Stöðugildum hjá 365 fækkar um 41 við samrunann við Fjarskipti

Gert er ráð fyrir að 275 milljónir króna sparist á ári vegna launa og starfsmannakostnaðar þegar 365 miðlar renna saman við Fjarskipti, móðurfélag Vodafone. Langflestir sjónvarpsáskrifendur 365 eru með hinn svokallaða Skemmtipakka.

365
Auglýsing

Alls er gert ráð fyrir að sam­runi 365 miðla og Fjar­skipta, móð­ur­fé­lags Voda­fone, skili kostn­að­ar­sam­legð upp á rúman millj­arð króna. Þar af gera áætl­anir ráð fyrir að sparn­aður í launum og starfs­manna­kostn­aði verði um 275 millj­ónir króna á ári og að stöðu­gildum þeirra ein­inga sem fær­ast yfir til Fjar­skipta frá 365 miðlum muni fækka um 41. Þetta kemur fram í sam­runa­skrá vegna sam­runa Fjar­skipta og 365 miðla sem birt var á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 10. maí síð­ast­lið­inn. 

Orð­rétt segir þar: „Vegna sam­legð­ar­á­hrifa er það mat Fjar­skipta að stöðu­gildum á ein­ingum sem fær­ast yfir til Fjar­skipta hf. frá 365 muni fækka um 41.“ Með sam­run­anum eykst velta Fjar­skipta um 8,5 millj­arða króna og stöðu­gildum á Íslandi fjölgar um 68 pró­sent, úr 305 stöðu­gildum í 512. Í skránni segir einnig að gera megi ráð fyrir ein­hverri tekju­sam­legð. „For­sendur Fjar­skipta gera ráð fyrir um 80 millj­ónum á ári í tekju­sam­legð sem kemur til m.a. vegna kross­sölu á stökum vörum milli við­skipta­vina­hópa og bættrar nýt­inga á aug­lýs­inga­sölu­teymi 365. Tekið skal fram að þrátt fyrir að áætl­anir geri ráð fyrir kross­sölu er jafn­framt áformað að við­skipta­vinum sam­ein­aðs fyr­ir­tækis standi til boða að kaupa umræddar vörur stak­ar.“

Í fyrstu útgáf­unni af sam­runa­skránni sem eft­ir­litið birti voru trún­að­ar­upp­lýs­ingar úr skránni aðgengi­leg­ar, þar á meðal upp­lýs­ingar um hversu mörg stöðu­gildi myndu hverfa við sam­run­ann. Ný útgáfa án trún­að­ar­upp­lýs­ing­anna var sett á vef­inn í stað hinnar síðar sama dag. Kjarn­inn hefur upp­runa­legu útgáf­una undir hönd­um.

Fjar­skipti er að kaupa alla fjar­skipta­þjón­ustu sem 365 veit­ir. Auk þess fara allar sjón­varps- og útvarps­stöðvar 365 miðla yfir til Fjar­skipta. Þar á meðal eru Stöð 2, allar íþrótt­ar­ás­ir, Bylgj­an, FM957 og X-ið. Til við­bótar var ákveðið á loka­sprett­in­um, líkt og áður sagði, að frétta­vef­ur­inn Vís­ir.is og frétta­stofa ljós­vaka­miðla myndi fylgja með í kaup­un­um. Ekki er til­tekið í skránni hvar á hvaða ein­ingum stöðu­gildum verði fækk­að.

Auglýsing

Kaup­verðið er 7.725-7.875 millj­­ónir króna. Það greið­ist í reið­u­­fé, með útgáfu nýrra hluta í Fjar­­skiptum og yfir­­­töku á 4,6 millj­­arða króna skuld­­um. 365 miðlar verða í kjöl­farið næst stærsti eig­andi Fjar­skipta. 

Mikil tækni­leg sam­legð

Í sam­runa­skránni segir að til við­bótar við kostn­að­ar­sam­legð vegna fækk­unar á starfs­fólki eigi að nást fram 562 millj­óna króna í tækni­legri sam­legð. Samlegðin felst í því að 365, sem á ekki eigin fjar­skipta­kerfi, hættir að kaupa þjón­ustu af Sím­anum og fer inn á kerfi Voda­fone sem er þegar til stað­ar. Þrátt fyrir að reka fjar­skipta­þjón­ustu þá hefur 365 ekki rekið sitt eigið fjar­skipta­kerfi. Sam­kvæmt því sem fram kemur í sam­runa­skránni er það vegna þess að fyr­ir­tækið hefur ekki haft fjár­hags­lega getu til þess að byggja það upp, auk þess sem „vanda­mál í þjón­ustu s.s. reikn­inga­gerð og ferlum gert að verkum að fyr­ir­tækið hefur ekki náð þeim mark­mið­um, sem að var stefnt með sam­runa félags­ins við Tal.. For­svars­mönnum 365 þykir ein­sýnt að ekki sé að verða breyt­ing á þessu.“

Vegna þessa hefur 365 gert samn­inga við Sím­ann um „sjón­varps­dreif­ingu, umboðs­sölu á sjón­varps­þjón­ustu, heild­sölu á aðgangi að ein­staka íþrótta­kapp­leikjum þ.e. PPV, far­síma­þjón­ustu, gagna­flutn­ing um inter­netið, samn­ing við Gagna­veitu Reykja­víkur um gagna­flutn­ings­þjón­ustu yfir ljós­leið­ara, samn­ing við Mílu um bita­straums­að­gang og samn­ing við Síma­fé­lagið um fjar­skipta­þjón­ustu og við Voda­fone um sjón­varps­dreif­ingu, umboðsölu á sjón­varps­þjón­ustu, heild­sölu á aðgangi að ein­staka íþrótta­kapp­leikjum þ.e. PPV.“ Í sam­runa­skránni kemur m.a. fram að 365 kaupir sem stendur um sex þús­und IPTV sjón­varps­teng­ingar af Sím­an­um.

Lang­flestir áskrif­endur með Skemmti­pakk­ann

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í vik­unni að inn­koma erlendra efn­isveita á borð við Net­flix á íslenskan sjón­varps­markað og hröð fram­þróun í tækni og neyslu afþrey­ing­ar­efnis hefur gert það að verkum að mun færri heim­ili kaupa áskrift að Stöð 2 og öðrum sjón­varps­stöðvum 365 en gerðu það fyrir tveimur árum.

Í sam­runa­skránni segir að staða 365 miðla, sem á og rekur Stöð 2 og tengdar sjón­­varps­­stöðv­­­ar, hafi veikst á und­an­­förnum árum. Þó nokkur fækkun hafi orðið á við­­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins. Í sam­runa­­skránni seg­ir: „Staða 365 hefur þannig veikst, á sama tíma og keppi­­nautar hafa styrkt stöðu sína. Þannig hefur tölu­verð fækkun orðið á fjölda heim­ila/­­kennitalna sem eru í við­­skiptum hjá 365 á sl. tveimur árum[...]Þessi fækkun í fjölda við­­skipta­vina hefur átt sér stað þrátt fyrir að 365 hafi leit­­ast við að svara kalli neyt­enda um nýjar áskrift­­ar­­leið­ir, og boðið upp á Mara­þon Now, sem gerir við­­skipta­vinum kleift að ger­­ast áskrif­endur að heilum þátta­röð­um, líkt og Net­flix býður upp á.“ Alls eru 35.666 áskrif­endur að sjón­­varps­­þjón­­ustu hjá 365 miðlum sam­­kvæmt upp­­­gefnum upp­­lýs­ingum og mark­aðs­hlut­­deild fyr­ir­tæk­is­ins á þeim mark­aði 26 pró­­sent.

Í upp­runa­legu sam­runa­skránni er hægt að sjá hvernig þessir áskrif­endur skipt­ast niður á mis­mun­andi áskrif­ar­leiðir og stöðv­ar. Þar kemur m.a. fram að rúmur helm­ingur áskrif­enda að sjón­varps­þjón­ustu 365 eru með hinn svo­kall­aða Skemmti­pakka, eða 18.993 manns. Hann kostar 9.990 krónur á mán­uði. Mun færri eru með stærstu og dýr­ustu pakk­anna sem 365 býður upp á. Þannig eru áskrif­endur að Stóra­pakk­an­um, sem kostar 19.490 krónur á mán­uði, 5.368 og 1.363 eru með Risa­pakk­ann, sem kostar 22.990 krónur á mán­uði. Áskrif­endur að Sport­pakk­an­um, sem veitir aðgang að Stöð 2 Sport, hlið­ar­stöðvum hennar og nokkrum erlendum íþrótta­stöðv­um, eru nú 2.994 tals­ins. Þá eru 1.107 manns áskrif­endur að Golf­stöð­inni og 493 kaupa ódýrasta pakk­ann sem 365 býður upp á, hinn svo­kall­aða Fjöl­skyldu­pakka. Hann kostar 3.290 krónur á mán­uði. Áskrif­endur að Mara­þon Now, nokk­urs konar Net­flix þjón­ustu 365 miðla, eru ein­ungis 919 tals­ins sam­kvæmt sam­runa­skránni. Til sam­an­burðar má nefna að alls eru íslenskir áskrif­endur að Net­flix 54.120 tals­ins, en sú áskrift kostar rúm­lega eitt þús­und krónur á mán­uði.

Í fjár­festa­kynn­ingu sem Fjar­skipti héldu í kjöl­far þess að til­kynnt var um söl­una kom fram að tekjur þeirra ein­inga sem keyptar verða af 365 hafi verið 8,5 millj­arðar króna á árinu 2016. Þar af voru fjar­skipta­tekjur 1,7 millj­arðar króna og aug­lýs­inga­tekjur voru tæp­lega 1,8 millj­arðar króna. Uppi­staðan í tekju­flæð­inu voru áskrifta­tekjur sjón­varps. Þær voru 58 pró­sent allra tekna, eða tæpir fimm millj­arðar króna.

Það var líka til­tekið sem einn helst áhættu­þátt­ur­inn í við­skipt­unum að við­skipta­vinum í áskrift­ar­sjón­varpi muni fækka með auk­inni sam­keppni frá erlendum efn­isveit­um. Þeim við­skipta­vinum hefur nú þegar fækkað mjög á und­an­förnum árum. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent