Krónan heldur áfram að styrkjast

Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum hefur styrkist mikið að undanförnu. Losun hafta hefur engin áhrif haft til veikingar, þvert á móti.

peningar
Auglýsing

Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum hefur styrkst töluvert að undanförnu og hefur frekari losun fjármagnshafta, frá því í síðasta mánuði, engin áhrif haft til veikingar. Þvert á móti hefur gengi krónunnar frekar styrkst.

Bandaríkjadalur kostar nú 106 krónunnar en fyrir um einu og hálfi ári kostaði hann tæplega 140 krónur. Evran kostar nú 116 krónur, en var á 150 krónur fyrir einu og hálfi ári. 

Sé horft til undanfarinna tólf mánaða þá hefur gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal styrkst um 13,6 prósent en evru um 16,6 prósent. 

Gengisþróun krónunnar, samkvæmt vef Keldunnar.

Þessi styrking hefur valdið útflutningsfyrirtækjum töluverðum erfiðleikum, og hafa Samtök ferðaþjónustunnar sérstaklega minnst á að þessi gengisþróun sé mörgum fyrirtækjum erfið. 

Auglýsing

Ein meginástæða þess að gengið hefur verið að styrkjast er mikið gjaldeyrisinnstreymi frá ferðamönnum sem sækja landið heim, og eyða peningum í vörur og þjónustu. Talið er að heildarfjöldi ferðamanna á þessu ári verði að minnsta kosti 2,3 milljónir en í fyrra var fjöldinn 1,8 milljónir. 

Samkvæmt skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna má gera ráð fyrir að gjaldeyristekjur þjóðarbússins vegna ferðaþjónustunnar á þessu ári verði yfir 500 milljarðar króna. Sökum þessa mikla innstreymis gæti krónan haldið áfram að styrkjast gagnvart helstu viðskiptamyntum. Seðlabanki Íslands hefur þó beitt sér þannig á gjaldeyrismarkaði, á undanförnu ári, að hann hefur frekar unnið gegn hraðri styrkingu með inngripum. Þrátt fyrir þessi inngrip bankans á markaði, þá hefur krónan haldið áfram að styrkjast.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None