Bandaríkjaþing birtir lögmanni Trump stefnu

Þingnefndir Bandaríkjaþings sem rannsaka afskipti Rússa af framboði Trumps hafa krafist þess að fá afhent gögn. Eftir neitun um afhendingu var lögmönnum stefnt.

Donald Trump
Auglýsing

Þing­­nefnd­ir beggja deilda Banda­­ríkja­þings hafa birt Mich­ael Cohen, lög­­­fræð­ingi Don­ald Trump Banda­­ríkja­­for­­seta, stefnu. Krefj­ast nefnd­irn­ar þess að Cohen „veiti upp­­lýs­ing­ar og vitn­is­b­­urð“ um öll þau sam­­skipti sem hann hafi átt við ráða­menn í Rúss­landi, en afskipti Rússa af fram­boði Trumps, og sam­skipti við ráða­menn í Banda­ríkj­un­um, eru nú til rann­sóknar hjá þing­nefndum Banda­ríkja­þings.

New York Times seg­ir Cohen hafa stað­fest við banda­ríska miðla að hann hafi verið beð­inn um að veita slík­­ar upp­­lýs­ing­­ar, en að hann hafi hafnað beiðn­inni. Skýr­ing hans var sú að beiðnin hafi ekki verið rétt orðuð og of umfangs­mik­il, að hans mat­i. „Ég hafn­aði beiðn­inni um að taka þátt, af því að hún var illa orð­uð, allt of um­fangs­­mik­il og það var ómög­u­­legt að svara henn­i,“ sagði Cohen við ABC-­sjón­varps­­stöð­ina.

Spjót þing­nefnd­anna bein­ast líka að Jared Kus­hner, tengda­syni for­set­ans, sem sagður er hafa viljað koma á leyni­legum sam­skiptum við yfir­völd í Rúss­land, í des­em­ber í fyrra. Þetta ræddi hann við Sergey Kis­lyak, sendi­herra Rúss­lands í Banda­ríkj­un­um, og einnig ónefndan banka­mann sem er sagður trún­að­ar­maður Pútíns for­seta.

Auglýsing

Þing­­nefnd­irn­ar hafa einnig stefnt Mich­ael Flynn, fyrr­ver­andi þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafa Trump, en hann hætti störfum 13. febr­úar á þessu ári eftir að hafa verið að stað­inn að því að segja ósatt um sam­skipti sín við fyrr­nefndan Kis­lyak.  Lög­­fræð­ing­ar Flynns sögðu hann ekki ætla að af­henda skjöl um sam­­skipti sín við Rússa allt aft­ur til jún­í­­mán­aðar árið 2015. Meðal ann­arra fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manna for­­set­ans sem hafa fengið slík­­ar beiðnir eru Roger Sto­ne, Paul Mana­­fort og Cart­er Page.

Þá bein­ist rann­sókn FBI, á tengslum Rússa við fram­boð Trumps, meðal ann­ars að núver­andi dóms­mála­ráð­herra Jeff Sessions, en hann fund­aði í tvígang í fyrra með Kis­lyak, í aðdrag­anda kosn­ing­anna 8. nóv­em­ber. Sessions sagði Banda­ríkja­þingi, eið­svar­inn, ósatt um sam­skipti sín við Rússa, eins og frægt er orð­ið.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiErlent