Fjölmiðlanefnd „getur ekki með nokkrum hætti“ staðið við skuldbindingar sínar

Málafjöldi fjölmiðlanefndar hefur aukist verulega og mál verða sífellt umfangsmeiri. Nefndin hefur fengið auknar skyldur samkvæmt lögum, en ekki aukið fjármagn. Hún telur þörf fyrir umfangsmikla hækkun framlaga.

Fjöldi samruna hefur orðið á fjölmiðlamarkaði að undanförnu og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun að mati fjölmiðlanefndar.
Fjöldi samruna hefur orðið á fjölmiðlamarkaði að undanförnu og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun að mati fjölmiðlanefndar.
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd getur ekki með nokkrum hætti staðið við þær skuld­bind­ingar sem henni eru ætl­aðar sam­kvæmt lög­um. Nefndin hefur ítrekað látið Alþingi vita af því að fjár­veit­ingar til nefnd­ar­innar séu ekki í sam­ræmi við skyldur hennar sam­kvæmt lög­um. Þetta kemur fram í umsögn nefnd­ar­innar um fjár­mála­á­ætlun stjórn­valda. „Ekki er að sjá að neinar breyt­ingar verði gerðar á tíma­bil­inu í fjár­mála­á­ætl­un,“ segir í umsögn nefnd­ar­inn­ar. 

„Fjár­veit­ing­ar til nefnd­ar­innar voru skornar niður um 10 millj­ónir króna miðað við upp­haf­leg­t fjár­laga­frum­varp árið 2014 og um 8,5 millj­ónir króna miðað við fjár­fram­lög til nefnd­ar­innar á ár­inu 2013,“ segir í umsögn­inni. Síðan þá hafi fjár­fram­lög ekki hækkað nema til að standa straum af verð­lags­breyt­ingum og kjara­samn­ings­hækk­un­um. 

„Fjár­mála­á­ætlun er ekki í sam­ræmi við fjár­þörf nefnd­ar­inn­ar, einkum vegna þeirra laga­frum­varpa sem Alþingi hefur sam­þykkt á und­an­förnum árum. Sam­kvæmt lögum um ­fjöl­miðla ber fjöl­miðla­nefnd að hafa eft­ir­lit með ákvæðum lag­anna.“ Meðal þess sem nefnd­inni ber að gera er að tryggja sam­ræmt eft­ir­lit með hljóð- og mynd­miðlum á EES-­svæð­inu, en það er sam­kvæmt EES-til­skip­un. Ný til­skipun verður sam­þykkt á næsta ári þar sem enn frek­ari skyldur verða lagðar á herðar fjöl­miðla­nefnd­ar. 

Auglýsing

Mála­fjöldi nefnd­ar­innar hefur auk­ist veru­lega og verða mál sífellt umfangs­meiri. ­Fjöl­miðla­nefnd mun frá og með árinu 2017 þurfa að skila árlegri skýrslu vegna eft­ir­lits með­ ­Rík­is­út­varp­inu þar sem þjón­ustu­samn­ingur hefur verið gerður við félagið sam­kvæmt lög­um. Er um umfangs­mikið eft­ir­lits­verk­efni að ræða. Sam­r­unum á fjöl­miðla­mark­aði fjölg­aði einnig um­tals­vert á árinu 2016 og 2017 og ekki sér fyrir end­ann á þeirri þró­un.“ 

Þá hefur fjöl­miðla­nefnd aldrei fengið þær fjár­veit­ingar sem áður runnu til Barna­vernd­ar­stofu, til þess að hafa eft­ir­lit með ald­urs­merk­ingum á kvik­mynd­um, sjón­varps­efni og tölvu­leikj­u­m. 

Nefndin segir að hún telji að það þurfi umfangs­mikla hækkun á fjár­veit­ingum til starf­semi hennar á næstu árum, „til að nefndin geti sinnt ­fyrr­greindum verk­efn­um, sem Alþingi hefur falið nefnd­inni að rækja á und­an­förnum árum, án þess að fjár­veit­ingar hafi fylgt þeim.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent