Tillerson segir Rússa hafa brugðist í Sýrlandi

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á næstunni funda með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Mikil spenna einkennir nú samskipti ríkjanna hefur stefnubreytingu Bandaríkjanna í málefnum Sýrlands.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Auglýsing

Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna og fyrr­ver­andi for­stjóri olíu­risands Exxon Mobile, segir að Rússar beri mikla ábyrgð á efna­vopna­árásinni í Sýr­landi, sem kost­aði yfir 80 manns­líf, og þar á meðal 20 börn. Banda­ríkin svör­uðu árásinni með leift­ur­snöggri breyt­ingu á utan­rík­is­stefnu sinni, og réð­ust gegn stjórn­ar­her Sýr­lands með flug­skeyta­árás.

Sam­tals var 59 Toma­hawk flug­skeytum skotið á valin skot­mörk í Sýr­landi, þar á meðal á Shaytar flug­völl­inn í Homs, þar sem banda­rísk stjórn­völd segja að efna­vopn­unum hafi verið skotið á loft af stjórn­ar­her Sýr­land undir for­ystu Assad for­seta.

Auglýsing

Í við­tali við CBS Face The Nation sagði Tiller­son að engin gögn bentu til þess að Rússar hefðu átt aðild að efna­vopna­árásinni. Hins vegar hefðu Rússar átt að tryggja efna­vopna­af­vopnum Sýr­lands, eins og þrýst hefði verið á um, meðal ann­ars af hálfu Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þetta hefði ekki verið gert, og það væri alvar­leg­t. 

Rússar hafa svarað því til að árás Banda­ríkj­anna á Sýr­land hafi verið ólög­leg og sé til þess fallin að grafa undan sam­skiptum ríkj­anna tveggja. Í The Independent í gær var meðal ann­ars full­yrt að stjórn­völd í Rúss­landi og Íran væru nú að stilla saman strengi, og ætl­uðu sér ekki að láta Banda­ríkin „stíga yfir rauðu lín­una“ aftur með því að gera árás á Sýr­land. 

Sam­hliða þessum aðgerðum Banda­ríkj­anna í Sýr­land þá hefur spennan verið að aukast í sam­skiptum Norð­ur­-Kóreu ann­ars veg­ar, og Banda­ríkj­anna, Suð­ur­-Koreu og Jap­ans hins veg­ar. Banda­ríkin hafa nú þegar aukið við­búnað sinn með því að senda á vett­vang í Jap­ans­hafi, fleiri og betur vopnum búin her­skip. 

Til­raunir Norð­ur­-Kóreu, undir stjórn leið­tog­ans Kim-Jong Un, með lang­dræg flug­skeyti og kjarna­orku­vopn, þykja ögrun við heims­frið­inn og hefur Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagt að hann sé til­bú­inn að beita frum­kvæð­is­hern­aði - án stuðn­ings ann­arra ríkja - til að stöðva ögr­anir Norð­ur­-Kóreu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None