að eignir félags­ins hafi komið í fang bank­ans, þar á meðal þriðj­ungs­hlutur í Granda. 

Tekið er fram í svari Arion banka að skulda­upp­gjörin hafi verið við þessi tvö fyrr­nefndu félög, en ekki Ólaf sjálf­an. 

Auglýsing

Í til­viki Sam­skipa þá hafi Arion banki ekki verið stærsti lán­veit­and­inn heldur Fortis bank­inn í Hollandi, og því hafi staða Arion banka markast af því. Ólafur er enn eig­andi Sam­skipa.Félög Ólafs voru í við­skiptum við Kaup­þing fyrir hrun­ið, en Ólafur var meðal stærstu hlut­hafa bank­ans með tæp­lega 10 pró­sent hlut, þegar hann féll í októ­ber 2008, ásamt Glitni og Lands­bank­an­um.

Félög í eigu Ólafs Ólafssonar voru í viðskiptum við Kaupþing, en Arion banki varð til á grunni innlendra eigna Kaupþings.

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans var svo hljóð­andi:

Ég vísa til skulda­upp­gjörs Arion banka við Ólaf Ólafs­son, fjár­festi, og félög sem voru í hans eigu, þegar gengið var frá skulda­upp­gjöri.

Ég vil fá að vita hvort félög sem nú hefur komið í ljós, að Ólafur not­aði til að fela eign­ar­hald á banka árum sam­an, og er skráð í skatta­skjóli, hafi verið gefið upp sem hluti af eigna­safn­inu þegar gengið var til samn­inga um skuld­ir.

Fór Arion banki fram á að Ólafur legði öll spilin á borðið við skulda­upp­gjörið, og gerði hann það? Var þetta félag, sem nú hefur verið opin­berað af rann­sókn­ar­nefnd Alþingis og átti millj­arða eign­ir, hluti af þeim félögum sem lágu til grund­vallar upp­gjör­inu, sem gerði honum meðal ann­ars mögu­legt að halda Sam­skip­um?

Í svari Arion banka segir að ekk­ert bendi til tengsla þess­ara félaga, við aflands­fé­lög sem Ólafur átti, og koma meðal ann­ars við sögu í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um söl­una á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­an­um. Fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing Sam­skipa fór fram árið 2010. Arion banki var ekki stærsti lán­veit­andi félags­ins heldur var það hol­lenski bank­inn Fortis sem stýrði þar för. Arion banki afskrif­aði ekk­ert af skuldum Sam­skipa.

Það var svo árið 2011 sem skulda­upp­gjör Kjal­ars við Arion banka fór fram. Þá voru allar eignir teknar úr félag­inu eftir ítar­lega rann­sókn á stöðu félags­ins. Var t.a.m. 33% hlutur í HB Granda fram­seldur til Arion banka. Ekk­ert benti til tengsla við þau félög sem fjallað er um í nýlegri rann­sókn­ar­skýrslu í tengslum við sölu Bún­að­ar­bank­ans árið 2003.

Rétt er að hafa í huga að um er að ræða fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu félag­anna en ekki ein­stak­lings,“ segir í svari Arion banka. 

Eins og fram kom í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis, vegna söl­unnar á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum árið 2003, þá er það mat nefnd­ar­innar að Ólafur Ólafs­son hafi beitt almenn­ing, stjórn­völd og fjöl­miðla blekk­ing­um, ásamt sam­starfs­fólki í Kaup­þingi, í tengslum við aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser, að kaupum á hlut rík­is­ins í bank­an­um.

Ítar­­leg skrif­­leg gögn sýna með óyggj­andi hætti að þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser, Kaup­­þing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­­bo­­urg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafs­­sonar not­uðu leyn­i­­lega samn­inga til að fela raun­veru­­legt eign­­ar­hald þess hlutar sem Hauck & Auf­häuser átti í Bún­­að­­ar­­bank­­anum í orði kveðnu. „Í raun var eig­andi hlut­­ar­ins aflands­­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jóm­frú­a­eyj­­um. Með fjölda leyn­i­­legra samn­inga og milli­­­færslum á fjár­­mun­um, m.a. frá Kaup­­þingi hf. inn á banka­­reikn­ing Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser var þýska bank­­anum tryggt skað­­leysi af við­­skipt­unum með hluti í Bún­­að­­ar­­bank­an­um,“ segir í útdrætti skýrsl­unn­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None