Bjarni braut jafnréttislög við skipan skrifstofustjóra

Kona sem taldi sig hæfari en sá sem var ráðinn kærði skipan í embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála til kærunefndar jafnréttismála. Úrskurður hennar er sá að ráðherra hafi brotið jafnréttislög með því að skipa karl í embættið.

Auglýsing
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.

Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, braut lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hann skip­aði Björn Þór Her­manns­son til að gegna emb­ætti skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu opin­berra fjár­mála í ráðu­neyt­inu í lok ágúst í fyrra. Þetta er nið­ur­staða kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála í mál­inu en úrskurður hennar var birtur í dag.

Kona sem sótti um starfið kærði skipun Björns Þórs til kæru­nefnd­ar­innar þar sem hún taldi sig hafa verið hæf­ari en hann til að gegna starf­inu. Hún væri með tölu­vert meiri og víð­tæk­ari reynslu en sá sem var skip­að­ur. Í ljósi þess að fimm karlar og þrjár konur skipi emb­ætti skrif­stofu­stjóra hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og ein kvenn­anna sé sett tíma­bundið í for­föllum karl­kyns skrif­stofu­stjóra halli á konur hvað varðar skipan í emb­ætti skrif­stofu­stjóra hjá ráðu­neyt­inu. Því taldi konan að henni hafi verið mis­munað á grund­velli kyn­ferðis og vís­aði í lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna því til stuðn­ings. Sam­kvæmt þeim lögum ber að skipa umsækj­anda af því kyni sem hallar á ef umsækj­endur eru jafn­hæf­ir. Kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála tók undir þetta og sagði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en mis­munun á grund­velli kyn­ferðis hafi legið til grundvallar því að konan var ekki skipuð í starf­ið. Því hafi þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem skip­aði í starf­ið, brotið gegn ákvæðum laga með ákvörðun sinni.

Hall­aði á konur

Alls bár­ust 13 umsóknir um starfið þegar það var aug­lýst til umsókn­ar. Ákveðið var að kalla fyrst fjóra umsækj­endur í við­töl og að þeim loknum voru þeir tveir umsækj­endur sem skorað höfðu hæst sam­kvæmt mati hæfn­is­nefndar boð­aðir í við­tal hjá fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Um var að ræða þann sem skip­aður var í starfið og kon­una sem kærði þá skip­un. Þegar kon­unni var til­kynnt um skipan karls­ins í starfið var sú nið­ur­staða sögð í sam­ræmi við nið­ur­stöðu hæfn­is­nefnd­ar. Konan sem kærði skip­un­ina taldi að hæf­is­nefnd­inni hefði mis­tek­ist að fram­kvæmda heild­stætt mat á umsækj­endum svo sem skylt sé að gera. í úrskurð­inum seg­ir: „Hafi kærða mátt vera það ljóst að skipun umsækj­anda sem hafi jafn stutta starfs­reynslu í sam­an­burði við marga aðra umsækj­endur gæti falið í sér brot á ákvæðum jafn­rétt­islaga sem og óskráðum reglum stjórn­sýslu­rétt­ar­ins. Einkum sé þetta mik­il­vægt í ljósi þess að sá sem skip­aður var hafi verið inn­an­húss­maður hjá kærða og að aðal­at­riðið í rök­stuðn­ingi hæfn­is­nefndar fyrir ráðn­ing­unni hafi verið frammi­staða í við­tali ásamt hástemmdri umsögn yfir­manns hans hjá kærða. Þannig hafi þessi atriði rutt úr vegi öðrum veiga­meiri sjón­ar­mið­um, svo sem meiri stjórn­un­ar­reynslu, reynslu af starfs­manna­á­byrgð, rekstri og starf­semi opin­berra stofn­ana og félaga­sam­taka. Þá blasi við að skip­unin sé í blóra við ákvæði laga nr. 10/2008 þar sem veru­lega hallar á konur í stjórn­un­ar­stöðum hjá kærða.“

Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sagði hins vegar að það væri almennt við­ur­kennt að stjórn­völd hefðu all­mikið svig­rúm til að ákveða við emb­ætt­is­veit­ingar hvaða sjón­ar­mið séu lögð til grund­vallar og til að leggja heild­ar­mat á kosti og eig­in­leika umsækj­enda sem og hæfni þeirra. „Þetta eigi ekki síst við í þessu til­viki þar sem um sé að ræða þá skrif­stofu ráðu­neyt­is­ins sem ætlað sé að leiða marga þætti inn­leið­ingar nýrra laga um opin­ber fjár­mál en lögin feli í sér veru­legar breyt­ingar á því lagaum­hverfi sem áður hafi gilt. Emb­ætti skrif­stofu­stjóra opin­berra fjár­mála sé lyk­il­staða í því ferli. Megi hér vísa til þess sem fram hafi komið í aug­lýs­ingu að skrif­stofan hafi yfir­um­sjón með gerð fjár­mála­stefnu og árlegri fjár­mála­á­ætlun fyrir hið opin­bera í heild og hafi for­ystu um und­ir­bún­ing frum­varps til fjár­laga í sam­ræmi við ný lög um opin­ber fjár­mál. Jafn­framt hafi komið fram að skrif­stofan sam­hæfi starf sem fram fari í öðrum ráðu­neytum vegna und­ir­bún­ings fjár­mála­stefnu, fjár­mála­á­ætl­unar og fjár­laga­frum­varps á grund­velli grunn­gilda sem séu skil­greind í lögum um opin­ber fjár­mál. Það er afstaða kærða að val ráð­herra á fram­an­greindu sjón­ar­miði hafi verið lög­mætt og mál­efna­legt og hæf­asti umsækj­and­inn hafi verið skip­aður í emb­ættið á grund­velli þess.“

Kæru­nefnd jaf­rétt­is­mála var ósam­mála þessum rök­stuðn­ingi og sagði að lög hefðu verið brotin þegar karl var skip­aður í emb­ættið í lok ágúst í fyrra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None