Laun hafa meira en tvöfaldast í erlendri mynt frá 2009

Styrking krónunnar hefur gert það að verkum að meðallaun Íslendinga, umreiknuð í evrur, hafa rúmlega tvöfaldast á örfáum árum. Kaupmáttaraukning Íslendinga á árinu 2016 var fimm sinnum meiri en meðaltalsaukning á ári síðastliðinn aldarfjórðung.

kaupmattur_folk_laun_krona_photo.jpg
Auglýsing

Laun á Íslandi virðast almennt vera orðin nokkuð hærri en á hinum Norðurlöndunum. Meðallaun á vinnustund á föstu verðlagi, og mælt í evrum, eru nú rúmlega tvöfalt hærri en þau voru árið 2009. Miðað við spá Seðlabanka Íslands um launaþróun og gengisstyrkingu mun Ísland halda áfram að draga sig frá flestum Evrópulöndum þegar kemur að umfangi launa á næstu árum og vera það land, ásamt Sviss, sem borgar hæstu launin í álfunni. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Arion banka sem birt var í dag.

Ástæðan er samspil mikilla launahækkana á undanförnum árum og mikillar styrkingar krónu, sem hefur styrkst um tugi prósenta gagnvart flestum helstu viðskiptamyntum Íslands á örfáum árum. Þetta samspil hefur leitt til þess að kaupmáttur íslenskra neytenda hefur aukist mjög skarpt. Kaupmáttur meðallauna hækkaði til að mynda um 9,5 prósent á milli 2015 og 2016. Til að setja þá tölu í samhengi var meðalbreyting kaupmáttar síðasta aldarfjórðunginn um 1,8 prósent hækkun á ári. Því var kaupmáttaraukning 2016 rúmlega fimm sinnum meiri en meðaltal síðast aldarfjórðungs.

Á sama tíma þrengist staða atvinnulífsins, enda eykst launakostnaður þess í beinu hlutfalli við launahækkanir. Fyrir þau fyrirtæki sem hafa tekjur í erlendri mynt, t.d. sjávarútvegur og flest ferðaþjónustufyrirtæki, bætist sú mikla styrking krónu sem át hefur sér stað ofan á.

Auglýsing

Lágmarkslaun með því hæsta sem gerist

Í greiningu Arion banka segir einnig að lágmarkslaun á Íslandi séu með því hæsta sem gerist. Af þeim viðmiðunarlöndum sem skoðuð eru í greiningunni er einungis Lúxemborg sem greiðir hærri lágmarkslaun en Ísland. Vert er þó að taka fram að engin Norðurlandanna eru tekin með í samanburði Greiningardeildar Arion banka.

Þegar annar mælikvarði og gögn frá Eurostat og Hagstofunni eru notuð er niðurstaðan mjög svipuð. Laun á Íslandi hafa hækkað mjög mikið á skömmum tíma og eru einungis hærri í Noregi og Danmörku af þeim samaburðarlöndum sem týnd eru til. Árið 2012 voru meðallaun á Íslandi mæld í evrum hins vegar töluvert undir meðaltalinu í Evrópusambandinu og lægri en laun í löndum eins og Ítalíu, Bretlandi og Írlandi.

Greiningardeildin bendir á að þrátt fyrir þessi háu laun hérlendis, þegar þau eru mæld í evrum, sé framleiðni frekar lítil hérlendis. Landsframleiðsla á vinnustund árið 2016, þegar búið var að leiðrétta fyrir kaupmáttarjöfnuði, var undir OECD meðaltalinu og lægri en að meðaltali í Evrópusambandinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent