Björt andvíg olíuvinnslu og framlengingu sérleyfis á Drekasvæðinu

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er mótfallin olíuvinnslu á Drekasvæðinu og er einnig andvíg því að sérleyfi til olíuleitar verði framlengt. Leyfisveitingar falli þó ekki undir verksvið ráðuneytisins.

7DM_0371_raw_2095.JPG
Auglýsing

Björt Ólafs­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, er and­víg olíu­leit á Dreka­svæð­inu. Þá er hún einnig and­víg því að sér­leyfi til olíu­leitar verði fram­lengt eftir að það rennur út árið 2026, en segir þó að leyf­is­veit­ingar vegna slíkra leyfa falli ekki undir verk­svið umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins. 

Þetta kemur fram í svari Bjartar við fyr­ir­spurn frá Hildi Knúts­dótt­ur, vara­þing­manni Vinstri grænna, um olíu­leit og olíu­vinnslu á Dreka­svæð­in­u. 

Hildur spurði Björtu einnig um það hvort hún teldi að olíu­vinnsla í íslenskri lög­sögu geti sam­ræmst þeirri stefnu að Íslend­ingar verði for­ystu­þjóð í lofts­lags­mál­um, og um það hvernig slík starf­semi félli að aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um, sem stjórn­völd hafa sagst ætla að ger­a. 

Auglýsing

Björt segir Ísland lengi hafa talið sig vera for­ystu­þjóð í lofts­lags­mál­um, einkum byggt á því að nær öll orka til raf­magns­fram­leiðslu og hit­unar komi frá end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. „Nú eru blikur á loft­i, þar sem spár benda til mik­illar aukn­ingar los­unar og að Ísland standi ekki að óbreyttu við skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt Kyoto-­bók­un­inni til 2020 eða Par­ís­ar­samn­ingnum til 2030. Ráð­herra telur engu að síður að Ísland geti áfram talið sig í far­ar­broddi ef metn­aður er auk­inn og meiri kraftur settur m.a. í orku­skipti í sam­göngum og sjáv­ar­út­vegi, lofts­lagsvæna nýsköpun og bind­ingu kolefnis úr and­rúms­loft­i,“ segir í svari ráð­herra. 

Olíu­vinnsla í íslenskri lög­sögu myndi hins vegar gjör­breyta þess­ari mynd að mati ráð­herra og sérstaða Íslands varð­andi mikla nýt­ingu end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa hyrfi. „Ís­land gæti auð­vitað eflt aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum ef olíu­vinnsla hæf­ist og nýtt til þess m.a. tekjur af vinnslu olíu. Mörg olíu­vinnslu­ríki verja miklum fjár­hæðum til lofts­lags­mála, svo sem Nor­eg­ur. Það er þó ljóst að öll ásýnd Íslands í lofts­lags­málum og for­sendur í aðgerða­á­ætlun breytt­ist veru­lega með vinnslu olíu. Það væri afar erfitt að halda því fram að Íslend­ingar væru for­ystu­þjóð í lofts­lags­málum í því til­felli. Þess ber líka að geta að olíu­vinnsla á Dreka­svæð­inu fæli alltaf í sér hættu fyrir líf­ríki hafs­ins og sjáv­ar­út­veg, eins þótt afar strangar kröfur verði gerðar til umhverf­is- og örygg­is­mála fyrir slíka vinnslu.“ Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent