Ármann ráðinn forstjóri Kviku og Marinó aðstoðarforstjóri

Nýtt stjórnendatvíeyki hefur tekið við taumunum í Kviku, eina viðskiptabankanum á Íslandi sem íslenska ríkið á ekki hlut í.

armann-orvaldsson_10054516106_o.jpg
Auglýsing

Ármann Þor­­valds­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Kaup­­þings Sin­­ger & Fried­lander í Bret­landi og stjórn­­andi hjá Virð­ingu, hefur verið ráð­inn for­stjóri Kviku banka. Hann tekur við starf­inu af Sig­urði Atla Jóns­syni sem sagði starfi sínu lausu fyrir skemmstu. Þá hefur Mar­inó Örn Tryggva­son verið ráð­inn aðstoð­ar­for­stjóri bank­ans.

Ármann hefur starfað hjá verð­bréfa­­fyr­ir­tæk­inu Virð­ingu und­an­farin tvö ár, síð­­­ast sem fram­­kvæmda­­stjóri fyr­ir­tækja­ráð­gjaf­­ar, en hætti þar störfum í lok síð­ustu viku. Ármann er ásamt með­fjár­festum sínum fimmti stærsti eig­andi Virð­ingar í gegnum félagið MBA Capi­tal ehf., en það á 4,66 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­in­u. 

Stjórnir Virð­ingar og Kviku und­ir­­­­rit­uðu í nóv­­­em­ber 2016 vilja­yf­­­­ir­lýs­ingu um að und­ir­­­­búa sam­runa félag­anna tveggja undir nafni Kviku. Í aðdrag­anda sam­ein­ingar átti að lækka eigið fé Kviku um 600 millj­­­­ónir króna og greiða lækk­­­­un­ina til hlut­hafa bank­ans. Hlut­hafar Kviku áttu eftir sam­runa að eiga 70 pró­­­­sent hlut í sam­ein­uðu félagi og hlut­hafar Virð­ingar 30 pró­­­­sent hlut. Við­ræð­urnar gengu hins vegar erf­ið­lega og í lok mars var til­kynnt að stjórnir Kviku og Virð­ingar hefðu tekið sam­eig­in­­lega ákvörðun um að slíta við­ræðum um sam­ein­ingu félag­anna. 

Auglýsing

Kvika banki hagn­að­ist um tæpa tvo millj­­­arða króna í fyrra eftir skatta og arð­­­semi eig­in­fjár hjá bank­­­anum var 34,7 pró­­­sent. Eignir Kviku dróg­ust saman á árinu um þrjú pró­­­sent og voru 59,5 millj­­­arðar króna um síð­­­­­ustu ára­­­mót. Eigið fé bank­ans var 7,3 millj­­­arðar króna og jókst á árinu þrátt fyrir að hlutafé hafi verið lækkað um millj­­­arð króna á fyrri hluta síð­­­asta árs. Eig­in­fjár­­­hlut­­­fallið var 20,6 pró­­­sent í lok árs 2016. 

Miklar vær­ingar hafa verið í kringum bank­ann að und­an­förnu, sér­stak­lega eftir að Vátrygg­inga­fé­lag Íslands (VÍS) keypti stóran hlut í honum í byrjun árs. VÍS er nú stærsti ein­staki Kviku með 24,89 pró­sent hlut. Einka­fjár­fest­ar, með Svan­hildi Nönnu Vig­fús­dóttur í broddi fylk­ing­ar, hafa náð tökum innan trygg­inga­fé­lags­ins og hún er nú stjórn­ar­for­maður þess. Félag í eigu Svan­hildar Nönnu er einnig fjórði stærsti hlut­hafi Kviku með átta pró­sent eign­ar­hlut. Greint var frá því í Morg­un­blað­inu í dag að Gildi líf­eyr­is­sjóður hefði selt hluta af bréfum sínum í VÍS nýver­ið. Ástæðan var sú að sjóðnum hugn­að­ist ekki stjórn­ar­hættir sem höfðu við­geng­ist í VÍS.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None