Staðlaráð vill ekki lögfesta jafnlaunavottun

Staðlaráð er eigandi jafnlaunastaðalsins en vill ekki lögfesta jafnlaunavottun. Velferðarráðuneytið hafði aldrei samband við ráðið við gerð frumvarpsins, sem ráðið segir samráðsleysi með ólíkindum.

Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og húsnæðismála
Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og húsnæðismála
Auglýsing

Staðlaráð Íslands telur ekki rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til þess að innleiða jafnlaunavottun, en ráðið er útgefandi staðalsins sem notaður er við slíka vottun. Þetta kemur fram í umsögn Staðlaráðs við frumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, um jafnlaunavottun. 

„Miklu fremur ætti að umbuna þeim sem það gera með einhvers konar ívilnunum. Minnt er á að skyldan til að greiða körlum og konum sömu laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf er þegar til staðar í lögum, staðallinn breytir engu þar um,“ segir í umsögn Staðlaráðs. Ráðið telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum. Staðlar eins og jafnlaunastaðallinn séu almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar. 

„Vottun á jafnlaunakerfi samkvæmt ÍST 85:2012 er ein lausn sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til að sýna fram á að þau fari að lögum, en slík vottun þarf ekki - og ætti ekki - að vera eina úrræðið. Fyrirtæki og stofnanir ættu að hafa frelsi til að beita öðrum úrræð- um til að sýna fram á að þau fari að lögum. Tilgangurinn með gerð staðalsins var að láta í té úrræði, sem gera mátti ráð fyrir að mörg fyrirtæki og stofnanir þekktu þegar af öðrum sviðum, svo sem umhverfisstjórnun og gæðastjórnun.“ 

Auglýsing

Staðlaráð segir einnig að það þurfi að endurskoða jafnlaunastaðalinn á næstu árum, og að hugtakið vottun í frumvarpinu sé ekki nákvæmlega það sama og í staðlinum. Þá segir ráðið að ekkert hafi verið leitað til þess við samningu frumvarpsins, þrátt fyrir að það gefi út staðalinn og eigi höfundar- og nýtingarrétt á honum. Þetta segist Staðlaráð harma. „Rétt er að fram komi að velferðarráðuneytið hafði aldrei samband við Staðlaráð til að fá ábendingar, ráðleggingar eða upplýsingar varðandi þá fyrirætlun ráðuneytisins að gera notkun staðalsins skyldubundna fyrir öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 eða fleiri starfsmenn. Staðlaráð telur þessa framgöngu með ólíkindum og harmar slíkt samráðsleysi.“ 

Ráðið segist reiðubúið að veita allar upplýsingar, ábendingar og ráðleggingar sem kunni að koma að gagni við áframhaldandi vinnslu málsins. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent