Bjarni braut jafnréttislög við skipan skrifstofustjóra

Kona sem taldi sig hæfari en sá sem var ráðinn kærði skipan í embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála til kærunefndar jafnréttismála. Úrskurður hennar er sá að ráðherra hafi brotið jafnréttislög með því að skipa karl í embættið.

Auglýsing
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.

Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra og núverandi forsætisráðherra, braut lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hann skipaði Björn Þór Hermannsson til að gegna embætti skrifstofustjóra á skrifstofu opinberra fjármála í ráðuneytinu í lok ágúst í fyrra. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála í málinu en úrskurður hennar var birtur í dag.

Kona sem sótti um starfið kærði skipun Björns Þórs til kærunefndarinnar þar sem hún taldi sig hafa verið hæfari en hann til að gegna starfinu. Hún væri með töluvert meiri og víðtækari reynslu en sá sem var skipaður. Í ljósi þess að fimm karlar og þrjár konur skipi embætti skrifstofustjóra hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og ein kvennanna sé sett tímabundið í forföllum karlkyns skrifstofustjóra halli á konur hvað varðar skipan í embætti skrifstofustjóra hjá ráðuneytinu. Því taldi konan að henni hafi verið mismunað á grundvelli kynferðis og vísaði í lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna því til stuðnings. Samkvæmt þeim lögum ber að skipa umsækjanda af því kyni sem hallar á ef umsækjendur eru jafnhæfir. Kærunefnd jafnréttismála tók undir þetta og sagði fjármála- og efnahagsráðuneytið ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en mismunun á grundvelli kynferðis hafi legið til grundvallar því að konan var ekki skipuð í starfið. Því hafi þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, sem skipaði í starfið, brotið gegn ákvæðum laga með ákvörðun sinni.

Hallaði á konur

Alls bárust 13 umsóknir um starfið þegar það var auglýst til umsóknar. Ákveðið var að kalla fyrst fjóra umsækjendur í viðtöl og að þeim loknum voru þeir tveir umsækjendur sem skorað höfðu hæst samkvæmt mati hæfnisnefndar boðaðir í viðtal hjá fjármála- og efnahagsráðherra. Um var að ræða þann sem skipaður var í starfið og konuna sem kærði þá skipun. Þegar konunni var tilkynnt um skipan karlsins í starfið var sú niðurstaða sögð í samræmi við niðurstöðu hæfnisnefndar. Konan sem kærði skipunina taldi að hæfisnefndinni hefði mistekist að framkvæmda heildstætt mat á umsækjendum svo sem skylt sé að gera. í úrskurðinum segir: „Hafi kærða mátt vera það ljóst að skipun umsækjanda sem hafi jafn stutta starfsreynslu í samanburði við marga aðra umsækjendur gæti falið í sér brot á ákvæðum jafnréttislaga sem og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins. Einkum sé þetta mikilvægt í ljósi þess að sá sem skipaður var hafi verið innanhússmaður hjá kærða og að aðalatriðið í rökstuðningi hæfnisnefndar fyrir ráðningunni hafi verið frammistaða í viðtali ásamt hástemmdri umsögn yfirmanns hans hjá kærða. Þannig hafi þessi atriði rutt úr vegi öðrum veigameiri sjónarmiðum, svo sem meiri stjórnunarreynslu, reynslu af starfsmannaábyrgð, rekstri og starfsemi opinberra stofnana og félagasamtaka. Þá blasi við að skipunin sé í blóra við ákvæði laga nr. 10/2008 þar sem verulega hallar á konur í stjórnunarstöðum hjá kærða.“

Auglýsing

Fjármála- og efnahagsráðuneytið sagði hins vegar að það væri almennt viðurkennt að stjórnvöld hefðu allmikið svigrúm til að ákveða við embættisveitingar hvaða sjónarmið séu lögð til grundvallar og til að leggja heildarmat á kosti og eiginleika umsækjenda sem og hæfni þeirra. „Þetta eigi ekki síst við í þessu tilviki þar sem um sé að ræða þá skrifstofu ráðuneytisins sem ætlað sé að leiða marga þætti innleiðingar nýrra laga um opinber fjármál en lögin feli í sér verulegar breytingar á því lagaumhverfi sem áður hafi gilt. Embætti skrifstofustjóra opinberra fjármála sé lykilstaða í því ferli. Megi hér vísa til þess sem fram hafi komið í auglýsingu að skrifstofan hafi yfirumsjón með gerð fjármálastefnu og árlegri fjármálaáætlun fyrir hið opinbera í heild og hafi forystu um undirbúning frumvarps til fjárlaga í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Jafnframt hafi komið fram að skrifstofan samhæfi starf sem fram fari í öðrum ráðuneytum vegna undirbúnings fjármálastefnu, fjármálaáætlunar og fjárlagafrumvarps á grundvelli grunngilda sem séu skilgreind í lögum um opinber fjármál. Það er afstaða kærða að val ráðherra á framangreindu sjónarmiði hafi verið lögmætt og málefnalegt og hæfasti umsækjandinn hafi verið skipaður í embættið á grundvelli þess.“

Kærunefnd jafréttismála var ósammála þessum rökstuðningi og sagði að lög hefðu verið brotin þegar karl var skipaður í embættið í lok ágúst í fyrra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None