Ráðherra ræddi kennaraskort við háskólafólk

Kennaraskortur var til umræðu á Alþingi í dag, og voru þingmenn allra flokka sammála um að bregðast þyrfti við.

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, ræddi um fyr­ir­sjá­an­legan alvar­legan kenn­ara­skort við stjórn­endur innan Háskóla Íslands á dög­un­um, þar á meðal Jón Atla Bene­dikts­son rekt­or, en sér­stök umræða stendur nú yfir á Alþingi um stöðu kenn­ara­stétt­ar­inn­ar.

Þetta kom fram í máli Krist­jáns Þórs á Alþingi í dag. Máls­hefj­andi var Bjarkey Olsen, þing­maður Vinstri grænna, og beindi hún spurn­ingum til Krist­jáns Þórs.

Allir sam­mála

Þing­menn allra flokka lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu mála, en fyr­ir­sjá­an­legt er að mik­ill skortur verði á mennt­uðum kenn­urum á næstu árum. Nem­endum í kenn­ara­námi hefur fækkað um 600 á ára­bil­inu 2009 til 2015, sem er hlut­falls­lega mun meira en í flestum öðrum grein­um, að því er Pawel Bar­toz­sek, þing­maður Við­reisn­ar, benti á í ræðu sinni.

Auglýsing

Á skömmum tíma þá hefur brott­fall mennt­aðra kenn­ara úr stétt­inni auk­ist umtals­vert, og benti Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, á að nauð­syn­legt væri að bregð­ast við þess­ari stöðu, og þar ættu allir hlutir kenn­ara­starfs­ins að vera und­ir. Launa­mál, starfs­að­staða og kröfur sem gerðar væru til kenn­ara. 

Bjarkey kall­aði eftir því að stjórn­völd köf­uðu ofan í þennan „al­var­lega vanda“ og spurði til hvaða aðgerða hefði verið grip­ið. „Þetta snýst um virð­ingu fyrir kenn­ara­starf­in­u,“ sagði Bjarkey.

Bjarni Hall­dór Jan­us­son, vara­þing­maður Við­reisn­ar, sagði að eitt mik­il­væg­asta atrið­ið, þegar kæmi að kenn­ara­starf­inu, væri að auka sál­fræði­þjón­ustu innan skól­ana til að minnka álag á kenn­ar­ana, og auka fag­lega aðstoð við nem­end­ur. Sam­hliða öðrum aðgerðum væri þetta mjög mik­il­vægt og stórt mál.

Ekki nýr vandi

Krist­ján Þór sagði vand­ann ekki nýjan af nál­inni, og sagði ráðu­neyti hans vera að kort­leggja málið og að starfs­hópur væri að störf­um, sem væri í virkri vinnu í þessum efn­um. Mik­il­vægt væri að halda áfram í þeirri vinnu, sem byggði á sam­starfi við Kenn­ara­sam­band Íslands og sveit­ar­fé­lög í land­in­u. 

Bjarkey OlsenÍ skýrslu Rík­­is­end­­ur­­skoð­un­ar, frá því í febr­úar á þessu ári, kem­ur fram að erfitt sé að full­yrða um ástæður minn­k­andi aðsókn­ar í kenn­­ara­­nám en þó er talið ljóst „að launa- og starfs­­kjör kenn­­ara geta haft veru­­leg áhrif á aðsókn í nám­ið“ og að leng­ing kenn­­ara­­náms frá þrem­ur í fimm ár hafi einnig haft sitt að segja. Þá hef­ur efna­hags­á­standið áhrif á aðsókn í há­­skóla­­nám al­­mennt

„Síð­ustu ár hef­ur efna­hags­á­stand hér á landi farið batn­andi og sam­hliða því hef­ur dregið veru­­lega úr ný­­skrán­ing­um í Há­­skóla Íslands,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Krist­ján Þór sagði loka seinni ræðu sinn­ar, í umræðum um málið í dag, að hann væri ekki að full­yrða það, að leng­ing náms­ins hefði leitt til þess að mun minni aðsókn væri í námið nú en áður, en það þyrfti þó að skoða allar hliðar máls­ins. Þar á meðal væri hvort það mætti með ein­hverjum ráðum fjölga kenn­urum með því að horfa í náms­kröf­ur. Einnig þyrfti að taka til­lit til þess að staðan væri mis­jöfn eftir sveit­ar­fé­lög­um. Þannig væri staðan nokkuð góð víða, og nefndi hann meðal ann­ars Akur­eyri sem dæmi í því sam­heng­i. 

Sagði hann að skoða þyrfti hvað væri verið að gera rétt og hvað rangt, bæði innan ein­stakra sveit­ar­fé­laga, og í mennta­kerf­inu almennt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None