Óttarr Proppé „ánægður með rökstuðning ráðherra“

Heilbrigðisráðherra tók til máls í umræðum um skipan dómara við Landsrétt og sagði það ekki þingsins að ákveða hverjir yrðu skipaðir. Hann væri sáttur og ánægður með rökstuðning dómsmálaráðherra í málinu.

7DM_0339_raw_2090.JPG
Auglýsing

Ótt­arr Proppé, heil­brigð­is­ráð­herra og for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, seg­ist vera ánægður með rök­stuðn­ing Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra fyrir því að víkja frá mati hæf­is­nefndar um skipun dóm­ara við Lands­rétt. Það sé ekki hlut­verk Alþingis eða alþing­is­menna að vera ný mats­nefnd eða taka ákvörðun um það hverja skuli skipa í Lands­rétt. 

„Ráð­herra ber ábyrgð á skipun í dóminn,“ sagði Ótt­arr. Það væri hlut­verk þing­manna að sam­þykkja eða hafna til­lögu ráð­herr­ans. Því væri það þeirra að ákveða hvort þeir séu sáttir við þann rök­stuðn­ing sem ráð­herra komi með fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Það sé hann. 

Ótt­arr nefndi sér­stak­lega kynja­sjón­ar­mið í ræðu sinni og sagði það fagn­að­ar­efni og gott vega­nesti að nú yrðu kynja­hlut­föll jöfn í dóm­stól. Það hafi verið honum áhyggju­efni þegar upp­haf­legi list­inn „lak út núna á vor­dög­um“ hvað það hafi hallað á kon­ur. „Ég hef tekið undir það með öðrum vítt og breitt úr hinu póli­tíska lands­lagi að það hafi verið alla­vega ástæða til að skoða það sér­stak­lega. Ég fagna því sér­stak­lega í til­lögu hæst­virts ráð­herra.“ 

Auglýsing

Þá sagði Ótt­arr að það væri því miður ekki útlit fyrir að hægt væri að ná ein­hverri breiðri, póli­tískri sátt um mál­ið. Það sé nokkuð djúp­stæður ágrein­ingur um það. 

Hann sagð­ist taka undir meiri­hluta­á­lit stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþing­is, en meiri­hlut­inn lagði til að til­laga Sig­ríðar yrði sam­þykkt. 

Greidd verða atkvæði um málið um klukkan 17 í dag. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent