Ísland líklega dýrasta land í heimi

Bjór í Reykjavík kostar níu sinnum meiri en bjór í Prag. Breska pundið er nú um helmingi ódýrara en það var í byrjun árs 2013 þegar greitt er fyrir það með íslenskuim krónum. Styrking krónunnar er orðin meiri en íslenska hagkerfið ræður við til lengdar.

reykjavik_14481076496_o.jpg
Auglýsing

Fimm ástæður eru fyrir því að íslenska krónan er orðin sterk­ari en íslenska hag­kerfið ræður við til lengd­ar. Ísland að lík­indum dýrasta land í heimi, laun hér­lendis eru með því hæsta sem ger­ist, afkoma útflutn­ings­greina fer hratt versn­andi, skamm­tíma­með­byr hefur verið með krón­unni á síð­ustu mán­uðum og hún er lík­lega komin yfir jafn­væg­is­raun­gengi. Þetta er nið­ur­staða Grein­ing­ar­deildar Arion banka í grein­ingu sem birt var í dag.

Grein­ing­ar­deildin telur þó litlar líkur á því að krónan sé að fara að veikj­ast mikið á næst­unni. Þvert á móti er það hennar mat að krónan muni halda áfram að styrkast.

Líkur á því að krónan verði veik­ari eftir fimm ár

Til að setja styrk­ingu krón­unnar á und­an­förnum árum í sam­hengi þá er breska pundið nú um helm­ingi ódýr­ara en það var í árs­byrjun 2013. Þar spilar vissu­lega inn að íslenska krónan féll skarpt eftir banka­hrunið auk þess sem að pundið veikt­ist umfram aðra gjald­miðla eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una um Brexit í fyrra­sum­ar. Styrk­ing krón­unnar á sama tíma­bili hefur þó gert það að verkum að t.d. evr­an, sem er ein okkar helsta við­skipta­mynt, er nú þriðj­ungi ódýr­ari en í byrjun árs 2013.

Auglýsing

Grein­ing­ar­deild Arion banka telur að raun­gengið sé orðið of hátt en með því skap­ist gott svig­rúm fyrir líf­eyr­is­sjóði til að auka veru­lega við erlendar fjár­fest­ingar sín­ar. Slíkt útflæði myndi enda toga á móti auknu inn­flæði af gjald­eyri vegna sívax­andi ferða­manna­straums til lands­ins. Í grein­ing­unni seg­ir: „Það má velta því fyrir sér hvort Seðla­bank­inn hafi verið of fljótur að hægja á gjald­eyr­is­kaupum þar sem krónan hefur styrkst nokkuð hratt frá því í byrjun febr­ú­ar. Það er ekki úti­lokað og gæti verið skyn­sam­legt fyrir Seðla­bank­ann að gefa aftur í á gjald­eyr­is­mark­aði ef krónan styrk­ist enn frek­ar.“

Grein­ing­ar­deildin telur þó ekki að krónan sé að fara að veikj­ast mikið á næst­unni, heldur muni hún halda áfram að styrkj­ast hægt og rólega. Líkur á geng­is­falli séu að sama skapi litl­ar. „Við getum þó orðað það þannig að við teljum að lík­urnar á því að krónan verði veik­ari eftir fimm ár vera meiri en lík­urnar á því að hún verði sterk­ari.“

Bjór­inn níu sinnum dýr­ari en í Prag

Í grein­ing­unni kemur fram að verð­lag á Íslandi fyrir utan hús­næð­is­verð sé um 21 pró­sent hærra en í Nor­egi. Ferða­menn standi frammi fyrir hlut­falls­lega mjög háu verði þegar þeir ákveða að heim­sækja landið enda sé gist­ing og veit­ingar t.d. 29 pró­sent dýr­ari hér en í Nor­egi. Grein­ing­ar­deildin til­tekur sér­stak­lega að „bjór­gengi“ íslensku krón­unnar sé orðið sér­stak­lega hátt. Einn bjór kostar nú nífalt meira í Reykja­vík en í Prag og næstum tvö­falt meira en í London.

Þessi þróun er aðal­lega til­komin vegna mik­illar styrk­ingar krón­unnar sem hefur gjör­breytt því hversu dýrt Ísland er fyrir útlend­inga sem vilja sækja landið heim. Ísland hefur farið frá því að vera ódýr­ara, miðað við hlut­falls­legt verð­lag gisti- og veit­inga­staða, en Dan­mörk, Finn­land, Írland, Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Bret­land í byrjun árs 2013, yfir í að vera dýr­ara en öll áður upp­talin lönd. Sömu sögu er a segja þegar mið­að’ er við hlut­falls­legt verð­lag menn­ingar og afþrey­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kanna hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hafði á matarvenjur Íslendinga
Til þess að skilja betur breytingar á neysluvenjum og viðhorfi til matar á meðan neyðarstig almannavarna var í gildi þá stendur Matís nú fyrir könnun um matarvenjur Íslendinga á meðan COVID-19 faraldurinn stóð sem hæst.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau grímuklæddir í réttarsal í Windhoek í vikunni ásamt lögmanni sínum.
Yfir 200 milljónir frá Samherjafélagi til tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu
Rannsakandi hjá namibísku spillingarlögreglunni segir að háar óútskýrðar greiðslur hafi farið frá Esju Fishing til tengdasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins. Umræddir tengdafeðgar reyna þessa dagana að losna úr gæsluvarðhaldi.
Kjarninn 8. júlí 2020
Öll sem létust í brunanum voru pólskir ríkisborgarar
Borin hafa verið kennsl á þá einstaklinga sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.
Kjarninn 8. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent