Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins með 25,2 prósenta fylgi, samkvæmt nýrri könnun frá MMR. Vinstri græn eru næststærsti flokkurinn með 23,4 prósenta fylgi. Flokkarnir tveir bera höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka, en tæpur helmingur kjósenda myndi kjósa þessa tvo flokka ef gengið yrði til kosninga í dag.
Píratar mælast með 12,8 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn mælist með 11,1 prósent og Samfylkingin mælist með 10,6 prósent.
Viðreisn mælist með fimm prósenta fylgi, og Björt framtíð mælist með 3,2 prósent. Flokkur fólksins mælist með sama fylgi og Björt framtíð, 3,2 prósent.
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar milli mælinga, nú segjast 31,4 prósent styðja ríkisstjórnina en 34,5 prósent sögðu það í síðustu könnun.