Ísland líklega dýrasta land í heimi

Bjór í Reykjavík kostar níu sinnum meiri en bjór í Prag. Breska pundið er nú um helmingi ódýrara en það var í byrjun árs 2013 þegar greitt er fyrir það með íslenskuim krónum. Styrking krónunnar er orðin meiri en íslenska hagkerfið ræður við til lengdar.

reykjavik_14481076496_o.jpg
Auglýsing

Fimm ástæður eru fyrir því að íslenska krónan er orðin sterk­ari en íslenska hag­kerfið ræður við til lengd­ar. Ísland að lík­indum dýrasta land í heimi, laun hér­lendis eru með því hæsta sem ger­ist, afkoma útflutn­ings­greina fer hratt versn­andi, skamm­tíma­með­byr hefur verið með krón­unni á síð­ustu mán­uðum og hún er lík­lega komin yfir jafn­væg­is­raun­gengi. Þetta er nið­ur­staða Grein­ing­ar­deildar Arion banka í grein­ingu sem birt var í dag.

Grein­ing­ar­deildin telur þó litlar líkur á því að krónan sé að fara að veikj­ast mikið á næst­unni. Þvert á móti er það hennar mat að krónan muni halda áfram að styrkast.

Líkur á því að krónan verði veik­ari eftir fimm ár

Til að setja styrk­ingu krón­unnar á und­an­förnum árum í sam­hengi þá er breska pundið nú um helm­ingi ódýr­ara en það var í árs­byrjun 2013. Þar spilar vissu­lega inn að íslenska krónan féll skarpt eftir banka­hrunið auk þess sem að pundið veikt­ist umfram aðra gjald­miðla eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una um Brexit í fyrra­sum­ar. Styrk­ing krón­unnar á sama tíma­bili hefur þó gert það að verkum að t.d. evr­an, sem er ein okkar helsta við­skipta­mynt, er nú þriðj­ungi ódýr­ari en í byrjun árs 2013.

Auglýsing

Grein­ing­ar­deild Arion banka telur að raun­gengið sé orðið of hátt en með því skap­ist gott svig­rúm fyrir líf­eyr­is­sjóði til að auka veru­lega við erlendar fjár­fest­ingar sín­ar. Slíkt útflæði myndi enda toga á móti auknu inn­flæði af gjald­eyri vegna sívax­andi ferða­manna­straums til lands­ins. Í grein­ing­unni seg­ir: „Það má velta því fyrir sér hvort Seðla­bank­inn hafi verið of fljótur að hægja á gjald­eyr­is­kaupum þar sem krónan hefur styrkst nokkuð hratt frá því í byrjun febr­ú­ar. Það er ekki úti­lokað og gæti verið skyn­sam­legt fyrir Seðla­bank­ann að gefa aftur í á gjald­eyr­is­mark­aði ef krónan styrk­ist enn frek­ar.“

Grein­ing­ar­deildin telur þó ekki að krónan sé að fara að veikj­ast mikið á næst­unni, heldur muni hún halda áfram að styrkj­ast hægt og rólega. Líkur á geng­is­falli séu að sama skapi litl­ar. „Við getum þó orðað það þannig að við teljum að lík­urnar á því að krónan verði veik­ari eftir fimm ár vera meiri en lík­urnar á því að hún verði sterk­ari.“

Bjór­inn níu sinnum dýr­ari en í Prag

Í grein­ing­unni kemur fram að verð­lag á Íslandi fyrir utan hús­næð­is­verð sé um 21 pró­sent hærra en í Nor­egi. Ferða­menn standi frammi fyrir hlut­falls­lega mjög háu verði þegar þeir ákveða að heim­sækja landið enda sé gist­ing og veit­ingar t.d. 29 pró­sent dýr­ari hér en í Nor­egi. Grein­ing­ar­deildin til­tekur sér­stak­lega að „bjór­gengi“ íslensku krón­unnar sé orðið sér­stak­lega hátt. Einn bjór kostar nú nífalt meira í Reykja­vík en í Prag og næstum tvö­falt meira en í London.

Þessi þróun er aðal­lega til­komin vegna mik­illar styrk­ingar krón­unnar sem hefur gjör­breytt því hversu dýrt Ísland er fyrir útlend­inga sem vilja sækja landið heim. Ísland hefur farið frá því að vera ódýr­ara, miðað við hlut­falls­legt verð­lag gisti- og veit­inga­staða, en Dan­mörk, Finn­land, Írland, Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Bret­land í byrjun árs 2013, yfir í að vera dýr­ara en öll áður upp­talin lönd. Sömu sögu er a segja þegar mið­að’ er við hlut­falls­legt verð­lag menn­ingar og afþrey­ing­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent