Alþingi verður slitið á miðvikudag

Búið er að semja um þinglok milli allra flokka á Alþingi. Stefnt er á að þingi verði slitið á miðvikudag. Jafnlaunavottun á meðal þess sem fer í gegnum þingið.

7DM_6057_raw_0355.JPG
Auglýsing

Búið er að ganga frá sam­komu­lagi um þing­lok á milli þing­flokk­anna sjö sem eiga sæti á Alþingi. Þetta var gert um helg­ina. Meðal þess sem mun fara í gegnum þingið er frum­varp um jafn­launa­vott­un. Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, segir jafn­launa­vottun vera mál sem sé í raun og veru ekki til­bú­ið, en engu að síður fari það í gegn. 

Lög­fest­ing samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks og lög­fest­ing á not­enda­stýrðri per­sónu­að­stoð, NPA, eru hins vegar á meðal þeirra mála sem ekki verða kláruð á þessu þing­i. 

Í við­tali við Frétta­blaðið í morgun sagði Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, að afstaða stjórn­ar­and­stöð­unnar til mál­anna hafi komið algjör­lega á óvart. Hann sagð­ist ekki trúa því að stjórn­ar­and­staðan ætl­aði að bregða fæti fyrir svo mik­il­vægt mál og það ætti að vera hægur leikur fyrir vel­ferð­ar­nefnd að afgreiða málið fyrir þing­lok. 

Auglýsing

Við upp­haf þing­fundar í morgun kom Þor­steinn í ræðu­stól Alþingis og útskýrði orð sín nán­ar. Hann sagði þá að við sam­komu­lag um þing­lok hefði verið ákveðið að geyma málin til hausts­ins, en sam­komu­lag hefði náðst um að málin myndu bæði hljóta for­gangs­með­ferð þings­ins. „Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að nið­ur­staðan olli mér tals­verðum von­brigð­u­m,“ sagði ráð­herrann, en að hann treysti því að það muni mynd­ast góð sam­staða í haust um það að klára mál­ið. 

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar voru óánægðir með ummæli Þor­steins í fjöl­miðl­um. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG, sagði ekki um nið­ur­stöðu samn­inga að ræða heldur hafi það verið sam­eig­in­legur skiln­ingur allra for­manna stjórn­mála­flokka, sem fund­uðu um þing­lok um helg­ina, að málin væru ein­fald­lega ekki til­bú­in. Þingið þyrfti að horfast í augu við raun­veru­leik­ann, sem væri sá að Alþingi þyrfti að vanda sig. Allir for­menn allra flokka hafi lýst því yfir að þeir væru reiðu­búnir að veita mál­unum braut­ar­gengi í haust. 

„Það er eng­inn á móti því að ljúka þessum verk­efnum en það vilja allir gera það vel,“ sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann sagð­ist helst hafa viljað fá afsök­un­ar­beiðni frá ráð­herra vegna ummæl­anna. Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók und­ir, og sagði Þor­stein hafa sett stjórn­ar­and­stöð­una í þá stöðu að þurfa að verja sig. Eng­inn sé á móti þessum mál­um, þau séu ein­fald­lega ekki til­bú­in. 

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, sagði Þor­stein þurfa að biðj­ast afsök­unar ef ekki ætti að ógna því sam­komu­lagi sem nú væri búið að ná um þing­lok. 

Eld­hús­dags­um­ræður fara fram á þingi í kvöld. Þing­fundir verða svo fram á mið­viku­dag. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent