Fjölmiðlanefnd „getur ekki með nokkrum hætti“ staðið við skuldbindingar sínar

Málafjöldi fjölmiðlanefndar hefur aukist verulega og mál verða sífellt umfangsmeiri. Nefndin hefur fengið auknar skyldur samkvæmt lögum, en ekki aukið fjármagn. Hún telur þörf fyrir umfangsmikla hækkun framlaga.

Fjöldi samruna hefur orðið á fjölmiðlamarkaði að undanförnu og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun að mati fjölmiðlanefndar.
Fjöldi samruna hefur orðið á fjölmiðlamarkaði að undanförnu og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun að mati fjölmiðlanefndar.
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd getur ekki með nokkrum hætti staðið við þær skuld­bind­ingar sem henni eru ætl­aðar sam­kvæmt lög­um. Nefndin hefur ítrekað látið Alþingi vita af því að fjár­veit­ingar til nefnd­ar­innar séu ekki í sam­ræmi við skyldur hennar sam­kvæmt lög­um. Þetta kemur fram í umsögn nefnd­ar­innar um fjár­mála­á­ætlun stjórn­valda. „Ekki er að sjá að neinar breyt­ingar verði gerðar á tíma­bil­inu í fjár­mála­á­ætl­un,“ segir í umsögn nefnd­ar­inn­ar. 

„Fjár­veit­ing­ar til nefnd­ar­innar voru skornar niður um 10 millj­ónir króna miðað við upp­haf­leg­t fjár­laga­frum­varp árið 2014 og um 8,5 millj­ónir króna miðað við fjár­fram­lög til nefnd­ar­innar á ár­inu 2013,“ segir í umsögn­inni. Síðan þá hafi fjár­fram­lög ekki hækkað nema til að standa straum af verð­lags­breyt­ingum og kjara­samn­ings­hækk­un­um. 

„Fjár­mála­á­ætlun er ekki í sam­ræmi við fjár­þörf nefnd­ar­inn­ar, einkum vegna þeirra laga­frum­varpa sem Alþingi hefur sam­þykkt á und­an­förnum árum. Sam­kvæmt lögum um ­fjöl­miðla ber fjöl­miðla­nefnd að hafa eft­ir­lit með ákvæðum lag­anna.“ Meðal þess sem nefnd­inni ber að gera er að tryggja sam­ræmt eft­ir­lit með hljóð- og mynd­miðlum á EES-­svæð­inu, en það er sam­kvæmt EES-til­skip­un. Ný til­skipun verður sam­þykkt á næsta ári þar sem enn frek­ari skyldur verða lagðar á herðar fjöl­miðla­nefnd­ar. 

Auglýsing

Mála­fjöldi nefnd­ar­innar hefur auk­ist veru­lega og verða mál sífellt umfangs­meiri. ­Fjöl­miðla­nefnd mun frá og með árinu 2017 þurfa að skila árlegri skýrslu vegna eft­ir­lits með­ ­Rík­is­út­varp­inu þar sem þjón­ustu­samn­ingur hefur verið gerður við félagið sam­kvæmt lög­um. Er um umfangs­mikið eft­ir­lits­verk­efni að ræða. Sam­r­unum á fjöl­miðla­mark­aði fjölg­aði einnig um­tals­vert á árinu 2016 og 2017 og ekki sér fyrir end­ann á þeirri þró­un.“ 

Þá hefur fjöl­miðla­nefnd aldrei fengið þær fjár­veit­ingar sem áður runnu til Barna­vernd­ar­stofu, til þess að hafa eft­ir­lit með ald­urs­merk­ingum á kvik­mynd­um, sjón­varps­efni og tölvu­leikj­u­m. 

Nefndin segir að hún telji að það þurfi umfangs­mikla hækkun á fjár­veit­ingum til starf­semi hennar á næstu árum, „til að nefndin geti sinnt ­fyrr­greindum verk­efn­um, sem Alþingi hefur falið nefnd­inni að rækja á und­an­förnum árum, án þess að fjár­veit­ingar hafi fylgt þeim.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent