Norður-Kórea sýnir nýjar langdrægar skotflaugar og Bandaríkjaher nálgast

Grunur leikur á að Norður-Kórea ætli að gera frekari tilraunir með kjarnavopn á næstunni. Kyrrahafsfloti Bandaríkjahers nálgast Kóreuskaga og Kínverjar vara við ástandinu.

Fjölmenn hersýning var haldin í Pjongjang í dag þar sem talið er að ný skotflaug hafi verið til sýnis.
Fjölmenn hersýning var haldin í Pjongjang í dag þar sem talið er að ný skotflaug hafi verið til sýnis.
Auglýsing

Stór her­sýn­ing var haldin í Pjongj­ang, höf­uð­borg Norð­ur­-Kóreu í dag, í til­efni afmælis fyrsta leið­toga komm­ún­íska alræð­is­rík­is­ins Kim Il-Sung og afa núver­andi leið­toga Kim Jong-un.

Á her­sýn­ing­unni er talið að norð­ur­kóresk stjórn­völd hafi sýnt nýja gerð lang­drægra sprengju­flauga sem ekki hafa litið dags­ins ljóss áður. Þetta hafa suð­ur­kóreskir frétta­miðlar eftir þar­lendum stjórn­völdum sem fylgj­ast náið með fram­vindu mála norðan landamær­anna á Kóreu­skag­an­um.

Reuters frétta­stofan greinir frá eld­flaug­unum og grun­semdum um að nú séu í und­ir­bún­ingi frek­ari til­raunir með kjarna­vopn í fjall­lendi Norð­ur­-Kóreu.

Auglýsing

Eng­inn kín­verskur ráða­maður er tal­inn hafa verið við­staddur skrúð­göngu og her­sýn­ing­una í dag en Kína hefur lengi verið eitt fárra ríkja sem heldur stjórn­mála­sam­bandi við Norð­ur­-Kóreu. Kín­verjar hafa jafn­framt varað við ástand­inu sem ríkir í sam­skiptum Norð­ur­-Kóreu við aðrar þjóðir og bent á að það verði að finn­ast lausn áður en hörm­ungum verði ekki hægt að afstýra.

Á sama tíma og þetta er að ger­ast í höf­uð­borg­inni Pjongj­ang er floti banda­ríska her­skipa á leið yfir Kyrra­hafið og kom­inn nærri Kóreu­skag­an­um. Er það gert til þess að sýna stjórn­völdum í Norð­ur­-Kóreu til hvaða aðgerða Banda­ríkin og banda­menn þeirra eru til­búin að grípa til ef Norð­ur­-Kórea fylgir ekki alþjóða­lögum og skuld­bind­ing­um.

Kim Jong-un er leiðtogi alræðisríkisins á norðanverðum Kóreuskaga. Þolinmæði alþjóðasamfélagsins fyrir sífeldum kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu virðist vera á þrotum.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None