Myntráð væri róttæka lausn fjármálaráðherra

Tenging krónunnar við erlendan gjaldmiðil er sú róttæka lausn sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur talað fyrir. Myntráð er samt ekki stefna nema eins flokks í ríkisstjórn, en ráðherra bindur vonir við starf peningastefnunefndar stjórnvalda.

Katrín Jakobsdóttir Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Mynt­ráð er sú rót­tæka lausn sem Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sér fyrir sér í gjald­mið­ils­mál­um. Hins vegar sé flokkur hans sá eini með þá stefn­u. Þetta kom fram í máli Bene­dikts í svörum við óund­ir­búnum fyr­ir­spurn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns VG, og Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar, á Alþingi í morg­un. 

Katrín gerði ummæli fjár­mála­ráð­herra um helg­ina að við­fangs­efni. „Hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra sagði í fjöl­miðlum í fyrra­dag að staðan í gjald­mið­ils­málum væri svo alvar­leg að við yrðum að horfa á mjög rót­tækar lausn­ir.“ Hún velti því fyrir sér hvaða aðgerðir Bene­dikt væri að vísa í. 

Í ljósi þess að við þekkjum stefnu hæst­virts ráð­herra og hans flokks koma tvær rót­tækar lausnir í huga og mig langar að spyrja hæst­virtan ráð­herra: Er hann að tala fyrir fast­geng­is­stefnu með mynt­ráði eins og við þekkjum ann­ars staðar frá? Er hann að tala fyrir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og upp­töku evru eða upp­töku ein­hvers ann­ars gjald­mið­ils? Hvaða rót­tæku lausnir á hæst­virtur ráð­herra við?“ spurði Katrín. 

Auglýsing

Bene­dikt sagði rétt að hann og ýmsir aðrir hefðu komið auga á að það væri grafal­var­legt mál þegar gjald­mið­ill breyti svo hratt um gengi eins og íslenska krónan hefði gert síð­ustu tvö ár. 

Við þekkjum hvað gert hefur ver­ið, að Seðla­bank­inn hefur verið með upp­kaup, en hann hefur lýst því yfir að hann ætli að draga úr inn­grip­um. Við höfum afnumið höft á fjár­magns­flæði þannig að nú geta íslensk fyr­ir­tæki, ein­stak­lingar og líf­eyr­is­sjóðir fjár­fest erlendis og keypt gjald­eyri, keypt hluta­bréf og ann­að. Þó að ég virði vissu­lega sjálf­stæði pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­bank­ans hef ég talið að eitt af því sem máli skipti væri að vaxta­munur á milli Íslands og útlanda væri sem allra minnstur, þannig að ég hef hvatt til vaxta­lækk­ana. Fleiri aðgerðir má svo sem nefna en þessar eru þær helstu. Ég hef reyndar líka hvatt líf­eyr­is­sjóð­ina til þess að auka fjár­fest­ingar sínar í útlönd­um,“ sagði hann í fyrra svari sín­u. 

Katrín kom í ræðu­stól í annað sinn og sagði ekki duga að telja upp það sem þegar hefði verið gert. „Hann mætti í við­tal í fyrra­dag og sagði að nú þyrfti rót­tækar lausnir til þess að koma böndum á gjald­mið­il­inn. Hann mætti líka í annað við­tal í evru­bol, vænt­an­lega ekki vegna þess að ekk­ert annað væri hreint heima hjá hon­um. Hæst­virtur ráð­herra er að senda ákveðin skila­boð,“ sagði Katrín. Ráð­herr­ann þyrfti að tala skýrt við Alþingi Íslend­inga um það hvaða lausnir hann eigi við. 

Bene­dikt sagði málið mjög flók­ið. „Það er ekk­ert leynd­ar­mál að stefna Við­reisnar fyrir kosn­ingar var að skoða mynt­ráð. Það er leið sem við höfum verið að kynna fyrir öðrum og ég veit að margir hafa skoðað af áhuga.“ Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar væri svo talað um nefnd um umhverfi pen­inga­stefn­unnar þar sem sköpuð verði ný pen­inga­stefna sem stefni að því að draga úr sveiflum á gengi krón­unn­ar. 

Það er rétt að í mynt­ráði felst að gengi gjald­mið­ils­ins, krón­unn­ar, er tengt við erlendan gjald­miðil og þar sé ég þá rót­tæku lausn sem ég hef talað um.“ 

Sig­urður Ingi spurði Bene­dikt einnig um þessi mál, og sagði ráð­herr­ann ekki þora að svara mjög skýrt um mál­ið. Rót­tæka lausnin væri aug­ljós­lega mynt­ráð og um það sé engin sam­staða í rík­is­stjórn­inni. „Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið er í upp­námi.“ 

Bene­dikt sagði alveg rétt hjá Sig­urði Inga að hug­myndin um mynt­ráð eða aðra fast­teng­ingu krón­unnar við annað hvort ákveðna erlenda mynt eða mynt­körfu væri ekki stefna nema eins flokks, Við­reisn­ar. Hann hefði hins vegar orðið var við það að margir þing­menn hefðu áhuga á að kynn­ast mál­inu bet­ur. „Það vona ég að starf þess­arar nefndar muni leiða til þess að betri áhugi vakni á því.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent