Fimm upphafsatriði í Sósíalistaflokki Gunnars Smára

Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður og útgefandi, er nú kominn á fullt í að stofna stjórnmálaflokk og er þegar farinn að leggja línurnar með grundvallaratriðum í flokksstarfinu.

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson.
Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son, fyrr­ver­andi útgef­andi og rit­stjóri Frétta­tím­ans, er kom­inn á fullt við að stofna Sós­í­alista­flokk Íslands, að því er hann segir á Face­book síðu sinni, og nefnir sér­stak­lega til sög­unnar fimm áherslu­mál í upp­hafi. 

„Fyrstu bar­áttu­mál Sós­í­alista­flokks Íslands eru þessi:

1. Mann­sæm­andi kjör fyrir alla lands­menn, hvort sem þeir eru launa­menn, atvinnu­laus­ir, bóta­þeg­ar, náms­menn eða heima­vinn­andi.

2. Aðgengi án tak­mark­ana að öruggu og ódýru hús­næði.

3. Aðgengi án tak­mark­ana að gjald­frjálsu heil­brigð­is­kerfi, að gjald­frjálsri menntun á öllum skóla­stigum og að gjald­frjálsu vel­ferð­ar­kerfi sem mætir ólíkum þörfum fólks­ins í land­inu.

4. Stytt­ing vinnu­vik­unn­ar, til að bæta lífs­gæði fólks­ins í land­inu og auð­velda því að ger­ast virkir þátt­tak­endur í mótun sam­fé­lags­ins.

5. End­ur­upp­bygg­ing skatt­kerf­is­ins svo auð­stéttin greiði eðli­legan hlut til sam­neysl­unnar en álögum sé létt af hinum verst stæð­u,“ segir Gunnar Smári. 

Auglýsing
Gunnar Smári var áður stærsti eig­andi útgáfu­fé­lags Frétta­tím­ans með 46 pró­sent, og var enn fremur útgef­andi, en hann hefur yfir­gefið Frétta­tím­ann, á meðan unnið er að end­ur­skipu­lagn­ingu hans. Útgáfan stendur höllum fæti og fram­hald útgáfu óljós, en hluti starfs­manna blaðs­ins fékk ekki greidd laun sín um síð­ustu mán­að­ar­mót. 

Gunnar Smári segir í pistli á Face­book síðu Sós­í­alista­flokks­ins að hann vilji að Sós­í­alista­flokkur Íslands leggi áherslu á að færa „valdið til fólks­ins“ og jafna rétt og kjör í sam­fé­lag­inu. „Sós­í­alista­flokkur Íslands er stjórn­mála­flokkur almenn­ings á Íslandi. Mark­mið hans er samfé­lag frels­is, jöfn­uð­ar, menn­helgi og sam­kennd­ar. Þessi mark­mið nást ein­göngu með því að færa völdin í hendur fólks­ins í land­inu.

Sós­í­alista­flokkur Íslands er flokkur launa­fólks og allra þeirra sem búa við skort, ósýni­leika og valda­leysi. And­stæð­ingar Sós­í­alista­flokks Íslands eru auð­valdið og ráða­stétt­in. Vett­vangur Sós­í­alista­flokks Íslands er breið stétta­bar­átta sem hafnar mála­miðl­unum og falskri sam­ræðu.

Í starfi sínu leggur Sós­í­alista­flokkur Íslands áherslu á það sem sem­einar fólkið í land­inu: órétt­lætið sem við mætum og vilja okkar til að losna undan því. Við bjóðum alla lands­menn, óháð kyni, upp­runa, trú, eða kyn­hneigð vel­komna til nýrrar og breiðrar bar­átt­ur­hreyf­ing­ar.

Sós­í­alista­flokkur Íslands vill að fram­þróun sam­fé­lags­ins stýr­ist af hags­munum almenn­ings. Þess vegna þarf almenn­ingur að ná völd­um, ekki aðeins yfir opin­berum stofn­unum heldur einnig nærum­hverfi sínu. Vinnu­stað­ur­inn, verka­lýðs­fé­lag­ið, skól­inn, hverf­ið, sveit­ar­fé­lag­ið, þorpið – öll þessi svið eiga að vera undir vald­d­eifðri stjórn þar sem hags­munir fólks­ins eru í fyr­ir­rúmi,“ segir Gunnar Smári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None