Myntráð væri róttæka lausn fjármálaráðherra

Tenging krónunnar við erlendan gjaldmiðil er sú róttæka lausn sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur talað fyrir. Myntráð er samt ekki stefna nema eins flokks í ríkisstjórn, en ráðherra bindur vonir við starf peningastefnunefndar stjórnvalda.

Katrín Jakobsdóttir Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Mynt­ráð er sú rót­tæka lausn sem Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sér fyrir sér í gjald­mið­ils­mál­um. Hins vegar sé flokkur hans sá eini með þá stefn­u. Þetta kom fram í máli Bene­dikts í svörum við óund­ir­búnum fyr­ir­spurn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns VG, og Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar, á Alþingi í morg­un. 

Katrín gerði ummæli fjár­mála­ráð­herra um helg­ina að við­fangs­efni. „Hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra sagði í fjöl­miðlum í fyrra­dag að staðan í gjald­mið­ils­málum væri svo alvar­leg að við yrðum að horfa á mjög rót­tækar lausn­ir.“ Hún velti því fyrir sér hvaða aðgerðir Bene­dikt væri að vísa í. 

Í ljósi þess að við þekkjum stefnu hæst­virts ráð­herra og hans flokks koma tvær rót­tækar lausnir í huga og mig langar að spyrja hæst­virtan ráð­herra: Er hann að tala fyrir fast­geng­is­stefnu með mynt­ráði eins og við þekkjum ann­ars staðar frá? Er hann að tala fyrir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og upp­töku evru eða upp­töku ein­hvers ann­ars gjald­mið­ils? Hvaða rót­tæku lausnir á hæst­virtur ráð­herra við?“ spurði Katrín. 

Auglýsing

Bene­dikt sagði rétt að hann og ýmsir aðrir hefðu komið auga á að það væri grafal­var­legt mál þegar gjald­mið­ill breyti svo hratt um gengi eins og íslenska krónan hefði gert síð­ustu tvö ár. 

Við þekkjum hvað gert hefur ver­ið, að Seðla­bank­inn hefur verið með upp­kaup, en hann hefur lýst því yfir að hann ætli að draga úr inn­grip­um. Við höfum afnumið höft á fjár­magns­flæði þannig að nú geta íslensk fyr­ir­tæki, ein­stak­lingar og líf­eyr­is­sjóðir fjár­fest erlendis og keypt gjald­eyri, keypt hluta­bréf og ann­að. Þó að ég virði vissu­lega sjálf­stæði pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­bank­ans hef ég talið að eitt af því sem máli skipti væri að vaxta­munur á milli Íslands og útlanda væri sem allra minnstur, þannig að ég hef hvatt til vaxta­lækk­ana. Fleiri aðgerðir má svo sem nefna en þessar eru þær helstu. Ég hef reyndar líka hvatt líf­eyr­is­sjóð­ina til þess að auka fjár­fest­ingar sínar í útlönd­um,“ sagði hann í fyrra svari sín­u. 

Katrín kom í ræðu­stól í annað sinn og sagði ekki duga að telja upp það sem þegar hefði verið gert. „Hann mætti í við­tal í fyrra­dag og sagði að nú þyrfti rót­tækar lausnir til þess að koma böndum á gjald­mið­il­inn. Hann mætti líka í annað við­tal í evru­bol, vænt­an­lega ekki vegna þess að ekk­ert annað væri hreint heima hjá hon­um. Hæst­virtur ráð­herra er að senda ákveðin skila­boð,“ sagði Katrín. Ráð­herr­ann þyrfti að tala skýrt við Alþingi Íslend­inga um það hvaða lausnir hann eigi við. 

Bene­dikt sagði málið mjög flók­ið. „Það er ekk­ert leynd­ar­mál að stefna Við­reisnar fyrir kosn­ingar var að skoða mynt­ráð. Það er leið sem við höfum verið að kynna fyrir öðrum og ég veit að margir hafa skoðað af áhuga.“ Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar væri svo talað um nefnd um umhverfi pen­inga­stefn­unnar þar sem sköpuð verði ný pen­inga­stefna sem stefni að því að draga úr sveiflum á gengi krón­unn­ar. 

Það er rétt að í mynt­ráði felst að gengi gjald­mið­ils­ins, krón­unn­ar, er tengt við erlendan gjald­miðil og þar sé ég þá rót­tæku lausn sem ég hef talað um.“ 

Sig­urður Ingi spurði Bene­dikt einnig um þessi mál, og sagði ráð­herr­ann ekki þora að svara mjög skýrt um mál­ið. Rót­tæka lausnin væri aug­ljós­lega mynt­ráð og um það sé engin sam­staða í rík­is­stjórn­inni. „Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið er í upp­námi.“ 

Bene­dikt sagði alveg rétt hjá Sig­urði Inga að hug­myndin um mynt­ráð eða aðra fast­teng­ingu krón­unnar við annað hvort ákveðna erlenda mynt eða mynt­körfu væri ekki stefna nema eins flokks, Við­reisn­ar. Hann hefði hins vegar orðið var við það að margir þing­menn hefðu áhuga á að kynn­ast mál­inu bet­ur. „Það vona ég að starf þess­arar nefndar muni leiða til þess að betri áhugi vakni á því.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent