Raunverð fasteigna aldrei verið hærra

Hækkun fasteignaverðs hefur verið með eindæmum síðustu mánuði og spurning hve lengi kaupendur sætta sig við þá þróun sem er í gangi, segir hagfræðideild Landsbankans.

24643687230_3df3f30372_o.jpg
Auglýsing

Raun­verð fast­eigna er nú orðið hærra en það hefur nokkru sinni ver­ið. Áður hafði það farið hæst í októ­ber árið 2007, en í apríl fór raun­verðið tæp­lega 1% yfir það. Þetta kemur fram í nýrri hag­sjá frá hag­fræði­deild Lands­bank­ans

Þjóð­skrá Íslands birti í gær tölur um fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í apríl síð­ast­liðn­um, en verðið hækk­aði um 2,2 pró­sent milli mán­aða. Fjöl­býli hækk­aði um 2,6 pró­sent en sér­býli um 1,1 pró­sent frá því í mars. Sam­kvæmt töl­unum hefur verð á fjöl­býli hækkað um 23,2 pró­sent á síð­asta árinu. Á sama tíma­bili hefur verð á sér­býli hækkað um 21,6 pró­sent og heild­ar­hækk­unin er 22,7 pró­sent á tólf mán­uð­um. Í hag­sjánni kemur fram að lengi vel hafi árs­hækkun fast­eigna­verðs verið á bil­inu átta til tíu pró­sent en nú sé hún komin vel yfir 20 pró­senta mark­ið. 

Vegna þess hvað verð­bólga hefur verið lág og stöðug síð­ustu þrjú ár hefur raun­verð fast­eigna hækkað mun meira en ella, og raun­verð fast­eigna hefur hækkað um 25 pró­sent á einu ári. 

Auglýsing

Þá kemur fram í hag­sjánni að á árunum 2011 til 2013 var nokkuð sterk fylgni á milli þró­unar fast­eigna­verðs og kaup­máttar launa. Frá miðju ári 2013 og næstu tvö ár þar á eftir tók fast­eigna­verðið fram úr kaup­mætt­in­um, en sú þróun gekk aðeins til baka frá vori 2015 og til vors 2016. Frá þeim tíma hefur fast­eigna­verðið hækkað mun hraðar en kaup­máttur launa, sér­stak­lega allra síð­ustu mán­uði. Þetta ger­ist bæði vegna þess að hægst hefur á kaup­mátt­ar­aukn­ingu og fast­eigna­verðið hefur hækkað miklu meira en áður. 

„Það er ekki lengur kaup­mátt­ar­aukn­ingin sem leikur meg­in­hlut­verk í að þrýsta verði fast­eigna upp á við. Meg­in­á­stæða mik­illa verð­hækk­ana und­an­farið er vafa­laust mik­ill skortur á fram­boði hús­næðis og ótt­i við að sú staða eigi eftir að versn­a,“ segir í hag­sjánni. Kaup­geta fólks hafi almennt auk­ist í takt við auk­inn kaup­mátt og hærra atvinnustig, þannig að sífellt fleiri bít­ist um íbúð­irnar sem koma á mark­að­inn. Fram­boð á eignum sé minna en verið hefur und­an­farin tíu ár. 

„Hækkun fast­eigna­verðs hefur verið með ein­dæmum síð­ustu mán­uði og spurn­ing hve lengi kaup­endur sætta sig við þá þróun sem er í gang­i,“ segir í lok hag­sjár­inn­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent