Telja að þingið hafi brotið lög í kosningu um dómara við Landsrétt

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, bíður eftir símtali frá forseta Íslands, sem hann segir síðasta öryggisventilinn í Landsréttarmálinu. Þingmenn Pírata telja að kjósa hefði átt um hvern dómara fyrir sig í þinginu, annað sé lögbrot.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þing­menn Pírata telja að Alþingi hafi brotið lög með því að kjósa um alla 15 dóm­ar­ana við Lands­rétt í einu lagi. Þetta kemur fram í máli bæði Jóns Þórs Ólafs­sonar og Björns Leví Gunn­ars­son­ar, þing­manna Pírata, á Face­book. 

Jón Þór segir að for­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son, verði að vera viss um þessi mál áður en hann skrifi undir til­lögu ráð­herra, sem Alþingi sam­þykkti í gær. „For­seti Íslands er síð­asti örygg­is­ventill­inn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aft­ur.“ 

Jón Þór seg­ist vera búinn að hringja í for­set­ann og fá þau svör að Guðni hringi í hann síðar í dag. 

Auglýsing

Björn Leví bendir einnig á laga­grein­ina, sem þeir telja að sýni að þingið hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn dóm­ara fyrir sig. Í bráða­birgða­á­kvæði laga um dóm­stóla seg­ir: „Þegar ráð­herra gerir til­lögu um skipun í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt í fyrsta sinn skal hann leggja til­lögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til sam­þykkt­ar. Sam­þykki Alþingi til­lögur ráð­herra skal hann senda þær for­seta Íslands sem skipar í emb­ætt­in, sbr. 21. gr. Sam­þykki Alþingi ekki til­lögu ráð­herra um til­tekna skipun skal ráð­herra leggja nýja til­lögu fyrir Alþingi til sam­þykkt­ar.“

Því hafi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn klúðrað kosn­ing­unni, að mati Björns Leví. „Því ætti ekki að vera búið að kjósa dóm­ara enn. Það er enn tæki­færi til þess að bjarga þessu.“ Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent