Bannon vikið úr þjóðaröryggisráðinu

Steve Bannon á ekki lengur sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna.

Auglýsing
Steve Bannon, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta.
Steve Bannon, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur vikið Steve Bannon úr sæti sínu í þjóðar­ör­ygg­is­ráði Banda­ríkj­anna. Bannon hefur verið í hlut­verki helsta ráð­gjafa Trumps síðan for­set­inn tók við emb­ætti í jan­ú­ar. The New York Times greinir frá þessu.

Í yfir­lýs­ingu frá Hvíta hús­inu segir að ekki sé verið að lækka Bannon í tign, heldur sé verið að end­ur­raða í þau fjöl­mörgu sæti sem ráð­gjafar for­set­ans skipa.

Breyt­ing­arnar voru að frum­kvæði þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafa Don­alds Trump, Her­bert McMast­er. McMaster tók við af Mich­ael Flynn, sem sagði af sér í febr­úar eftir að hafa orðið upp­vís að því að afvega­leiða emb­ætt­is­menn um sam­skipti við rúss­neska sendi­herr­ann.

Sagan af Flynn er enn öll ósögð.

Auglýsing

Þegar Bannon var skip­aður í þjóðar­ör­ygg­is­ráðið í jan­úar vökn­uðu spurn­ingar um að Trump-­stjórnin væri að blanda stjórn­málum um of í þjóðar­ör­ygg­is­mál­in, sem hafa hingað til verið sam­kunda yfir­manna í leyni­þjón­ustu og lög­reglu Banda­ríkj­anna. Ráðið er helsta upp­lýs­inga­veita for­set­ans í utan­rík­is­málum og örygg­is­mál­um.

Bannon er umdeildur mað­ur. Hann stýrði um tíma öfga hægri­m­iðl­inum Breibart News í Banda­ríkj­unum og hefur lýst skoð­unum sínum á útlend­ing­um. Hann hefur fyrir vikið verið sak­aður um útlend­inga­hatur og þjóð­ern­is­hyggju sem upp­hefur hvíta á kostnað ann­arra kyn­þátta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None