Heiðarlegra af Viðreisn að segja sig frá ríkisstjórnarsamstarfi

Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar, gagnrýndi Jónu Sólveigu Elínardóttur, þingmann Viðreisnar, í umræðum um Brexit á Alþingi í morgun. Hún sagði Jónu gera lítið úr stefnu utanríkisráðherra og að Viðreisn hefði svikið kjósendur.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, spurði Jónu Sól­veigu Elín­ar­dótt­ur, þing­mann Við­reisn­ar, hvort ekki væri heið­ar­legt af Við­reisn að segja sig frá rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Þetta gerð­ist á Alþingi í morg­un, í sér­stakri umræðu um Brex­it, útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­in­u. 

Jóna Sól­veig, sem er for­maður utan­rík­is­mála­nefndar Alþing­is, byrj­aði ræðu sína á því að þakka máls­hefj­and­anum Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, þing­manni VG, fyrir umræð­una. „Ég er hrædd um að ef hún hefði beint spurn­ingum til mín hefði hún fengið dálítið önnur svör en þau sem hæst­virtur ráð­herra veitti henni, en það er kannski ekki að furða, enda erum við hæst­virtur ráð­herra ekki í sama flokki. Hæst­virtur ráð­herra er í flokki sem talar fyrir áfram­hald­andi auka­að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu í gegnum EES en ég er í Við­reisn sem er galopin fyrir því að kanna og kynna síðan fyrir lands­mönnum þá kosti sem fylgja fullri aðild að ESB, og leyfa þjóð­inni síðan sjálfri að velja hvað hún vill gera í þeim efn­um.“ 

Þetta þótti Lilju með „al­gjörum ólík­ind­um, að for­maður utan­rík­is­mála­nefndar komi hér í pontu og geri hrein­lega lítið úr stefnu utan­rík­is­ráð­herra þjóð­ar­innar hvað þennan mála­flokk varð­ar. Væri ekki miklu heið­ar­legra af Við­reisn að segja sig frá þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi? Mér finnst þetta óboð­leg­t,“ sagði hún þegar hún kom í ræðu­stól Alþing­is. 

Auglýsing

Jóna Sól­veig kom aftur í ræðu­stól og sagði rétt að árétta að það skipti máli að ólíkum sjón­ar­miðum ólíkra flokka með ólíka sýn væri haldið á lofti í þing­sal. „Til þess erum við kjörin og aðeins þannig virkar lýð­ræð­ið. Að sjálf­sögðu virði ég hæstv. utan­rík­is­ráð­herra og utan­rík­is­stefnu lands­ins og hún er mjög vel sett fram í stjórn­ar­sátt­mála. En hún á ekki að hamla mál­frelsi og skoð­ana­frelsi þing­manna séu þær settar fram á mál­efna­legan hátt.“ 

Lilja sagði að sjálf­sögðu ríkja mál­frelsi og það ætti að skipt­ast á skoð­un­um. Hins vegar kall­að­ist það á ein­faldri íslensku kosn­inga­svik, þegar flokkur hefði kynnt stefnu eins og vilj­ann til að ganga í Evr­ópu­sam­bandið en engin af þeim mark­miðum náist í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Þing­menn Við­reisnar voru ósáttir við Lilju og köll­uðu fram í ræðu henn­ar. „Það er rosa­leg við­kvæmni hérna. Þing­menn Við­reisnar koma hingað og leyfa ekki við­kom­andi þing­manni að klára mál sitt. Það sýnir að maður snertir við ein­hverjum afskap­lega við­kvæmum bletti. Það er auð­vitað ekki nógu gott fyrir hátt­virta þing­menn Við­reisn­ar.“ 

Áhrifin á Ísland 

Rósa Björk óskaði eftir umræð­unni um Brexit og áhrifin á Ísland í jan­úar síð­ast­liðn­um, en umræðan átti sér stað í dag. Hún sagð­ist vilja vita hvað íslensk stjórn­völd hefðu gert til að leggja grunn að fram­tíð­ar­sam­skiptum við Breta, við hverja hafi verið talað innan bresku stjórn­sýsl­unnar og hvaða mál­efni íslensk stjórn­völd vilji leggja áherslu á ef stefnan sé sú að ná sér­samn­ingi við Bret­land. 

Rósa nefndi einnig það sem fram kemur í skýrslu Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra um utan­rík­is­stefnu Íslands að vænt­ingar gætu verið um enn betri aðgang að breskum mörk­uðum en áður. 

Þetta hefur mér þótt veru­leg bjart­sýni og því er illa svarað á hverju þessi mikla bjart­sýni er byggð. Því miður verð ég að segja að allt er varðar Brex­it, sér­stak­lega í skýrslu ráð­herr­ans um utan­rík­is­mál, er almennt orðað og frekar loð­ið.“ 

Guð­laugur Þór ítrek­aði mik­il­vægi máls­ins en einnig það að Ísland ræður ekki hvernig við­skiln­aði Bret­lands við Evr­ópu­sam­bandið verður hátt­að. Þó væri hægt að hafa áhrif og „einmitt þess vegna hef ég síð­ustu mán­uði lagt allt kapp á að eiga við­ræður við þá aðila sem að þessum málum kom­a.“ Hann hafi rætt við utan­rík­is­mála­stjóra og Brex­it-­stjóra ESB, auk utan­rík­is­ráð­herra Þýska­lands og Bret­lands. 

„Auð­vitað blasa við marg­vís­leg úrlausn­ar­efni. Það er engum vafa und­ir­orpið að um er að ræða miklar áskor­anir í ákveðnum efnum en í þess­ari stöðu fel­ast líka tæki­færi. Þau verða ekki nýtt með því að sitja og bíða þess sem verða vill. Innan stjórn­sýsl­unnar hefur á síð­ustu mán­uðum verið unnið hörðum höndum að því að kort­leggja hags­muni okkar með til­liti til útgöngu Breta. Þótt enn sé til­tölu­lega skammt á veg komið í ferl­inu er lík­legt að nið­ur­staða samn­inga Breta og ESB verði frí­versl­un­ar­samn­ingur af nýrri kyn­slóð slíkra samn­inga.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent