Bjarni braut jafnréttislög við skipan skrifstofustjóra

Kona sem taldi sig hæfari en sá sem var ráðinn kærði skipan í embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála til kærunefndar jafnréttismála. Úrskurður hennar er sá að ráðherra hafi brotið jafnréttislög með því að skipa karl í embættið.

Auglýsing
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.

Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, braut lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hann skip­aði Björn Þór Her­manns­son til að gegna emb­ætti skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu opin­berra fjár­mála í ráðu­neyt­inu í lok ágúst í fyrra. Þetta er nið­ur­staða kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála í mál­inu en úrskurður hennar var birtur í dag.

Kona sem sótti um starfið kærði skipun Björns Þórs til kæru­nefnd­ar­innar þar sem hún taldi sig hafa verið hæf­ari en hann til að gegna starf­inu. Hún væri með tölu­vert meiri og víð­tæk­ari reynslu en sá sem var skip­að­ur. Í ljósi þess að fimm karlar og þrjár konur skipi emb­ætti skrif­stofu­stjóra hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og ein kvenn­anna sé sett tíma­bundið í for­föllum karl­kyns skrif­stofu­stjóra halli á konur hvað varðar skipan í emb­ætti skrif­stofu­stjóra hjá ráðu­neyt­inu. Því taldi konan að henni hafi verið mis­munað á grund­velli kyn­ferðis og vís­aði í lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna því til stuðn­ings. Sam­kvæmt þeim lögum ber að skipa umsækj­anda af því kyni sem hallar á ef umsækj­endur eru jafn­hæf­ir. Kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála tók undir þetta og sagði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en mis­munun á grund­velli kyn­ferðis hafi legið til grundvallar því að konan var ekki skipuð í starf­ið. Því hafi þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem skip­aði í starf­ið, brotið gegn ákvæðum laga með ákvörðun sinni.

Hall­aði á konur

Alls bár­ust 13 umsóknir um starfið þegar það var aug­lýst til umsókn­ar. Ákveðið var að kalla fyrst fjóra umsækj­endur í við­töl og að þeim loknum voru þeir tveir umsækj­endur sem skorað höfðu hæst sam­kvæmt mati hæfn­is­nefndar boð­aðir í við­tal hjá fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Um var að ræða þann sem skip­aður var í starfið og kon­una sem kærði þá skip­un. Þegar kon­unni var til­kynnt um skipan karls­ins í starfið var sú nið­ur­staða sögð í sam­ræmi við nið­ur­stöðu hæfn­is­nefnd­ar. Konan sem kærði skip­un­ina taldi að hæf­is­nefnd­inni hefði mis­tek­ist að fram­kvæmda heild­stætt mat á umsækj­endum svo sem skylt sé að gera. í úrskurð­inum seg­ir: „Hafi kærða mátt vera það ljóst að skipun umsækj­anda sem hafi jafn stutta starfs­reynslu í sam­an­burði við marga aðra umsækj­endur gæti falið í sér brot á ákvæðum jafn­rétt­islaga sem og óskráðum reglum stjórn­sýslu­rétt­ar­ins. Einkum sé þetta mik­il­vægt í ljósi þess að sá sem skip­aður var hafi verið inn­an­húss­maður hjá kærða og að aðal­at­riðið í rök­stuðn­ingi hæfn­is­nefndar fyrir ráðn­ing­unni hafi verið frammi­staða í við­tali ásamt hástemmdri umsögn yfir­manns hans hjá kærða. Þannig hafi þessi atriði rutt úr vegi öðrum veiga­meiri sjón­ar­mið­um, svo sem meiri stjórn­un­ar­reynslu, reynslu af starfs­manna­á­byrgð, rekstri og starf­semi opin­berra stofn­ana og félaga­sam­taka. Þá blasi við að skip­unin sé í blóra við ákvæði laga nr. 10/2008 þar sem veru­lega hallar á konur í stjórn­un­ar­stöðum hjá kærða.“

Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sagði hins vegar að það væri almennt við­ur­kennt að stjórn­völd hefðu all­mikið svig­rúm til að ákveða við emb­ætt­is­veit­ingar hvaða sjón­ar­mið séu lögð til grund­vallar og til að leggja heild­ar­mat á kosti og eig­in­leika umsækj­enda sem og hæfni þeirra. „Þetta eigi ekki síst við í þessu til­viki þar sem um sé að ræða þá skrif­stofu ráðu­neyt­is­ins sem ætlað sé að leiða marga þætti inn­leið­ingar nýrra laga um opin­ber fjár­mál en lögin feli í sér veru­legar breyt­ingar á því lagaum­hverfi sem áður hafi gilt. Emb­ætti skrif­stofu­stjóra opin­berra fjár­mála sé lyk­il­staða í því ferli. Megi hér vísa til þess sem fram hafi komið í aug­lýs­ingu að skrif­stofan hafi yfir­um­sjón með gerð fjár­mála­stefnu og árlegri fjár­mála­á­ætlun fyrir hið opin­bera í heild og hafi for­ystu um und­ir­bún­ing frum­varps til fjár­laga í sam­ræmi við ný lög um opin­ber fjár­mál. Jafn­framt hafi komið fram að skrif­stofan sam­hæfi starf sem fram fari í öðrum ráðu­neytum vegna und­ir­bún­ings fjár­mála­stefnu, fjár­mála­á­ætl­unar og fjár­laga­frum­varps á grund­velli grunn­gilda sem séu skil­greind í lögum um opin­ber fjár­mál. Það er afstaða kærða að val ráð­herra á fram­an­greindu sjón­ar­miði hafi verið lög­mætt og mál­efna­legt og hæf­asti umsækj­and­inn hafi verið skip­aður í emb­ættið á grund­velli þess.“

Kæru­nefnd jaf­rétt­is­mála var ósam­mála þessum rök­stuðn­ingi og sagði að lög hefðu verið brotin þegar karl var skip­aður í emb­ættið í lok ágúst í fyrra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None