Viðræður um kaup Skeljungs á 10-11 og tengdum félögum

Greitt er fyrir með hlutabréfum í Skeljungi.

bensin_olia_eldsneyti-2.jpg
Auglýsing

Skelj­ungur hf. og hlut­hafar Basko ehf. hafa sam­mælst um að hefja samn­inga­við­ræður um kaup Skelj­ungs á öllu hlutafé í Basko, á grund­velli sam­komu­lags um helstu samn­ings­skil­mála. Kaup­verðið er 2,8 millj­arðar króna, með yfir­töku skulda, og greitt með hluta­bréfum í Skelj­ung­i. 

Til­kynn­ing um þetta hefur verið send til kaup­hallar

Kaupin eru háð ýmsum for­sendum og fyr­ir­vörum beggja samn­ings­að­ila, að því er segir í til­kynn­ingu. Mark­aðsvirði Skelj­ungs er nú 13,3 millj­arð­ar, og því er um hlut­falls­lega stóra við­bót að ræða í rekstur félags­ins.

Auglýsing

Orð­rétt segir í til­kynn­ing­unni: „Basko fer með eign­ar­hald á Rekstr­ar­fé­lagi Tíu Ell­efu ehf., Ísland Verslun hf. og Imtex ehf. Rekstr­ar­fé­lag Tíu Ell­efu ehf. rekur sam­tals 35 þæg­inda­vöru­versl­anir undir merkjum 10-11 og Háskóla­búð­ar­innar og er einnig móð­ur­fé­lag Dranga­skers ehf. sem rekur fimm kaffi­hús undir merkjum Dunkin Donuts.  Félagið rekur einnig eina Inspired by Iceland verslun og veit­inga­stað­inn Bad Boys Burgers & Grill.  Ísland Verslun hf. rekur þrjár versl­anir undir merkjum Iceland. Heild­ar­tekjur sam­stæð­unnar á síð­asta fjár­hags­ári námu 10.039 m.kr., heild­ar­eignir 2.360 m.kr. og rekstr­ar­hagn­aður án afskrifta og fjár­magnsliða (EBIT­DA) nam 309 m.kr.

For­sendur um kaup­verð eru grund­vall­aðar á upp­lýs­ingum selj­anda og þeim for­send­um að EBITDA hins keypta, geti numið um 500 m.kr. á árs­grund­velli, þegar sam­legð­ar­á­hrif félag­anna yrðu að fullu komin fram. Áætlað er að það geti verið innan 24 mán­aða frá því að kaupin eru gengin í gegn.

Kaup­verð miðað við fram­an­greindar for­sendur væri allt að 2,2 millj­arðar króna, greitt að fullu með 318,840,580 hlutum í Skelj­ungi hf. Miðað er við nettó vaxta­ber­andi skuldir að fjár­hæð 657 millj­ónir króna, sem getur þó tekið breyt­ing­um. Við útreikn­ing á fjölda hluta er miðað við gengið 6,9 á hlut.  Dagsloka­gengi Skelj­ungs hf. þann 19. maí 2017 var 6,35. Selj­endur skuld­binda sig til að fram­selja ekki þá hluti sem þeir fá afhenta í 18 mán­uði frá afhend­ingu.  

Fram­an­greint kaup­verð er háð ýmsum for­send­um, þar á meðal að áætl­aður rekstr­ar­hagn­aður og horfur í rekstri byggi á for­sendum sem eru ásætt­an­legar að mati kaup­anda eftir fram­kvæmd áreið­an­leika­könn­un­ar.

Komi til  gerðar kaup­samn­ings, verður sá samn­ingur gerður með fyr­ir­vara um sam­þykki hlut­hafa­fundar fyrir aukn­ingu hluta­fjár og sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Nánar verður gert grein fyrir við­skipt­unum ef end­an­legur kaup­samn­ingur kemst á og ef við­ræður aðila falla nið­ur. Gangi við­skiptin eftir má gera ráð fyrir að gengið verði end­an­lega frá kaupum fyrir árs­lok 2017.“

Val­geir M. Bald­urs­son, for­stjóri Skelj­ungs, segir að kaupin muni styrkja rekstur Skelj­ungs. „Árið 2014 samdi Skelj­ungur við Basko um rekstur versl­ana á helstu bens­ín­stöðvum félags­ins.  Það hefur gengið vonum framar og á grunni þeirra reynslu stígur félagið nú skrefið til fulls með kaupum á félag­inu, með fulla sam­þætt­ingu á elds­neyt­is­sölu, sölu á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum og verslun fyrir aug­um.  Með kaup­unum stígur Skelj­ungur jafn­framt mik­il­væg skref í frek­ari þróun í smá­sölu, sem m.a. felst í að mæta betur breyt­ingum á kaup­mynstri fólks - og sívax­andi tæki­færum í sölu og þjón­ustu til ferða­manna, þar sem 10-11 hefur þegar sterka stöð­u.  Sam­hliða þessu hyggst félagið jafn­framt leita tæki­færa til að styrkja sölu- og þjón­ustu­net sitt um allt land. Með kaup­unum myndi Skelj­ungur eign­ast eitt öfl­ug­asta þæg­inda­versl­ana­fyr­ir­tæki lands­ins, en stjórn­endur félags­ins hafa ára­langa reynslu í upp­bygg­ingu og rekstri smá­sölu­versl­ana. Heild­ar­fjöldi starfs­manna sam­ein­aðs félags yrði rúm­lega 400 manns,“ segir Val­geir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent