Sakar dómsmálaráðherra um „tilraun til ólögmætrar embættisfærslu“

Ástráður Haraldsson hrl. telur ráðherra þurfa að skipa dómara úr hópi þeirra hæfustu, og að tilraun ráðherra til annars standist ekki lög.

Sigríður Andersen
Auglýsing

Til­­raun Sig­ríðar H. And­er­s­­sen dóms­­mála­ráð­herra til að afla sér heim­ild­ar Alþing­is með til­­lögu sinni til skip­un­ar í emb­ætti 15 dóm­­ara í Lands­rétt er „til­raun til ólög­­mætrar emb­ætt­is­­færslu“, að mati Ást­ráðs Har­alds­sonar hrl. og fyrr­ver­andi for­­manns lands­­kjör­­stjórn­­­ar.

Sig­ríður Á. And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra hefur lagt fram til­­lögu sína að dóm­­urum við Lands­rétt, sem á að taka til starfa í byrjun næsta árs. Sig­ríður leggur til við Alþingi að sjö konur og átta karlar taki sæti sem dóm­­ar­­ar. Málið fer til umfjöll­unar í stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd Alþing­­is. „Sú veit­ing emb­ætta sem liggur fyrir fyrir dóms­­mála­ráð­herra er án for­­dæma. Er aug­­ljós­­lega ein­stakt að skipa þurfi fimmtán dóm­­ara í senn við stofnun nýs dóm­stóls. Umsækj­endur hafa fjöl­breyttan bak­grunn. Að mati dóms­­mála­ráð­herra er það jákvætt og gefur til­­efni til þess að huga sér­­stak­­lega að yfir­­bragði hins nýja dóm­stóls með til­­liti til þeirrar þekk­ingar og reynslu sem þar verð­­ur,“ segir í bréfi Sig­ríðar til Unnar Brár Kon­ráðs­dótt­­ur, for­­seta Alþing­­is. 

Til­­laga Sig­ríðar er tölu­vert frá­­brugðin þeirri til­­lögu sem dóm­­nefnd lagði fram fyrir ráð­herr­ann fyrr í þessum mán­uði. Fjórir ein­stak­l­ing­­ar, sem nefndin lagði til að yrðu dóm­­ar­­ar, kom­­ast ekki á lista Sig­ríð­­ar. Það eru fyrr­nefndur Ást­ráð­ur, Eiríkur Jóns­­son, Jóhannes Rúnar Jóhanns­­son og Jón Hösk­­ulds­­son. Í þeirra stað koma Arn­­fríður Ein­­ar­s­dótt­ir, Ásmundur Helga­­son, Jón Finn­­björns­­son og Ragn­heiður Braga­dótt­­ir.

Auglýsing

Í bréfi sem Ást­ráður rit­ar for­­seta Aþing­is í dag seg­ir að þau frá­­vik sem ráð­herra geri á til­­lögu dóm­­nefnd­­ar­inn­ar upp­­­fylli á eng­an hátt kröf­ur sem gera verði varð­andi skip­an dóm­­ara og sem umboðs­maður Alþing­is og dóm­stól­ar hafi lagt til grund­vall­­ar.

Dæmi um þetta sé þegar að finna í dómi Hæsta­rétt­ar í máli Guð­mund­ar Krist­jáns­­son­ar gegn rík­­inu og Árna M. Mat­hiesen frá ár­inu 2011, varð­andi veit­ingu emb­ætt­is hér­aðs­dóm­­ara.

Meira úr sama flokkiInnlent