#stjórnmál#Hauck&Aufhäuser#viðskipti

Ólafur Ólafsson birtir framsögu sína í myndbandi á netinu

Ólafur Ólafsson kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. Hann hafði óskað eftir því að fá 45 mínútur til að kynna sína hlið, en nefndin varð ekki við því. Hann fær 15 mínútur, og birtir því myndband með framsögu sinni á netinu.

Ólafur Ólafs­son hefur birt upp­töku af erindi sem hann hafði ætlað sér að flytja á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis í dag. Ólafur kemur fyrir nefnd­ina síð­degis vegna skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis á einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans. 

Ólafur hafði óskað eftir því að fá að halda 45 mín­útna langa fram­sögu fyrir nefnd­inni, en í gær var honum tjáð að hann fengi ekki þann tíma heldur yrði fram­saga hans að vera í lengsta lagi 15 mín­út­ur. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­inu KOM. „Ólafur gerði ráð fyrir að rúman tíma til að gera nefnd­ar­mönnum og almenn­ingi öllum ítar­lega grein fyrir mik­il­vægum atriðum sem fjallað var um í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unn­i. 

Þess vegna ákvað Ólafur að taka upp alla fram­sög­una sem hann ætl­aði að halda fyrir nefnd­inni, og birta opin­ber­lega. Það hefur hann nú gert, og sendi jafn­framt fund­ar­mönnum í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bréf þar sem hann bendir þeim á þetta. Þannig geti nefnd­ar­menn og almenn­ingur kynnt sér sjón­ar­mið hans. 

Auglýsing

Ólafur kemur fyrir nefnd­ina klukkan 15:15 í dag, og Kjarn­inn mun fylgj­ast með fund­inum og greina les­endum frá því sem þar fer fram.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent