Arion banki: Engar skuldir Samskipa afskrifaðar

Ekkert bendir til þess að tengsl hafi verið hjá félögum Ólafs Ólafssonar við aflandsfélög, sem fóru í gegnum endurskipulagningu og skuldauppgjör eftir hrunið. Þetta kemur fram í svari Arion banka við fyrirspurn Kjarnans.

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson.
Auglýsing

Arion banki segir að bank­inn hafi ekk­ert afskrifað af skuldum Sam­skipa þegar fjár­hagur félags­ins var end­ur­skipu­lagður árið 2010. Þá hafi engin tengsl verið í rekstri félags­ins Kjal­ars, við aflands­fé­lög sem Ólafur Ólafs­son, eig­andi félag­anna beggja, hafi átt. 

Kjalar fór í gegnum end­ur­skipu­lagn­ingu árið 2011 og segir í svari Arion banka við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans um hvernig staðið hefði verið að skulda­upp­gjöri við Ólaf, að eignir félags­ins hafi komið í fang bank­ans, þar á meðal þriðj­ungs­hlutur í Granda. 

Tekið er fram í svari Arion banka að skulda­upp­gjörin hafi verið við þessi tvö fyrr­nefndu félög, en ekki Ólaf sjálf­an. 

Auglýsing

Í til­viki Sam­skipa þá hafi Arion banki ekki verið stærsti lán­veit­and­inn heldur Fortis bank­inn í Hollandi, og því hafi staða Arion banka markast af því. Ólafur er enn eig­andi Sam­skipa.Félög Ólafs voru í við­skiptum við Kaup­þing fyrir hrun­ið, en Ólafur var meðal stærstu hlut­hafa bank­ans með tæp­lega 10 pró­sent hlut, þegar hann féll í októ­ber 2008, ásamt Glitni og Lands­bank­an­um.

Félög í eigu Ólafs Ólafssonar voru í viðskiptum við Kaupþing, en Arion banki varð til á grunni innlendra eigna Kaupþings.

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans var svo hljóð­andi:

Ég vísa til skulda­upp­gjörs Arion banka við Ólaf Ólafs­son, fjár­festi, og félög sem voru í hans eigu, þegar gengið var frá skulda­upp­gjöri.

Ég vil fá að vita hvort félög sem nú hefur komið í ljós, að Ólafur not­aði til að fela eign­ar­hald á banka árum sam­an, og er skráð í skatta­skjóli, hafi verið gefið upp sem hluti af eigna­safn­inu þegar gengið var til samn­inga um skuld­ir.

Fór Arion banki fram á að Ólafur legði öll spilin á borðið við skulda­upp­gjörið, og gerði hann það? Var þetta félag, sem nú hefur verið opin­berað af rann­sókn­ar­nefnd Alþingis og átti millj­arða eign­ir, hluti af þeim félögum sem lágu til grund­vallar upp­gjör­inu, sem gerði honum meðal ann­ars mögu­legt að halda Sam­skip­um?

Í svari Arion banka segir að ekk­ert bendi til tengsla þess­ara félaga, við aflands­fé­lög sem Ólafur átti, og koma meðal ann­ars við sögu í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um söl­una á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­an­um. Fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing Sam­skipa fór fram árið 2010. Arion banki var ekki stærsti lán­veit­andi félags­ins heldur var það hol­lenski bank­inn Fortis sem stýrði þar för. Arion banki afskrif­aði ekk­ert af skuldum Sam­skipa.

Það var svo árið 2011 sem skulda­upp­gjör Kjal­ars við Arion banka fór fram. Þá voru allar eignir teknar úr félag­inu eftir ítar­lega rann­sókn á stöðu félags­ins. Var t.a.m. 33% hlutur í HB Granda fram­seldur til Arion banka. Ekk­ert benti til tengsla við þau félög sem fjallað er um í nýlegri rann­sókn­ar­skýrslu í tengslum við sölu Bún­að­ar­bank­ans árið 2003.

Rétt er að hafa í huga að um er að ræða fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu félag­anna en ekki ein­stak­lings,“ segir í svari Arion banka. 

Eins og fram kom í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis, vegna söl­unnar á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum árið 2003, þá er það mat nefnd­ar­innar að Ólafur Ólafs­son hafi beitt almenn­ing, stjórn­völd og fjöl­miðla blekk­ing­um, ásamt sam­starfs­fólki í Kaup­þingi, í tengslum við aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser, að kaupum á hlut rík­is­ins í bank­an­um.

Ítar­­leg skrif­­leg gögn sýna með óyggj­andi hætti að þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser, Kaup­­þing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­­bo­­urg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafs­­sonar not­uðu leyn­i­­lega samn­inga til að fela raun­veru­­legt eign­­ar­hald þess hlutar sem Hauck & Auf­häuser átti í Bún­­að­­ar­­bank­­anum í orði kveðnu. „Í raun var eig­andi hlut­­ar­ins aflands­­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jóm­frú­a­eyj­­um. Með fjölda leyn­i­­legra samn­inga og milli­­­færslum á fjár­­mun­um, m.a. frá Kaup­­þingi hf. inn á banka­­reikn­ing Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser var þýska bank­­anum tryggt skað­­leysi af við­­skipt­unum með hluti í Bún­­að­­ar­­bank­an­um,“ segir í útdrætti skýrsl­unn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None