Meirihluti andvígur veggjöldum

Einn af hverjum fjórum Íslendingum eru fylgjandi veggjöldum, en karlar eru frekar andvígir slíkum gjöldum en konur. Fólk á landsbyggðinni er líklegra til að vera á móti veggjöldum.

56% Íslendinga eru á móti því að veggjöld verði innheimt af þeim sem ferðast um þjóðvegi landsins, ef marka má könnun MMR.
56% Íslendinga eru á móti því að veggjöld verði innheimt af þeim sem ferðast um þjóðvegi landsins, ef marka má könnun MMR.
Auglýsing

Meirihluti Íslendinga er mótfallinn upptöku veggjalda til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi, samkvæmt nýrri könnun frá MMR. 56 prósent svarenda sögðust á móti veggjöldum, en þar af voru 39 prósent mjög andvíg og 16,6 prósent frekar andvíg. 

Tæplega nítján prósent aðspurðra voru hvorki fylgjandi né andvíg gjöldunum. 18,5 prósent eru frekar fylgjandi og 6,9 prósent mjög fylgjandi veggjöldum. 

Karlar eru líklegri en konur til þess að vera á móti veggjöldum, 60 prósent karla eru andvígir vegtollum en 50 prósent konur. 

Auglýsing

Fólk á aldrinum 18 til 29 ára var óákveðnara í afstöðu sinni til veggjalda en aðrir aldurshópar, en 32 prósent voru hvorki fylgjandi né andvíg. Stuðningur við upptöku veggjalda eykst með hækkandi aldri, og 29 prósent fólks á aldrinum 68 ára og eldri eru fylgjandi veggjöldum. 

Íslendingar á landsbyggðinni eru frekar andvígir innheimtu veggjalda en íbúar höfuðborgarsvæðisins, 63 prósent á móti 52 prósentum. 

Stuðningsfólk Pírata og Samfylkingarinnar eru töluvert líklegri en stuðningsfólk annarra flokka til að vera mjög andvíg innheimtu veggjalda, 57% og 50% andvíg. Aftur á móti er stuðningsfólk Viðreisnar mun líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að vera frekar eða mjög hlynnt veggjöldum. 45 prósent þeirra eru hlynnt veggjöldum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Þröstur Ólafsson
Hvað á ég að kjósa?
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent