Ísland líklega dýrasta land í heimi

Bjór í Reykjavík kostar níu sinnum meiri en bjór í Prag. Breska pundið er nú um helmingi ódýrara en það var í byrjun árs 2013 þegar greitt er fyrir það með íslenskuim krónum. Styrking krónunnar er orðin meiri en íslenska hagkerfið ræður við til lengdar.

reykjavik_14481076496_o.jpg
Auglýsing

Fimm ástæður eru fyrir því að íslenska krónan er orðin sterk­ari en íslenska hag­kerfið ræður við til lengd­ar. Ísland að lík­indum dýrasta land í heimi, laun hér­lendis eru með því hæsta sem ger­ist, afkoma útflutn­ings­greina fer hratt versn­andi, skamm­tíma­með­byr hefur verið með krón­unni á síð­ustu mán­uðum og hún er lík­lega komin yfir jafn­væg­is­raun­gengi. Þetta er nið­ur­staða Grein­ing­ar­deildar Arion banka í grein­ingu sem birt var í dag.

Grein­ing­ar­deildin telur þó litlar líkur á því að krónan sé að fara að veikj­ast mikið á næst­unni. Þvert á móti er það hennar mat að krónan muni halda áfram að styrkast.

Líkur á því að krónan verði veik­ari eftir fimm ár

Til að setja styrk­ingu krón­unnar á und­an­förnum árum í sam­hengi þá er breska pundið nú um helm­ingi ódýr­ara en það var í árs­byrjun 2013. Þar spilar vissu­lega inn að íslenska krónan féll skarpt eftir banka­hrunið auk þess sem að pundið veikt­ist umfram aðra gjald­miðla eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una um Brexit í fyrra­sum­ar. Styrk­ing krón­unnar á sama tíma­bili hefur þó gert það að verkum að t.d. evr­an, sem er ein okkar helsta við­skipta­mynt, er nú þriðj­ungi ódýr­ari en í byrjun árs 2013.

Auglýsing

Grein­ing­ar­deild Arion banka telur að raun­gengið sé orðið of hátt en með því skap­ist gott svig­rúm fyrir líf­eyr­is­sjóði til að auka veru­lega við erlendar fjár­fest­ingar sín­ar. Slíkt útflæði myndi enda toga á móti auknu inn­flæði af gjald­eyri vegna sívax­andi ferða­manna­straums til lands­ins. Í grein­ing­unni seg­ir: „Það má velta því fyrir sér hvort Seðla­bank­inn hafi verið of fljótur að hægja á gjald­eyr­is­kaupum þar sem krónan hefur styrkst nokkuð hratt frá því í byrjun febr­ú­ar. Það er ekki úti­lokað og gæti verið skyn­sam­legt fyrir Seðla­bank­ann að gefa aftur í á gjald­eyr­is­mark­aði ef krónan styrk­ist enn frek­ar.“

Grein­ing­ar­deildin telur þó ekki að krónan sé að fara að veikj­ast mikið á næst­unni, heldur muni hún halda áfram að styrkj­ast hægt og rólega. Líkur á geng­is­falli séu að sama skapi litl­ar. „Við getum þó orðað það þannig að við teljum að lík­urnar á því að krónan verði veik­ari eftir fimm ár vera meiri en lík­urnar á því að hún verði sterk­ari.“

Bjór­inn níu sinnum dýr­ari en í Prag

Í grein­ing­unni kemur fram að verð­lag á Íslandi fyrir utan hús­næð­is­verð sé um 21 pró­sent hærra en í Nor­egi. Ferða­menn standi frammi fyrir hlut­falls­lega mjög háu verði þegar þeir ákveða að heim­sækja landið enda sé gist­ing og veit­ingar t.d. 29 pró­sent dýr­ari hér en í Nor­egi. Grein­ing­ar­deildin til­tekur sér­stak­lega að „bjór­gengi“ íslensku krón­unnar sé orðið sér­stak­lega hátt. Einn bjór kostar nú nífalt meira í Reykja­vík en í Prag og næstum tvö­falt meira en í London.

Þessi þróun er aðal­lega til­komin vegna mik­illar styrk­ingar krón­unnar sem hefur gjör­breytt því hversu dýrt Ísland er fyrir útlend­inga sem vilja sækja landið heim. Ísland hefur farið frá því að vera ódýr­ara, miðað við hlut­falls­legt verð­lag gisti- og veit­inga­staða, en Dan­mörk, Finn­land, Írland, Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Bret­land í byrjun árs 2013, yfir í að vera dýr­ara en öll áður upp­talin lönd. Sömu sögu er a segja þegar mið­að’ er við hlut­falls­legt verð­lag menn­ingar og afþrey­ing­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Birgir Hermannsson
Vinstri græn og kjötið
Kjarninn 21. október 2019
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon: Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast
Gylfi Magnússon, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, hefur gagnrýnt harðlega nýtt frumvarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent