Fjársterk fasteignafélög vekja áhuga erlendra fjárfesta

Samanlagðar eignir skráðu fasteignafélaganna þriggja nema tæplega 300 milljörðum króna.

Horft yfir Melana í vesturbæ Reykjavíkur.
Horft yfir Melana í vesturbæ Reykjavíkur.
Auglýsing

Erlendir fjár­festar hafa að und­an­förnu keypt hluta­bréf í fast­eigna­fé­lög­unum þremur sem skráð eru á mark­að, Eik, Reitum og Reg­inn, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Eftir að fjár­magns­höft voru losuð hafa erlendir fjár­festar látið sjá sig í auknu mæli á íslenska mark­aðnum og hafa þeir ekki síst horft til fast­eigna­fé­lag­anna og hluta­bréfa­sjóða sem fjár­festa í þeim.

Sé mið tekið af stöðu félag­anna þriggja í lok árs í fyrra þá nam sam­an­lagt eigin fé félag­anna 101,3 millj­örðum króna. Stærst er Reitir en eigin fé þess nam 46 millj­örðum króna í lok árs­ins. Reitir er með 29 millj­arða í eigin fé og hjá Eik var 26,3 millj­arðar í lok árs­ins. 

Hér má sjá skiptingu hlutafjár Regins. Mynd: Keldan.Sam­an­lagt mark­aðsvirði félag­anna er nú 156,6 millj­arðar króna, eða sem nemur 1,5 sinnum eigin fé þeirra. Mark­aðsvirði Reita er 72 millj­arð­ar, Reg­ins 43,3 millj­arðar og Eikar 41,2 millj­arð­ar. 

Hagn­aður félag­anna í fyrra nam 10,5 millj­örðum króna, eða sem nemur um 10,3 pró­sentum af eigin fé þeirra. Félögin hafa vit­an­lega notið góðs af mik­illi hækkun fast­eigna­verðs, en á móti kemur að rekstur atvinnu­hús­næðis hefur einnig farið hækk­and­i. 

Í fyrra var mestur hagn­aður hjá Reg­inn, eða 4,2 millj­arðar króna. Hjá Eik var hann 3,6 millj­arðar og hjá Reitum 2,7 millj­arð­ar.

Auglýsing

Eignir Reita nem 134 millj­örðum króna, hjá Reg­inn eru eign­irnar metnar á 84 millj­arða og hjá Eik 79 millj­arða. Sam­an­lagt eru það 297 millj­arðar króna, en eign­irnar eru að langstærstu hluta atvinnu­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í öllum þessu félögum eru líf­eyr­is­sjóðir fimm stærstu eig­end­urn­ir, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Keld­unn­ar, nema hjá Reg­inn þar sem Sigla ehf., sem er í eigu Tómasar Krist­jáns­sonar og Finns Reys Stef­áns­son­ar, er þriðji stærsti hlut­haf­inn með ríf­lega sex pró­sent hlut. 

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None