Tillerson segir Rússa hafa brugðist í Sýrlandi

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á næstunni funda með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Mikil spenna einkennir nú samskipti ríkjanna hefur stefnubreytingu Bandaríkjanna í málefnum Sýrlands.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Auglýsing

Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna og fyrr­ver­andi for­stjóri olíu­risands Exxon Mobile, segir að Rússar beri mikla ábyrgð á efna­vopna­árásinni í Sýr­landi, sem kost­aði yfir 80 manns­líf, og þar á meðal 20 börn. Banda­ríkin svör­uðu árásinni með leift­ur­snöggri breyt­ingu á utan­rík­is­stefnu sinni, og réð­ust gegn stjórn­ar­her Sýr­lands með flug­skeyta­árás.

Sam­tals var 59 Toma­hawk flug­skeytum skotið á valin skot­mörk í Sýr­landi, þar á meðal á Shaytar flug­völl­inn í Homs, þar sem banda­rísk stjórn­völd segja að efna­vopn­unum hafi verið skotið á loft af stjórn­ar­her Sýr­land undir for­ystu Assad for­seta.

Auglýsing

Í við­tali við CBS Face The Nation sagði Tiller­son að engin gögn bentu til þess að Rússar hefðu átt aðild að efna­vopna­árásinni. Hins vegar hefðu Rússar átt að tryggja efna­vopna­af­vopnum Sýr­lands, eins og þrýst hefði verið á um, meðal ann­ars af hálfu Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þetta hefði ekki verið gert, og það væri alvar­leg­t. 

Rússar hafa svarað því til að árás Banda­ríkj­anna á Sýr­land hafi verið ólög­leg og sé til þess fallin að grafa undan sam­skiptum ríkj­anna tveggja. Í The Independent í gær var meðal ann­ars full­yrt að stjórn­völd í Rúss­landi og Íran væru nú að stilla saman strengi, og ætl­uðu sér ekki að láta Banda­ríkin „stíga yfir rauðu lín­una“ aftur með því að gera árás á Sýr­land. 

Sam­hliða þessum aðgerðum Banda­ríkj­anna í Sýr­land þá hefur spennan verið að aukast í sam­skiptum Norð­ur­-Kóreu ann­ars veg­ar, og Banda­ríkj­anna, Suð­ur­-Koreu og Jap­ans hins veg­ar. Banda­ríkin hafa nú þegar aukið við­búnað sinn með því að senda á vett­vang í Jap­ans­hafi, fleiri og betur vopnum búin her­skip. 

Til­raunir Norð­ur­-Kóreu, undir stjórn leið­tog­ans Kim-Jong Un, með lang­dræg flug­skeyti og kjarna­orku­vopn, þykja ögrun við heims­frið­inn og hefur Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagt að hann sé til­bú­inn að beita frum­kvæð­is­hern­aði - án stuðn­ings ann­arra ríkja - til að stöðva ögr­anir Norð­ur­-Kóreu.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None