Samfélagsmiðlastjórnmál

María Rún Bjarnadóttir skrifar um að samfélagsmiðlastjórnmál séu orðin lýsandi hugtak fyrir nútímastjórnmál.

Auglýsing

Stjórn­mál hafa verið kölluð ýmis­legt. Sam­ræðu­stjórn­mál, sand­kassa­leik­ur, klækja­stjórn­mál. Allt þetta ­lýs­ir ­með einum eða öðrum hætti hvernig stjórn­mál eru iðk­uð, mál­efna­af­staða mótuð, henni aflað fylg­is, komið til fram­kvæmda og svo mögu­lega við­hald­ið, end­ur­skoðuð eða lögð af. Þessi hringrás hefur gengið með ýmsum til­brigðum frá örófi alda, mis­form­lega og í nánum tengslum við sam­fé­lags­legar breyt­ing­ar. Inter­netið hefur auð­vitað valdið bylt­ingu í sam­skipta­mögu­leikum í stjórn­málum eins og og öðrum sviðum mann­lífs og  ­stytt svo um munar boð­leiðir á milli kjós­enda og stjórn­mála­fólks. Kjós­endur geta í gegn­um Face­book sent stjórn­mála­fólki einka­skila­boð eða hellt yfir þau úr skálum reiði sinnar með staf­rænum hætti án þess að standa upp frá skrif­borð­in­u.    

Ísland á að sjálf­sögðu Evr­ópu­met í inter­net­notkun þar sem 97% lands­manna eru reglu­legir inter­net­not­endurTæp­lega 90% þeirra sem hafa náð kosn­inga­aldri á Íslandi eru not­end­ur Face­book, sam­fé­lags­mið­ils­ins sem skil­greinir sig alls ekki sem fjöl­mið­il, efn­isveitu eða vef­síðu. Tekju­mód­el Face­book, eins og margra ann­arra sam­fé­lags­miðla, geng­ur út á sölu aug­lýs­inga. Kost­ur­inn við Face­book sem aug­lýs­inga­miðil (sem hann telur sig þó ekki vera) er að í krafti fram­sals not­enda á per­sónu­upp­lýs­ingum sínum til fyr­ir­tæk­is­ins er hægt að greina ein­stak­linga í mark­hópa svo nákvæm­lega að þær verða sér­sniðn­ar. Þetta snið sel­ur Face­book þeim sem vill greiða fyr­ir, með ein­hverjum tak­mörk­unum þó eins og greinir í við­skipta­skil­málum fé­lags­ins. Stjórn­mála­fólk og –flokkar hafa nýtt sér þetta tæki sem gagn­ast ekki síður en félaga­tal flokk­ana sem er grund­völlur síma­út­hring­inga í aðdrag­anda kosn­inga. Þannig er hægt að greiða fyrir að ákveðin skila­boð skili sér á Face­book síðu til­tek­ins mark­hóps og gjaldið er í svo í sam­ræmi við umfang dreif­ing­ar­inn­ar. Efnið getur verið til þess fallið að styrkja per­sónu­lega ímynd stjórn­mála­manna eða til að setja mál­efni í mann­legt sam­hengi. Dæmi um þetta er þegar Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, greiddi fyrir dreif­ingu á stöðu­færslu sinni þar sem hún vitn­aði í hug­hreystandi orð ungrar dóttur sinnar um að þung og erfið umfjöllun um hennar aðkomu að „leka­mál­inu“ ætti rætur í póli­tík. 

Face­book hefur fyrir nokkru útbúið sér­staka þjón­ustu fyrir stjórn­mála­fólk til þess að kom­ast í sam­band við kjós­end­ur. Fyr­ir­tækið ráð­leggur stjórn­mála­fólki hvernig megi best ná til kjós­enda, hvers konar upp­lýs­ingar henti hvaða hópi og hvernig sé best að setja þær fram hverju sinni. Þetta getur fyr­ir­tækið gert á grund­velli upp­lýs­inga sem not­endur hafa veitt því fullan aðgang að, með því að und­ir­gangast not­enda­skil­mála og frið­helg­is­stefnu fé­lags­ins. Á síð­ustu miss­erum hafa farið fram kosn­ingar sem hafa vakið mikla athygli þvert á landa­mæri og mikið verið gert úr mætti sam­fé­lags­miðla til þess að hafa áhrif á skoð­ana­myndun og kosn­inga­hegðun kjós­enda. Í fram­hald­inu hefur umræðan um fals­fréttir og ábyrgð sam­fé­lags­miðla á dreif­ingu þeirra valdið því að stórir sam­fé­lags­miðlar eins og Face­book hafa gripið til að­gerða til þess að stemma stigum við dreif­ingu slíkra frétta. 

Auglýsing

Kosn­inga­að­gangur að Face­book er opinn fyrir allt stjórn­mála­fólk, þó svo að not­enda­skil­málar banni að til­teknum sjón­ar­miðum á borð við hat­ur­s­tal og hvatn­ingum til ofbeldis verði miðlað í gegnum fyr­ir­tæk­ið. Væri sjón­ar­miðið um mark­aðs­torg hug­mynda og að kjós­endur geti haft aðgang að ólíkum sjón­ar­miðum og tekið upp­lýstar ákvarð­anir um ráð­stöfun atkvæða í sam­ræmi við nið­ur­stöður þess lagt til grund­vall­ar, ætti öllum að vera aðgengi­legar allar upp­lýs­ing­ar. Það er þó ekki raun­in, og alls ekki í gegn­um Face­book. Not­endur mið­ils­ins, kjós­end­urn­ir, hafa gert það ljóst hverju þeir hafa áhuga á og hverju ekki. Inter­net­notkun fyrir utan Face­book, sem not­endur hafa gefið heim­ild fyrir að sé sett í sam­hengi við Face­book notk­un, hefur þar líka áhrif. Fyr­ir­tækið hefur því sterka mynd af því hvern­ig póli­tísk af­staða not­enda er og hvaða mál­efnum þeir hafa áhuga á. Þessar upp­lýs­ingar mynda svo sölu­vöru Face­book til stjórn­mála­fólks, að miklu leyti óháð afstöðu not­enda. Þeir geta þó gripið til ýmissa ráð­staf­ana á borð við að breyta frið­helg­is­still­ingum og að loka á að til­teknir not­endur geti haft sam­band við þá. Þeim hefur þó hingað til ekki verið gert kleyft að átta sig á því hvað það er sem gerir þá að mark­hóp fyrir til­teknar send­ing­ar. 

Nú hefur verið gert aðgengi­legt for­rit fyrir not­end­ur Face­book sem getur breytt þessu. For­ritið sem heitir „Who tar­gets me?“, eða hvers mark­hópur er ég?, er hægt að nálg­ast end­ur­gjalds­laust á þess­ari slóð. Það virkar enn sem komið er aðeins fyrir not­end­ur Chrome vafra, en lýsir sér þannig að það sund­ur­grein­ir ­upp­lýs­ing­arnar sem liggja að baki birt­ingu efnis og upp­lýsir not­and­ann um hvers vegna til­tekið efni birt­ist þeim og frá hverjum birt­ingin stafar. Þetta eru upp­lýs­ingar sem Face­book hefur ekki viljað gera aðgengi­leg­ar, enda um að ræða fyr­ir­komu­lag sem hefur reyn­st á­bata­sam­t ­fyrir fyr­ir­tæk­ið. 

Enn hefur ekki reynt á áhrif for­rits­ins, en til­koma þess er enn ein stað­fest­ing þess að sam­fé­lags­miðla­stjórn­mál er lýsandi hug­tak fyrir nútíma­stjórn­mál.   

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar