Ármann ráðinn forstjóri Kviku og Marinó aðstoðarforstjóri

Nýtt stjórnendatvíeyki hefur tekið við taumunum í Kviku, eina viðskiptabankanum á Íslandi sem íslenska ríkið á ekki hlut í.

armann-orvaldsson_10054516106_o.jpg
Auglýsing

Ármann Þor­­valds­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Kaup­­þings Sin­­ger & Fried­lander í Bret­landi og stjórn­­andi hjá Virð­ingu, hefur verið ráð­inn for­stjóri Kviku banka. Hann tekur við starf­inu af Sig­urði Atla Jóns­syni sem sagði starfi sínu lausu fyrir skemmstu. Þá hefur Mar­inó Örn Tryggva­son verið ráð­inn aðstoð­ar­for­stjóri bank­ans.

Ármann hefur starfað hjá verð­bréfa­­fyr­ir­tæk­inu Virð­ingu und­an­farin tvö ár, síð­­­ast sem fram­­kvæmda­­stjóri fyr­ir­tækja­ráð­gjaf­­ar, en hætti þar störfum í lok síð­ustu viku. Ármann er ásamt með­fjár­festum sínum fimmti stærsti eig­andi Virð­ingar í gegnum félagið MBA Capi­tal ehf., en það á 4,66 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­in­u. 

Stjórnir Virð­ingar og Kviku und­ir­­­­rit­uðu í nóv­­­em­ber 2016 vilja­yf­­­­ir­lýs­ingu um að und­ir­­­­búa sam­runa félag­anna tveggja undir nafni Kviku. Í aðdrag­anda sam­ein­ingar átti að lækka eigið fé Kviku um 600 millj­­­­ónir króna og greiða lækk­­­­un­ina til hlut­hafa bank­ans. Hlut­hafar Kviku áttu eftir sam­runa að eiga 70 pró­­­­sent hlut í sam­ein­uðu félagi og hlut­hafar Virð­ingar 30 pró­­­­sent hlut. Við­ræð­urnar gengu hins vegar erf­ið­lega og í lok mars var til­kynnt að stjórnir Kviku og Virð­ingar hefðu tekið sam­eig­in­­lega ákvörðun um að slíta við­ræðum um sam­ein­ingu félag­anna. 

Auglýsing

Kvika banki hagn­að­ist um tæpa tvo millj­­­arða króna í fyrra eftir skatta og arð­­­semi eig­in­fjár hjá bank­­­anum var 34,7 pró­­­sent. Eignir Kviku dróg­ust saman á árinu um þrjú pró­­­sent og voru 59,5 millj­­­arðar króna um síð­­­­­ustu ára­­­mót. Eigið fé bank­ans var 7,3 millj­­­arðar króna og jókst á árinu þrátt fyrir að hlutafé hafi verið lækkað um millj­­­arð króna á fyrri hluta síð­­­asta árs. Eig­in­fjár­­­hlut­­­fallið var 20,6 pró­­­sent í lok árs 2016. 

Miklar vær­ingar hafa verið í kringum bank­ann að und­an­förnu, sér­stak­lega eftir að Vátrygg­inga­fé­lag Íslands (VÍS) keypti stóran hlut í honum í byrjun árs. VÍS er nú stærsti ein­staki Kviku með 24,89 pró­sent hlut. Einka­fjár­fest­ar, með Svan­hildi Nönnu Vig­fús­dóttur í broddi fylk­ing­ar, hafa náð tökum innan trygg­inga­fé­lags­ins og hún er nú stjórn­ar­for­maður þess. Félag í eigu Svan­hildar Nönnu er einnig fjórði stærsti hlut­hafi Kviku með átta pró­sent eign­ar­hlut. Greint var frá því í Morg­un­blað­inu í dag að Gildi líf­eyr­is­sjóður hefði selt hluta af bréfum sínum í VÍS nýver­ið. Ástæðan var sú að sjóðnum hugn­að­ist ekki stjórn­ar­hættir sem höfðu við­geng­ist í VÍS.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None