Útvarpsstjóri nýr formaður Jafnréttisráðs

Þorsteinn Víglundsson hefur skipað nýtt Jafnréttisráð sem mun sitja fram að næstu þingkosningum.

Þorsteinn Víglundsson ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni, formanni Jafnréttisráðs, og Tinnu Traustadóttur, varaformanni ráðsins
Þorsteinn Víglundsson ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni, formanni Jafnréttisráðs, og Tinnu Traustadóttur, varaformanni ráðsins
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra hefur skipað ell­efu aðal­menn og ell­efu vara­menn í nýtt Jafn­rétt­is­ráð. Nýr for­maður ráðs­ins er Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri og vara­for­maður þess er Tinna Trausta­dótt­ir. Frá þessu er greint í frétt á heima­síðu ráðu­neyt­is­ins.

Þar segir að Jafn­rétt­is­ráð skuli starfa „í nánum tengslum við Jafn­rétt­is­stofu og vera ráð­herra og fram­kvæmda­stjóra Jafn­rétt­is­ráðs til ráð­gjafar við stefnu­mótun í málum sem tengj­ast jafn­rétti kynj­anna. Sér­stök áhersla skal lögð á að jafna stöðu kynj­anna á vinnu­mark­aði og sam­þætt­ingu fjöl­skyldu- og atvinnu­lífs. Þá skal Jafn­rétt­is­ráð und­ir­búa jafn­rétt­is­þing í sam­ráði við ráð­herra og leggja fyrir það skýrslu um störf sín. Jafn­rétt­is­þing skal boða innan árs frá alþinigs­kosn­ingum og aftur að tveimur árum liðn­um.“

Í frétt­inni er haft eftir Þor­steini að hann hafi fundað með nýjum for­manni og vara­for­manni ráðs­ins eftir að skipað hafði verið í það. Þar hafi Þor­steinn gert það að umtals­efni hvað mik­il­vægi Jafn­rétt­is­ráðs eykst stöðugt og ræddi um að aukin áhersla á jafn­rétt­is­mál í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu kalli á mikla virkni ráðs­ins á næstu miss­erum „Ég er mjög þakk­látur því frá­bæra fólki sem hefur tekið að sér að leiða starf ráðs­ins á þessu kjör­tíma­bili og spenntur fyrir sam­starf­inu framund­an,“ segir Þor­steinn.

Auglýsing

Jafn­rétt­is­ráð er svo skip­að:

Aðal­menn

 • Magnús Geir Þórð­ar­son, skip­aður án til­nefn­ing­ar, for­maður
 • Mar­í­anna Trausta­dótt­ir, tiln. af Alþýðu­sam­bandi Íslands, Banda­lagi háskóla­manna og Banda­lagi starfs­manna ríkis og bæja
 • Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, tiln. af Alþýðu­sam­bandi Íslands, Banda­lagi háskóla­manna og Banda­lagi starfs­manna ríkis og bæja
 • Pétur Reim­ars­son, tiln. af fjár­mála­ráðu­neyti og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins
 • Einar Mar Þórð­ar­son, tiln. af fjár­mála­ráðu­neyti og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins
 • Stein­unn Gyðu- og Guð­jóns­dótt­ir, tiln. af Sam­tökum um kvenna­at­hvarf og Stíga­mótum
 • Kristín I. Páls­dótt­ir, tiln. af Rann­sókna­stofu í kvenna- og kynja­fræðum
 • Hróð­mar Dofri Her­manns­son, tiln. af Félagi um for­eldra­jafn­rétti
 • Anna Guð­rún Björns­dótt­ir, tiln. af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga
 • Guð­rún Þórð­ar­dótt­ir, tiln. af Femínista­fé­lagi Íslands, Kven­fé­laga­sam­bandi Íslands og Kven­rétt­inda­fé­lagi Íslands
 • Tatj­ana Latinovic, tiln. af Femínista­fé­lagi Íslands, Kven­fé­laga­sam­bandi Íslands og Kven­rétt­inda­fé­lagi Íslands

 Vara­menn

 • Tinna Trausta­dótt­ir, án til­nefn­ing­ar, vara­for­maður
 • Jóhann R. Sig­urðs­son, tiln. af Alþýðu­sam­bandi Íslands, Banda­lagi háskóla­manna og Banda­lagi starfs­manna ríkis og bæja
 • Hlöðver Sig­urðs­son, tiln. af Alþýðu­sam­bandi Íslands, Banda­lagi háskóla­manna og Banda­lagi starfs­manna ríkis og bæja
 • Kristín Þóra Harð­ar­dótt­ir, tiln. af fjár­mála­ráðu­neyti og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins
 • Hall­dóra Frið­jóns­dótt­ir, tiln. af fjár­mála­ráðu­neyti og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins
 • Sig­þrúður Guð­munds­dótt­ir, tiln. af Sam­tökum um kvenna­at­hvarf og Stíga­mótum
 • Krist­inn Schram, tiln. af Rann­sókna­stofu í kvenna- og kynja­fræðum
 • Guðný S. Bjarna­dótt­ir, tiln. af Félagi um for­eldra­jafn­rétti
 • Bjarni Ómar Har­alds­son, tiln. af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga
 • Bryn­hildur Heið­ar- og Ómars­dótt­ir, tiln. af Femínista­fé­lagi Íslands, Kven­fé­laga­sam­bandi Íslands og Kven­rétt­inda­fé­lagi Íslands
 • Una Hild­ar­dótt­ir, tiln. af Femínista­fé­lagi Íslands, Kven­fé­laga­sam­bandi Íslands og Kven­rétt­inda­fé­lagi Íslands

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent