Seldar gistinætur á Íslandi í fyrra voru ríflega 8,8 milljónir, en þar eru meðtaldar rúmlega 1 milljón óskráðar gistinætur sem voru seldar í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður. Þetta kemur fram í fréttaskýringu á vef mbl.is, en byggt er á tölum Hagstofu Íslands.
Seldum gistinóttum hjá skráðum gististöðum fjölgaði um 20,1 prósent milli ára og fór úr 6,47 milljónum upp í 7,81 milljónir milli ára, að því er kemur fram í tölum Hagstofu Íslands.
„Gistinætur erlendra ferðamanna voru 89 prósent af heildarfjölda gistinátta í fyrra, en flestar gistinæturnar eru á hótelum og gistiheimilum, eða 59 prósent samtals. Um ellefu prósent gistinátta voru á tjaldsvæðum og 30 prósent á öðrum tegundum gististaða. Undir þann lið flokkast meðal annars íbúðagisting, farfuglaheimili, orlofshús og heimagisting (Airbnb meðtalið),“ segir í umfjöllun mbl.is.
Mikill vöxtur hefur verið í kortunum í ferðaþjónstunni en í fyrra komu 1,8 milljónir ferðamanna til landsins, en spár gera ráð fyrir að þeir verði 2,3 milljónir á þessu ári. Það sem af er ári hefur fjölgunin verið mun meira hlutfallslega. Um 40 til 50 prósent fjölgun hefur verið á ferðamönnum á fyrstu mánuðum ársins en fastlega er búist við að fjölgunin verði enn meiri