Telja að þingið hafi brotið lög í kosningu um dómara við Landsrétt

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, bíður eftir símtali frá forseta Íslands, sem hann segir síðasta öryggisventilinn í Landsréttarmálinu. Þingmenn Pírata telja að kjósa hefði átt um hvern dómara fyrir sig í þinginu, annað sé lögbrot.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þing­menn Pírata telja að Alþingi hafi brotið lög með því að kjósa um alla 15 dóm­ar­ana við Lands­rétt í einu lagi. Þetta kemur fram í máli bæði Jóns Þórs Ólafs­sonar og Björns Leví Gunn­ars­son­ar, þing­manna Pírata, á Face­book. 

Jón Þór segir að for­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son, verði að vera viss um þessi mál áður en hann skrifi undir til­lögu ráð­herra, sem Alþingi sam­þykkti í gær. „For­seti Íslands er síð­asti örygg­is­ventill­inn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aft­ur.“ 

Jón Þór seg­ist vera búinn að hringja í for­set­ann og fá þau svör að Guðni hringi í hann síðar í dag. 

Auglýsing

Björn Leví bendir einnig á laga­grein­ina, sem þeir telja að sýni að þingið hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn dóm­ara fyrir sig. Í bráða­birgða­á­kvæði laga um dóm­stóla seg­ir: „Þegar ráð­herra gerir til­lögu um skipun í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt í fyrsta sinn skal hann leggja til­lögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til sam­þykkt­ar. Sam­þykki Alþingi til­lögur ráð­herra skal hann senda þær for­seta Íslands sem skipar í emb­ætt­in, sbr. 21. gr. Sam­þykki Alþingi ekki til­lögu ráð­herra um til­tekna skipun skal ráð­herra leggja nýja til­lögu fyrir Alþingi til sam­þykkt­ar.“

Því hafi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn klúðrað kosn­ing­unni, að mati Björns Leví. „Því ætti ekki að vera búið að kjósa dóm­ara enn. Það er enn tæki­færi til þess að bjarga þessu.“ Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Elín Hirst sækist eftir stöðu útvarpsstjóra
Elín hefur áratugareynslu af fjömiðlastörfum, og var um tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 9. desember 2019
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent