Fjársterk fasteignafélög vekja áhuga erlendra fjárfesta

Samanlagðar eignir skráðu fasteignafélaganna þriggja nema tæplega 300 milljörðum króna.

Horft yfir Melana í vesturbæ Reykjavíkur.
Horft yfir Melana í vesturbæ Reykjavíkur.
Auglýsing

Erlendir fjár­festar hafa að und­an­förnu keypt hluta­bréf í fast­eigna­fé­lög­unum þremur sem skráð eru á mark­að, Eik, Reitum og Reg­inn, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Eftir að fjár­magns­höft voru losuð hafa erlendir fjár­festar látið sjá sig í auknu mæli á íslenska mark­aðnum og hafa þeir ekki síst horft til fast­eigna­fé­lag­anna og hluta­bréfa­sjóða sem fjár­festa í þeim.

Sé mið tekið af stöðu félag­anna þriggja í lok árs í fyrra þá nam sam­an­lagt eigin fé félag­anna 101,3 millj­örðum króna. Stærst er Reitir en eigin fé þess nam 46 millj­örðum króna í lok árs­ins. Reitir er með 29 millj­arða í eigin fé og hjá Eik var 26,3 millj­arðar í lok árs­ins. 

Hér má sjá skiptingu hlutafjár Regins. Mynd: Keldan.Sam­an­lagt mark­aðsvirði félag­anna er nú 156,6 millj­arðar króna, eða sem nemur 1,5 sinnum eigin fé þeirra. Mark­aðsvirði Reita er 72 millj­arð­ar, Reg­ins 43,3 millj­arðar og Eikar 41,2 millj­arð­ar. 

Hagn­aður félag­anna í fyrra nam 10,5 millj­örðum króna, eða sem nemur um 10,3 pró­sentum af eigin fé þeirra. Félögin hafa vit­an­lega notið góðs af mik­illi hækkun fast­eigna­verðs, en á móti kemur að rekstur atvinnu­hús­næðis hefur einnig farið hækk­and­i. 

Í fyrra var mestur hagn­aður hjá Reg­inn, eða 4,2 millj­arðar króna. Hjá Eik var hann 3,6 millj­arðar og hjá Reitum 2,7 millj­arð­ar.

Auglýsing

Eignir Reita nem 134 millj­örðum króna, hjá Reg­inn eru eign­irnar metnar á 84 millj­arða og hjá Eik 79 millj­arða. Sam­an­lagt eru það 297 millj­arðar króna, en eign­irnar eru að langstærstu hluta atvinnu­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í öllum þessu félögum eru líf­eyr­is­sjóðir fimm stærstu eig­end­urn­ir, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Keld­unn­ar, nema hjá Reg­inn þar sem Sigla ehf., sem er í eigu Tómasar Krist­jáns­sonar og Finns Reys Stef­áns­son­ar, er þriðji stærsti hlut­haf­inn með ríf­lega sex pró­sent hlut. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None