Heiðarlegra af Viðreisn að segja sig frá ríkisstjórnarsamstarfi

Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar, gagnrýndi Jónu Sólveigu Elínardóttur, þingmann Viðreisnar, í umræðum um Brexit á Alþingi í morgun. Hún sagði Jónu gera lítið úr stefnu utanríkisráðherra og að Viðreisn hefði svikið kjósendur.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, spurði Jónu Sól­veigu Elín­ar­dótt­ur, þing­mann Við­reisn­ar, hvort ekki væri heið­ar­legt af Við­reisn að segja sig frá rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Þetta gerð­ist á Alþingi í morg­un, í sér­stakri umræðu um Brex­it, útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­in­u. 

Jóna Sól­veig, sem er for­maður utan­rík­is­mála­nefndar Alþing­is, byrj­aði ræðu sína á því að þakka máls­hefj­and­anum Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, þing­manni VG, fyrir umræð­una. „Ég er hrædd um að ef hún hefði beint spurn­ingum til mín hefði hún fengið dálítið önnur svör en þau sem hæst­virtur ráð­herra veitti henni, en það er kannski ekki að furða, enda erum við hæst­virtur ráð­herra ekki í sama flokki. Hæst­virtur ráð­herra er í flokki sem talar fyrir áfram­hald­andi auka­að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu í gegnum EES en ég er í Við­reisn sem er galopin fyrir því að kanna og kynna síðan fyrir lands­mönnum þá kosti sem fylgja fullri aðild að ESB, og leyfa þjóð­inni síðan sjálfri að velja hvað hún vill gera í þeim efn­um.“ 

Þetta þótti Lilju með „al­gjörum ólík­ind­um, að for­maður utan­rík­is­mála­nefndar komi hér í pontu og geri hrein­lega lítið úr stefnu utan­rík­is­ráð­herra þjóð­ar­innar hvað þennan mála­flokk varð­ar. Væri ekki miklu heið­ar­legra af Við­reisn að segja sig frá þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi? Mér finnst þetta óboð­leg­t,“ sagði hún þegar hún kom í ræðu­stól Alþing­is. 

Auglýsing

Jóna Sól­veig kom aftur í ræðu­stól og sagði rétt að árétta að það skipti máli að ólíkum sjón­ar­miðum ólíkra flokka með ólíka sýn væri haldið á lofti í þing­sal. „Til þess erum við kjörin og aðeins þannig virkar lýð­ræð­ið. Að sjálf­sögðu virði ég hæstv. utan­rík­is­ráð­herra og utan­rík­is­stefnu lands­ins og hún er mjög vel sett fram í stjórn­ar­sátt­mála. En hún á ekki að hamla mál­frelsi og skoð­ana­frelsi þing­manna séu þær settar fram á mál­efna­legan hátt.“ 

Lilja sagði að sjálf­sögðu ríkja mál­frelsi og það ætti að skipt­ast á skoð­un­um. Hins vegar kall­að­ist það á ein­faldri íslensku kosn­inga­svik, þegar flokkur hefði kynnt stefnu eins og vilj­ann til að ganga í Evr­ópu­sam­bandið en engin af þeim mark­miðum náist í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Þing­menn Við­reisnar voru ósáttir við Lilju og köll­uðu fram í ræðu henn­ar. „Það er rosa­leg við­kvæmni hérna. Þing­menn Við­reisnar koma hingað og leyfa ekki við­kom­andi þing­manni að klára mál sitt. Það sýnir að maður snertir við ein­hverjum afskap­lega við­kvæmum bletti. Það er auð­vitað ekki nógu gott fyrir hátt­virta þing­menn Við­reisn­ar.“ 

Áhrifin á Ísland 

Rósa Björk óskaði eftir umræð­unni um Brexit og áhrifin á Ísland í jan­úar síð­ast­liðn­um, en umræðan átti sér stað í dag. Hún sagð­ist vilja vita hvað íslensk stjórn­völd hefðu gert til að leggja grunn að fram­tíð­ar­sam­skiptum við Breta, við hverja hafi verið talað innan bresku stjórn­sýsl­unnar og hvaða mál­efni íslensk stjórn­völd vilji leggja áherslu á ef stefnan sé sú að ná sér­samn­ingi við Bret­land. 

Rósa nefndi einnig það sem fram kemur í skýrslu Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra um utan­rík­is­stefnu Íslands að vænt­ingar gætu verið um enn betri aðgang að breskum mörk­uðum en áður. 

Þetta hefur mér þótt veru­leg bjart­sýni og því er illa svarað á hverju þessi mikla bjart­sýni er byggð. Því miður verð ég að segja að allt er varðar Brex­it, sér­stak­lega í skýrslu ráð­herr­ans um utan­rík­is­mál, er almennt orðað og frekar loð­ið.“ 

Guð­laugur Þór ítrek­aði mik­il­vægi máls­ins en einnig það að Ísland ræður ekki hvernig við­skiln­aði Bret­lands við Evr­ópu­sam­bandið verður hátt­að. Þó væri hægt að hafa áhrif og „einmitt þess vegna hef ég síð­ustu mán­uði lagt allt kapp á að eiga við­ræður við þá aðila sem að þessum málum kom­a.“ Hann hafi rætt við utan­rík­is­mála­stjóra og Brex­it-­stjóra ESB, auk utan­rík­is­ráð­herra Þýska­lands og Bret­lands. 

„Auð­vitað blasa við marg­vís­leg úrlausn­ar­efni. Það er engum vafa und­ir­orpið að um er að ræða miklar áskor­anir í ákveðnum efnum en í þess­ari stöðu fel­ast líka tæki­færi. Þau verða ekki nýtt með því að sitja og bíða þess sem verða vill. Innan stjórn­sýsl­unnar hefur á síð­ustu mán­uðum verið unnið hörðum höndum að því að kort­leggja hags­muni okkar með til­liti til útgöngu Breta. Þótt enn sé til­tölu­lega skammt á veg komið í ferl­inu er lík­legt að nið­ur­staða samn­inga Breta og ESB verði frí­versl­un­ar­samn­ingur af nýrri kyn­slóð slíkra samn­inga.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent