Staðlaráð vill ekki lögfesta jafnlaunavottun

Staðlaráð er eigandi jafnlaunastaðalsins en vill ekki lögfesta jafnlaunavottun. Velferðarráðuneytið hafði aldrei samband við ráðið við gerð frumvarpsins, sem ráðið segir samráðsleysi með ólíkindum.

Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og húsnæðismála
Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og húsnæðismála
Auglýsing

Staðlaráð Íslands telur ekki rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til þess að innleiða jafnlaunavottun, en ráðið er útgefandi staðalsins sem notaður er við slíka vottun. Þetta kemur fram í umsögn Staðlaráðs við frumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, um jafnlaunavottun. 

„Miklu fremur ætti að umbuna þeim sem það gera með einhvers konar ívilnunum. Minnt er á að skyldan til að greiða körlum og konum sömu laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf er þegar til staðar í lögum, staðallinn breytir engu þar um,“ segir í umsögn Staðlaráðs. Ráðið telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum. Staðlar eins og jafnlaunastaðallinn séu almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar. 

„Vottun á jafnlaunakerfi samkvæmt ÍST 85:2012 er ein lausn sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til að sýna fram á að þau fari að lögum, en slík vottun þarf ekki - og ætti ekki - að vera eina úrræðið. Fyrirtæki og stofnanir ættu að hafa frelsi til að beita öðrum úrræð- um til að sýna fram á að þau fari að lögum. Tilgangurinn með gerð staðalsins var að láta í té úrræði, sem gera mátti ráð fyrir að mörg fyrirtæki og stofnanir þekktu þegar af öðrum sviðum, svo sem umhverfisstjórnun og gæðastjórnun.“ 

Auglýsing

Staðlaráð segir einnig að það þurfi að endurskoða jafnlaunastaðalinn á næstu árum, og að hugtakið vottun í frumvarpinu sé ekki nákvæmlega það sama og í staðlinum. Þá segir ráðið að ekkert hafi verið leitað til þess við samningu frumvarpsins, þrátt fyrir að það gefi út staðalinn og eigi höfundar- og nýtingarrétt á honum. Þetta segist Staðlaráð harma. „Rétt er að fram komi að velferðarráðuneytið hafði aldrei samband við Staðlaráð til að fá ábendingar, ráðleggingar eða upplýsingar varðandi þá fyrirætlun ráðuneytisins að gera notkun staðalsins skyldubundna fyrir öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 eða fleiri starfsmenn. Staðlaráð telur þessa framgöngu með ólíkindum og harmar slíkt samráðsleysi.“ 

Ráðið segist reiðubúið að veita allar upplýsingar, ábendingar og ráðleggingar sem kunni að koma að gagni við áframhaldandi vinnslu málsins. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent