Ekki lengur ástæða til skatta­legrar ívilnunar til ferðaþjónustu

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir breytingar á virðisaukaskatti í ferðaþjónustu eiga að hægja á vextinum og draga úr þrýstingi til hækkunar krónu. Einnig jafnist rekstrargrundvöllur og skattkerfið verði skilvirkara.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Auglýsing

Efna­hags­­legar aðstæður þjóð­­ar­­bús­ins og vöxtur ferða­­þjón­ust­unnar gera það saman að verkum að ekki er lengur ástæða fyrir skatta­­lega ívilnun til ferða­þjón­ust­u. Þetta kemur fram í aðsendri grein frá Bene­dikt Jóhann­essyni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem birt­ist í Kjarn­anum fyrr í dag. Hann segir grein­ingar benda til þess að vöxtur ferða­þjón­ust­unnar verði áfram kröft­ug­ur, ein­fald­ara skatt­kerfi og færri und­an­þágur muni bæta skil­virkni tekju­öfl­unar og lækkun á almennu virð­is­auka­skatts­þrepi muni koma neyt­endum og atvinnu­líf­inu til góðs. 

Ákvörðun um að færa stærstan hlut ferða­þjón­ustu í efra þrep virð­is­auka­skatts er ekki tekin úr lausu lofti, heldur byggir meðal ann­ars á vinnu sem fram fór á vegum sam­ráðs­vett­vangs um aukna hag­sæld og sam­kvæmt ráð­legg­ingum AGS og OECD. 

Sú vinna sem hann vísar í gekk út á að hafa aðeins eitt virð­is­auka­skatts­þrep á Íslandi, segir Bene­dikt, en það sé ekki ætl­unin í bili, „meðal ann­ars vegna áhrifa á kostnað við mat­ar­inn­kaup. Þar liggur þó ástæðan fyrir því að ekki hefur verið talið fært að setja ferða­­þjón­ust­una í milli­­­þrep eins og hug­­myndir hafa verið um; þegar mark­miðið er öðrum þræði ein­­földun skatt­­kerfis er úr ekki skyn­­sam­­legt að bæta þriðja þrep­inu við.“ 

Auglýsing

Bene­dikt segir að tölu­vert starf hafi verið unnið innan fjár­mála- og atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins við að kort­leggja ferða­þjón­ust­una og skatt­greiðslur henn­ar. „Í stuttu máli er nið­­ur­­staðan sú, að afnám skatta­­legrar íviln­unar grein­­ar­innar hafi fremur lítil áhrif á kostnað við með­­al­­ferð til Íslands og muni því ein og sér ekki hafa veru­­leg áhrif á fjölda eða fjölgun þeirra.“ 

Styttri dval­ar­tími vegna skorts á fram­boði

Þá skrifar Bene­dikt um þá umræðu um að dval­ar­tími ferða­manna hafi styst á Íslandi eftir að gengi krón­unnar hækk­aði, og með­al­lengd dval­ar­tíma hafi styst. Hann segir að það kunni fleira að koma til en styrk­ing krónu. Hann segir að það virð­ist blasa við að styttri dval­ar­lengd megi að stórum hluta rekja til styttri dval­ar­tíma yfir sum­ar­tíman þegar skortur á fram­boði geri að verkum að ekki sé hægt að dvelja jafn­lengi. „Einnig hefur sú til­­­gáta verið studd rökum að umfang óskráðra gist­inga hafi auk­ist. Einnig má benda á að hlut­­fall þeirra sem koma að vetr­­ar­lagi hefur stór­­aukist, en ferða­­menn dvelj­­ast að jafn­­aði skemur á Íslandi á vet­­urna en sum­r­in.“ 

Ör vöxtur geti leitt til ófarn­aðar

Fjár­mála­ráð­herra segir að nær allir grein­endur og stefnusmiðir sem fjallað hafi um ferða­mennsku vari við því að svo ör vöxt­ur, eins og orðið hefur á Íslandi, geti leitt til efna­hags­legs og umhverf­is­legs ófarn­að­ar. 

„Stór þáttur er stór­hækkun á raun­­gengi krón­unn­­ar. Hún hefur aftur í för með sér að sam­keppn­is­­staða ann­­arra greina versnar sem því nem­­ur. Nefna má sjá­v­­­ar­út­­­veg og ýmis þekk­ing­­ar­­fyr­ir­tæki í fram­­leiðslu, hönnun og hug­­bún­­aði. En áhrifin eru víð­tækari, því þau ná einnig til fyr­ir­tækja sem keppa við inn­­­fluttan varn­ing, fyr­ir­tækja eins og inn­­rétt­inga­smiði og mat­væla­vinnsl­­ur,“ skrifar Bene­dikt. 

Þá fari sam­keppni um vinnu­afl og fjár­magn harðn­andi, ýmsir inn­viðir séu þand­ir, sem og hús­næð­is­mark­að­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fram­kvæmdir verði dýr­ari þegar verk­takar hafi úr mörgum verk­efnum að velja, á sama tíma og krafa sé um aukin útgjöld til inn­viða og vel­ferð­ar­mála. 

Á sama tíma hafi þjón­usta við ferða­menn notið skatta­legrar íviln­unar gagn­vart öðrum atvinnu­grein­um, þar sem obb­inn af ferða­þjón­ustu sé í lægra virð­is­auka­skatts­þrep­inu, sem almennt sé notað fyrir brýn­ustu nauð­synjar og þá hluti sem sér­stök ástæða telj­ist til að njóti sér­kjara. „Áætlað hefur verið að þessi ívilnun jafn­­­gildi um 22 millj­­örðum króna árlega. Skatta­í­viln­unin er hlut­­falls­­lega mikil og kostn­að­­ar­­söm sam­an­­borið við önnur lönd sökum þess hversu þungt greinin vegur í lands­fram­­leiðsl­unni. Þessi meg­in­­grein atvinn­u­lífs­ins, grein sem er yfir 8% af hag­­kerf­inu, skil­aði árið 2016 um 3% af tekjum rík­­is­ins af virð­is­auka­skatt­i.“ 

Marg­þætt áhrif af breyt­ing­unum

Bene­dikt segir breyt­ing­una hafa marg­þættan til­gang. „ Í fyrsta lagi leit­­ast hún við að hægja á vexti ferða­­þjón­ust­unnar og draga þannig úr þrýst­ingi til hækk­­unar á gengi krón­unn­­ar.“ Í öðru lagi jafni aðgerðin rekstr­ar­grund­völl atvinnu­greina í land­inu, og í þriðja lagi að ein höf­uða­tvinnu­greinin taki sama þátt og aðrir í að standa undir opin­berum kostn­aði við hana og almennri sam­neyslu. „Í fjórða lagi gerir aðgerðin skatt­­kerfið skil­­virkara og ein­fald­­ara með því að fækka und­an­þág­­um. Íslenskt skatt­­kerfi hefur raunar legið undir ámæli fyrir að vera óskil­­virkt að þessu leyti meðal ann­­ars í skýrslum OECD. Í fimmta og síð­­asta lagi aflar aðgerðin rík­­inu tekna,“ segir ráð­herr­ann. 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None