Fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins, þau Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson, beittu sér á flokksþingi flokksins, sem haldið var í október í fyrra, til að fella Sigmund Davíð Gunnlaugsson úr formannsstóli.
Þetta segir Sigmundur Davíð, sem í viðtali við Morgunblaðið rekur þessa atburðarás og ræðir m.a. nýstofnað þjóðmálafélag undir hans forystu, Framfarafélagið, og stöðu flokksins, í viðtali við blaðið.
Hann segtir stöðu flokksins erfiða og hann standi eftir laskaður vegna deilna. Lítil von sé um það, að hann geti orðið hreyfiafl í samfélaginu.
„Ég var alltaf meðvitaður um að þau væru mér andsnúin. Þau voru hætt formlegum afskiptum af stjórnmálum og tóku engan þátt í flokksstarfi. Það kom á óvart þegar þau dúkkuðu upp fimm árum síðar á flokksþingi ásamt stórum hópi fólks. Þá vissi ég að eitthvað mikið var í gangi,“ segir Sigmundur Davíð meðal annars í viðtalinu. Hann segir stuðning fyrrverandi formanna við Sigurð Inga Jóhannsson hafa snúist um að vinna gegn Sigmundi Davíð. „Heldur um að losna við mig. Og núna, eftir miðstjórnarfundinn, þar sem fram kom mikil óánægja með stefnu og formann flokksins, tel ég að þau hafi flest yfirgefið Sigurð Inga.“