Ólafur Ólafsson birtir framsögu sína í myndbandi á netinu

Ólafur Ólafsson kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. Hann hafði óskað eftir því að fá 45 mínútur til að kynna sína hlið, en nefndin varð ekki við því. Hann fær 15 mínútur, og birtir því myndband með framsögu sinni á netinu.

Ólafur Ólafsson.
Auglýsing

Ólafur Ólafs­son hefur birt upp­töku af erindi sem hann hafði ætlað sér að flytja á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis í dag. Ólafur kemur fyrir nefnd­ina síð­degis vegna skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis á einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans. 

Ólafur hafði óskað eftir því að fá að halda 45 mín­útna langa fram­sögu fyrir nefnd­inni, en í gær var honum tjáð að hann fengi ekki þann tíma heldur yrði fram­saga hans að vera í lengsta lagi 15 mín­út­ur. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­inu KOM. „Ólafur gerði ráð fyrir að rúman tíma til að gera nefnd­ar­mönnum og almenn­ingi öllum ítar­lega grein fyrir mik­il­vægum atriðum sem fjallað var um í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unn­i. 

Þess vegna ákvað Ólafur að taka upp alla fram­sög­una sem hann ætl­aði að halda fyrir nefnd­inni, og birta opin­ber­lega. Það hefur hann nú gert, og sendi jafn­framt fund­ar­mönnum í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bréf þar sem hann bendir þeim á þetta. Þannig geti nefnd­ar­menn og almenn­ingur kynnt sér sjón­ar­mið hans. 

Auglýsing

Ólafur kemur fyrir nefnd­ina klukkan 15:15 í dag, og Kjarn­inn mun fylgj­ast með fund­inum og greina les­endum frá því sem þar fer fram.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent