Íslenskir gestgjafar græða
meira á Airbnb en kollegar þeirra
í öðrum löndum eða að meðaltali
16.500 dollara, sem jafngildir 1,6
milljón króna, á ári á hverja íbúð
í miðbænum.
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, og er vitnað til rannsóknar dr. Jeroen A. Oskam, sem rannsakað hefur þróun í ferðaþjónustu og stýrir undirstofnun Stendan háskólans í Hollandi.
Heildartekjur reykvískra gestgjafa voru 5,3 milljarðar króna á síðasta ári, að því er fram kemur í Fréttablaðinu, en gróði þeirra sem leigja út í gegnum Airbnb er sagður vera að meðaltali um 350 þúsund krónum meiri á Íslandi en í vinsælum hverfum í London.
Gestgjafar í Barcelona, sem hefur notið gríðarlega mikils ferðamannastraums um margra ára bil, græða um 8.600 dollara á ári, tæplega helmingi minna en íslenskir gestgjafar. „Það sem kemur mest á óvart varð- andi Reykjavík er að miðað við hvað þetta er lítil borg þá er hlutfall gesta sem nota Airbnb í engu samræmi við aðrar borgir. Árið 2015 var 1,1 millj- ón Airbnb-gesta í Amsterdam en á sama tíma voru Airbnb-gestir um 200 þúsund í Reykjavík. Reykjavík er einn sjötti af stærð Amsterdam,“ segir Oskam í viðtali við Fréttablaðið.
Oskam segir í viðtali við Fréttablaðið að mikill vöxtur Airbnb hafi neikvæðar hliðarverkanir á fasteignamarkaði. „Þetta hefur neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn. Húsnæðisverð hækkar því leigjendur eru í beinni samkeppni við ferðamannastrauminn.“